Sitjandi ríkisstjórnir eiga ekki að " leggja til efni í kjaraviðræður".. annað en þau skilyrði sem til staðar eru.

Það er óþolandi að sjá menn ennþá ganga fram með þessa afdönkuðu miðaldahugmyndafræði þess efnis að, rikisstjórn skuli ganga að kjarasamningum á vinnumarkaði með einhvern jólapakka þar að lútandi.

Því fyrr sem þessi aðferðafræði verður slegin út af borðinu,
því betra fyrir almenning í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kjaraviðræður á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki af hverju ríkisstjórnin, eins og fyrrverandi, halda það að þær séu hluti af kjaraviðræðunum.

ASÍ og SA eiga auðvitað að semja á þeim grunni sem þau hafa en ekki á þeim grunni sem þau ímynda sér að ríkið geti gert.

Ríkið á einfaldlega ekki að vera hluti af kjaraviðræðum.  Það er leiðinlegt að ríkið skuli hafa látið draga sig svona langt í þessum umræðum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já hjartanlega sammála Stefán.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2011 kl. 01:26

3 identicon

Þegar kom að sjómannaafslætti sjómanna, þá sagði ríkisstjórnin að hún hefði ekkert með kjarasamninga sjómanna og útgerðar að gera.

Ríkisstjórnir eiga að skapa aðstæður svo að menn semja. 

Það eiga þau að gera fyrirfram en ekki þegar samið er.

Mér finnst mjög aumt af SA og ASÍ að bíða eftir stjórnvöldum.

Kanski sýnir þetta okkur hversu illa stödd SA og ASÍ eru.

Best hefði verið að láta þau semja á þeim grundvelli sem var fyrir Icesave á laugardaginn. 

Það hefði verið flott og gott fyrir okkur öll.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband