Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Lyflækningar og umfang þeirra.
Miðvikudagur, 8. júní 2011
Um leið og ég fagna fyrirspurn Sigmundar Davíðs um þetta mál, þá má jafnframt minna á það að WHO, Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin sendi út viðvörun fýrir all mörgum árum, varðandi ofnotkun sýklalyfja í heiminum.
Það var án efa þörf viðvörun, en eftirfylgni eftirlitsaðila í hverju landi varðandi þróun mála hvort sem um er að ræða sýkalyf ellegar aðra lyfjaflokka hvað varðar magn, þarf að vera stöðug öllum stundum.
Umfang lyflækninga í heilbrigðiskerfinu hér á landi hefur helst haft birtingamyndir stórkostlega vaxandi kostnaðar hins opinbera í þessu efni.
Því miður hefur ákveðin sjúkdómavæðing verið fyrir hendi hér sem annars staðar og skömmu eftir að nýr sjúkdómur finnst, kemur að vörmu spor töfralyf víð honum, frá einhverju lyfjafyrirtækinu.
Rannsóknir skortir um það, mér best vitanlega, hversu mikið hið aukna magn lyflækninga, bætir lífsgæði sjúklinga, sem og hve mikill samfélagslegur kostnaður fylgir þeirri hinni sömu lyfjanotkun.
Ég veit þess dæmi að einstaklingur var fyrst greindur með krabbamein á lokastigi, eftir stöðug samskipti við kerfið, þar sem ávísuð sýklalyf í sífellu fram og til baka án þess að greina undirliggjandi vandamál, var til staðar.
Fjórum dögum síðar kvaddi sá hinn sami þetta jarðlíf.
Tilhneingin virðist því miður hafa verið fyrir hendi í einstökum tivikum, til þess að leysa mál með lyfjum á lyfjum ofan án þess að nauðsynleg greining á vandamálinu, væri raunin.
Hið gífurlega magn lyfja sem eldra fólki er ávísað til notkunar er eitthvað sem ég álít verkefni stjórnvalda að skoða sérstaklega hér á landi, oft var þörf en nú er nauðsyn í ljósi þess að ný rannsókn um misjöfn gæði öldrunarstofnanna hér á landi liggur fyrir, þar sem meðal annars er bent á þennan þátt.
Einn fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Hjálmar Árnason setti fram þá hugmynd í blaðagrein á sínum tíma að ef til vill væri það ráð að landsmenn allir færu í reglubundið eftirlit með almennu heilsufari og ég tel að þessi hugmynd hans hafi verið eitthvað sem menn ættu sannarlega að skoða enn þann dag í dag, sökum þess að það kynni að vera hagstæðara fyrir eitt samfélag að vita heilsufarslega stöðu einstaklinganna, heldur en að prófa lyf á lyf ofan með tilheyrandi niðurgreiðslu hins opinbera án þess að staðreyndur sjúkdómur samkvæmt læknisfræðilegum rannsóknum, væri forsendan.
kv.Guðrún María.
50% meiri sýklalyf en í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilgangslaus vegferð í þessu máli, því miður.
Þriðjudagur, 7. júní 2011
Það er rétt hjá Geir Haarde, að hér er um að ræða pólítísk réttarhöld, sem og afglöp Alþingis að endurkjósa ekki Landsdóm frá því fyrir hrun.
Það atriði að breyta lögum um Landsdóm meðan hann starfar, er ótrúlegt að skuli hafa fengist í gegn um Alþingi en að minnsta kosti einn fulltrúi er situr í dómnum er fulltrúi flokks sem ekki á sæti á þingi lengur.
Mín tilfinning er sú að almenningur í landinu, hafi lítinn áhuga á því að draga einn mann til pólitískrar ábyrgðar fyrir " hrunið " persé, en vandi þingsins var sá að greiða atkvæði um einstaka aðila sérstaklega í stað einnar atkvæðagreiðslu um alla.
Mig minnir að ég hafi verið ánægð með það einhver var dregin til ábyrgðar en sú ánægja er horfin og mér finnst mál þetta allt tilgangslaus skrípaleikur s.s
með opnun á vefsíðu saksóknara.
kv.Guðrún Maria.
Fyrstu pólitísku réttarhöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn eru til læknar sem líta á gagnrýni og aukið eftirlit, sem krossferð gegn sér.
Mánudagur, 6. júní 2011
Ég varð hvumsa að hlýða á lækninn í fréttum Útvarps nú í kvöld, þar sem sagði það fyrir neðan sína virðingu að lesa pistil Gunnar Smára formanns SÁÁ, og nefndi það síðan hvort " hann ætti eitthvað erfitt ".
Væntanlega hefur sá hinn sami lesið pistil Gunnars Smára, því hvernig ætti hann annars að vita hvað er fyrir neðan hans virðingu og hvað ekki.
Sé það svo að alþjóðastofnanir hafi varað við heimsmeti hér á landi í notkun þessarra lyfja, er það þá skrítið að viðkomandi yfirvöld bregðist við ?
Varla ætti það að vera vandamál fyrir viðkomandi sérfræðing að færa læknisfræðileg rök fyrir sínu máli, og mér er óskiljanlegt hvers vegna sá hinn sami gerir það ekki.
kv.Guðrún María.
Tilefnislaus krossferð gegn rítalíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikilvægi trúarinnar í lífi mannsins.
Föstudagur, 3. júní 2011
Ég veit ekki hvar ég væri án trúar, en trúin er hluti af lifi mínu í formi bæna hvern dag.
Bænin er mitt samtal við Guð og léttir þeim þunga af mínum herðum sem annars væri áfram meðferðis frá degi til dags.
Bænin er von, von um hið góða til handa mér og mínum, hverju sinni , hvern dag, árið allt um kring og áratugina.
Ég er þakklát fyrir það að eiga trúna á Guð.
kv.Guðrún María.
Íslendingar trúa á Guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skil ekki alveg þessi læti núna hjá ASÍ.
Föstudagur, 3. júní 2011
Það er fremur óvenjulegt að heyra frá ASÍ, um það að verið sé að ráðast að kjörum eldri borgara og öryrkja í þessu landi og ég man satt að segja ekki eftir slíkum yfirlýsingum nokkuð lengi.
Hveð er eiginlega um að vera ?
kv.Guðrún María.
Gagnrýna lífeyrisskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þjóðfélagsumræðan ef til vill í ætt við stjórnarfarið ?
Fimmtudagur, 2. júní 2011
Ef litið er til þess að núverandi stjórnarflokkar hafa lítið annað gert en að leggja á nýja skatta, meðan hluti almennings í landinu er án atvinnu, ásamt þvi að ekki hefur tekist að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja, þá má segja að umræða sé ef til vill í samræmi við aðstæður í einu þjóðfélagi og stjórnarhætti.
Sé til einhver umræðuhefð þá verð ég að segja að ekki treysti ég mér til þess að skilgreina hana, en viðkomandi þingmaður telur sig þess umkomna að merkja á því hinu sama breytingu.
Það kann þó að vera að staða hennar sem stjórnarþingmaður kalli á ögn meira andstreymi en ella.
kv.Guðrún María.
Segir umræðufasisma á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sömu aðilar og staðið hafa vaktina í sama máli.
Fimmtudagur, 2. júní 2011
Því miður er mér ekki mögulegt að sjá að sá hópur sem hér hefur verið skipaður í viðbragðshóp gegn lyfjamisnotkun, komi til með að breyta miklu um það skipulag sem verið hefur, einkum og sér í lagi vegna þess að flestir sem þar sitja hafa lengi, lengi áður komið að því að búa til það kerfi sem til staðar er.
Flóknara er það ekki.
kv.Guðrún María.
Viðbragðshópur gegn lyfjamisnotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á hverju byggist þessi rannsókn ?
Miðvikudagur, 1. júní 2011
Því miður skortir það, að hér komi fram hvaða rannsóknavinna er hér lögð til grundvallar þeim niðurstöðum sem eru birtar, og það er gagnrýnivert.
Ef það er svo að spurningalisti til handa tíundu bekkjar nemendum í grunnskólum, eigi eingöngu, að teljast nægileg rannsóknaraðferð í þessu sambandi, þá tel ég það ekki nægilegar forsendur til þess að draga þær ályktnir af í þessu sambandi sem þarna koma fram.
Mjög fróðlegt væri að fá upplýsingar um það á hverju þessi rannsókn er byggð.
kv.Guðrún María.
Kannabisneysla unglinga hefur lítið aukist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármálaráðuneytið birti samkomulagið.
Miðvikudagur, 1. júní 2011
Það er all sérstakt að svo mikill misskilningur sé á ferð um þetta atriði og því hlýtur að vera sjálfsagt að kalla eftir því að fjármálaráðuneytið birti þetta samkomulag sem fjármálaráðherra segir hafa verið undirritað.
kv.Guðrún María.
Geta ekki neitað tilvist samkomulags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |