Skyldi þurfa að blása til sóknar gegn hinum viðurstyggilegu afleiðingum fíkniefnaglæpa ?

Andvaraleysi eins samfélags á nær öllum sviðum gagnvart fíkniefnavandamálum einnar þjóðar, er of mikið.

Það liggur við að lesa megi um afleiðingar þær hinar sömu á hverjum degi er ökumenn hafa verið gómaðir við akstur undir áhrifum fíkniefna af lögreglu, en lögreglan er í eldlínu afleiðinga vandamálanna.

Eða það atriði að lögregla hafi haldlagt svo og svo mikið af framleiðslu af þessum toga.

Því vaknar spurningin, hvar eru hinar samfélagslegu ráðstafanir til þess að koma einstaklingum til hjálpar frá þessum vanda ?

Auðvitað eru þær til en ekki nógu öflugar þvi miður.

Raunin er sú að við getum gert miklu miklu meira með því einu að samhæfa aðila að störfum, ásamt þvi að verja fé í úrræði sem skila árangri.

Árangur þess að ná hverjum og einum einstaklingi út úr neyslu ásamt þvi að iðka virkar forvarnir stöðugt, skilar sér, en til þess þarf samhæfingu og sérstakan dómstól sem og lög sem dæma menn í meðferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réðust á menn með öxi að vopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband