Enn eru til læknar sem líta á gagnrýni og aukið eftirlit, sem krossferð gegn sér.

Ég varð hvumsa að hlýða á lækninn í fréttum Útvarps nú í kvöld, þar sem sagði það fyrir neðan sína virðingu að lesa pistil Gunnar Smára formanns SÁÁ, og nefndi það síðan hvort " hann ætti eitthvað erfitt ".

Væntanlega hefur sá hinn sami lesið pistil Gunnars Smára, því hvernig ætti hann annars að vita hvað er fyrir neðan hans virðingu og hvað ekki.

Sé það svo að alþjóðastofnanir hafi varað við heimsmeti hér á landi í notkun þessarra lyfja, er það þá skrítið að viðkomandi yfirvöld bregðist við ?

Varla ætti það að vera vandamál fyrir viðkomandi sérfræðing að færa læknisfræðileg rök fyrir sínu máli, og mér er óskiljanlegt hvers vegna sá hinn sami gerir það ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tilefnislaus krossferð gegn rítalíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðrún María. Það var mér næstum ofviða, að lesa grein Gunnars Smára, því hún byrjaði svo illa, að restina hefði fólk sem þekkir vel til, ekki haft neitt út úr að lesa, annað en viðbjóð á því hvernig fáfróðir embættismenn auglýsa gamaldags og gagnslitla AA-trúar-stofnun SÁÁ.

Það er stórmerkilegt, að Gunnar Smári Egilsson skuli hafa fengið þekkingu geðlæknis, og sérfræðimenntun á ADHD, einungis við það að fá formanns-stöðu SÁÁ?

Er engum sem finnst þetta ódýr sérfræðimenntun, Gunnars Smára Egilssonar, í boði SÁÁ?

Svo er það geðlæknis-ADHD-sérfræðingurinn, sem er titluð sem formaður læknafélagsins, sem einnig öðlaðist sérfræði-menntun á ADHD, bara við það eitt að fá embætti formanns læknafélagsins?

Og þú og fleiri eru bara sátt við að fólk með enga sérfræðimenntun, þekkingu og reynslu af þessum málum, skulu tala eins og hámenntaðir sérfræðingar, án nokkurrar menntunar eða þekkingar á því sem þeir eru að tala um? 

Liggur ekki beinast við að leggja niður alla menntun, og sérstaklega sérfræðimenntun, eftir þessi níðskrif og frásagnir fáfróðs embættisfólksfólks, sem ekki hefur nokkra þekkingu, menntun og reynslu af umræðuefninu? 

Það er til háborinnar skammar að fjölmiðlafólk þessa lands skuli ekki vera betur að sér en raun ber vitni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2011 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband