Forsetinn bjargaði þjóðaskútunni af strandstað.

Jóni væri nær að senda forsetanum heillaóskir í stað þess að vera með orðagjálfur í hans garð.

Hér er hann einn af mörgum " aftursætisbílsstjórum ríkisstjórnarinnar "
sem telur sig gera vel að senda tóninn sem hinn eini sanni handhafi sannleikans allra handa eins hjákátlegt og það nú er.

Gagnrýni á val á manni ársins endurspeglar viljann til ritskoðunnar og forsjárhyggju, sem væri nú alveg ágætt leggja til hliðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála, Jón Baldvin ætti að halda k.j.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér, það er Jón Baldvin sem ætti að skammast sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 13:46

3 identicon

Sæl.

Var Jón Baldvin ekki einn af Icesave sinnunum? Er Jón Baldvin ekki ESB sinni? Menn sem sífellt taka í sífellu rangan pól í hæðina og mislesa mikilvæg mál tala sjálfan sig einfaldlega út úr umræðunni. Við erum fjórða skuldugasta land heims og JBH og félögum fannst í himnalagi að við tækjum á okkar ólögmætar byrðar sem ekki er hægt að greiða - jafnvel þó allir á landinu vildu.

ÁCÞ hittir naglann á höfuðið en JBH fattar það auðvitað ekki og mun aldrei fatta þetta. Af hverju eyða fjölmiðlar tíma í hann?

Annars ættu blaðamenn eða einhverjir bloggarar að grafast fyrir um launakjör Jóns Baldvins. Er hann ekki á eftirlaunum sem þingmaður, ráðherra og sendiherra? Af hverju fá stjórnmálamenn miklu ríflegri lífeyrisréttindi en aðrar stéttir? Er ég að gleyma einhverjum lífeyrissjóð sem hann hugsanlega þiggur lífeyri úr? Nýtur hann ekki góðs af eftirlaunafrumvarpinu sívinsæla? Hvað fær hann í eftirlaun?

Ef þetta er rétt, væri þá ekki eðlilegt að láta þennan "jafnaðarmann" útskýra í hverju þessi jöfnuður hans er fólginn þegar sumt fólk hér á hvorki til hnífs né skeiðar?

Helgi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 16:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð ábending, það er eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar að setja bönd á sjálftekin eftirlaun ráðamanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin öll, það er rétt Helgi að ágætt væri að fara að draga upp eftirlaunakjör fyrrum embættismanna, þótt ekki væri nema til þess að finna " jöfnuðinn ".

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2012 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband