Tilgangslaus vegferð í þessu máli, því miður.

Það er rétt hjá Geir Haarde, að hér er um að ræða pólítísk réttarhöld, sem og afglöp Alþingis að endurkjósa ekki Landsdóm frá því fyrir hrun.

Það atriði að breyta lögum um Landsdóm meðan hann starfar, er ótrúlegt að skuli hafa fengist í gegn um Alþingi en að minnsta kosti einn fulltrúi er situr í dómnum er fulltrúi flokks sem ekki á sæti á þingi lengur.

Mín tilfinning er sú að almenningur í landinu, hafi lítinn áhuga á því að draga einn mann til pólitískrar ábyrgðar fyrir " hrunið " persé, en vandi þingsins var sá að greiða atkvæði um einstaka aðila sérstaklega í stað einnar atkvæðagreiðslu um alla.

Mig minnir að ég hafi verið ánægð með það einhver var dregin til ábyrgðar en sú ánægja er horfin og mér finnst mál þetta allt tilgangslaus skrípaleikur s.s
með opnun á vefsíðu saksóknara.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Fyrstu pólitísku réttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Gmaría.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 10:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband