Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Inngrip í kjarasamninga af hálfu yfirvalda í Reykjavík.
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Mér er nú alveg óskiljanlegt hvernig " borgarráð " getur tekið sér vald til að breyta gildandi umhverfi kjarasamninga hjá einni stétt er starfar hjá borginni.
Ég man ekki til þess að nokkuð fordæmi sé að finna fyrir slíkri ákvarðanatöku og með hreinum ólíkindum að slíkir stjórnarhættir fyrirfinnist.
Ég leyfi mér að fullyrða að slíkt myndi ekki gerast í öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur né úti á landi.
kv.Guðrún María.
Leikskólakennarar sturlaðir af reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkisráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar, afneitar vanda í Evrópu.
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Ábyrgðarleysi sitjandi stjórnvalda í landinu þess efnis að neita að horfast í augu við vandann í Evrópu er með ólíkindum.
Í raun má segja að við horfum á það hvernig einn flokkur i íslenskum stjórnmálum hangir á flokksstefnunni sem heilagri kú, gegn vitneskju um mikilvæga nauðsyn endurskoðunnar ákvarðanna í þessu sambandi.
Flokkurinn er þvi vart stjórnhæfur vegna þess að forystumennina skortir hæfileika til þess að eyjga sýn í hagsmuni okkar Íslendinga aðra en þá að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum.
kv.Guðrún María.
Umræðan súrrealísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þá nokkuð annað að gera en að segja upp kjarasamningum, eða hvað ?
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Það er ekki nóg að senda frá sér ályktanir og þegja svo þunnu hljóði þegar búið er að senda frá sér ályktanirnar, mánuðum saman og kanski árum.
Hvað ætlar verkalýðshreyfingin að gera, á að segja upp kjarasamningum eða er þessi ályktun bara enn ein ályktunin ?
kv.Guðrún María.
ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var ekki búið að greiða iðgjöld í verkalýðsfélögin af bótunum ?
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Það væri nú mjög fróðlegt að vita hver ber ábyrgð á þessarri ákvarðanatöku, en raunin er sú að þeir sem hafa nýtt sinn bótarétt í atvinnuleysi hafa að öllum likindum greitt iðgjöld af bótunum í verkalýðsfélög, og ekki ætti að vera hægt að svipta þá ákveðnum réttindum hluta úr ári, að geðþótta.
Eiga þeir hinir sömu ef til vill að fara fram á endurgreiðslu iðgjaldanna ?
kv.Guðrún María.
Fá ekki desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lokuð meðferðarheimili fyrir BÖRN í vímuefnavanda STRAX.
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Til þess að taka á vanda ungmenna í vímuefnaneyslu þarf lokuð úrræði í því sveitarfélagi sem vandinn verður til, þar sem unnið er úr honum í samráði við aðstandendur og skólaumhverfi viðkomandi um leið og sá hinn vandi er tilkominn.
Meðan börn eru börn er ábyrgðin á vanda sem slíkum á herðum foreldra og barnaverndaryfirvalda þar sem slíkum vanda skyldi aldrei drepið á dreif með því að senda börn út í bláinn í opnar meðferðir einhvers staðar hér og þar, aftur og aftur með tilheyrandi stigþróun vandamála hjá hluta ungmenna.
Taki viðkomandi einstaklingur ekki sönsum í fyrsta skipti í opinni meðferð þá þarf að taka strax við lokað úrræði, eins og skot.
Til þess þarf að finna fjármuni sem aftur forðar því að búa til fangelsisrými fyrir langt leidda vimuefnaneytendur sem leiðst hafa á glæpabrautina ellegar sjúkrahúskostnað vegna tilkominna vandamála er neysla sem slik kann að leiða af sér til langtíma.
kv.Guðrún María.
Ætlum við að láta söluaðila tækninýjunga stjórna okkur ?
Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Ég hef ekkert að gera við spjaldtölvu, frekar en síma með snertiskjá sem tengdur er netinu, bara ekki nokkurn skapaðan hlut.
Mér nægir einfaldur farsími sem hægt er að hringja í mig og ég get hringt úr, punktur.
Mér nægir einnig að vera tengd netinu heima hjá mér og þar sem ég stíg fæti mínum niður til verustaðar.
Þetta er hins vegar mitt viðhorf á hlutina þar sem ég lít svo á tækni sú sem til staðar er þurfi að nýtast okkur og það atriði að henda peningum í það að kaupa óþarfar tækninýjungar sé álíka því að borða óholla fæðu og sitja uppi með afleiðingarnar.
kv.Guðrún María.
Spjaldtölva jólagjöfin í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upplýsinga og samskiptasamfélagið sem við lifum í.
Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Ég er hluti af kynslóðinni sem tók þátt í því að aðlagast upplýsingasamfélaginu, með meðal annars þáttöku í umræðum um pólítik á netinu, hér og þar gegnum tíðina.
Þeir sem eru yngri eru en ég, hafa alist upp við það sem sjálfsagðan hlut að upplýsinga og samskiptatæknin sé með þessu móti.
Allt hefur sín mörk og kostir og gallar þess að beintengja sig hverju sem er hvar sem er hvenær sem er, kostar tíma og yfirlegu og mikilvægi þess hins sama að deila og dreifa öllu er afstætt að mínu mati og eftir þvi sem tæknin er meiri og betri til þess arna hefur magnið aukist.
Raunin er sú að það er eins með þetta upplýsingasamfélag og allt annað sem við lesum og nemum að við þurfum að viðhafa almenna mannlega skynsemi og gagnrýni á það hið sama öllum stundum og temja okkur sömu kurteisi í samskiptum og við myndum vilja viðhafa í mannlegum samskiptum annars staðar.
Allt er þetta spurning um það að meta og vega mikilvægi tækninnar þar sem við stjórnum þvi hvað við viljum í þvi efni í stað þess að láta tæknina stjórna okkur.
kv.Guðrún María.
Barnaverndarúrræði ?
Mánudagur, 21. nóvember 2011
Er ekki kominn tími til þess að fara að endurskoða hin opnu úrræði sem og staðsetningu heimila úti á landi ?
Mér finnst það sérstakt að árið 2011, séum við ennþá í sömu aðferðafræði þess efnis að senda börn út á land til þess að laga einhvers konar vanda, líkt og var gert í gamla daga.
Af hverju í ósköpunum hafa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ekki komið upp meðferðarstofnunum sem eru hér, í samræmi við fólksfjölda ?
Það atriði að Stuðlar í Reykjavík eigi að anna öllum þeim fólksfjölda á öllu höfuðborgarsvæði er skömm til handa þeim sem standa í forsvari fyrir þennan málaflokk, nú sem áður.
Það er ætlast til þess að foreldrar beri ábyrgð á sínum börnum meðan börn eru börn en hvar er ábyrgðin þegar börn strjúka úr " opnum úrræðum " þar sem mannafli er ef til vill ekki nægur til þess að forða því að börnin strjúki ?
Kanski var þarna ekki um að ræða börn, hver veit, kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Leitað á Rangárvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðismenn nýttu ekki tækifærið.
Mánudagur, 21. nóvember 2011
Í fyrsta skipti gafst Sjálfstæðismönnum kostur á því að kjósa konu til forystu í sínum flokki, en það tækifæri gekk þeim úr greipum, þó með því móti að einungis 150 atkvæði skildu að frambjóðendur til formanns.
Nær helmingur flokksins stóð að baki Hönnu Birnu sem aftur segir sína sögu um vilja til endurnýjunnar í forystusveit flokksins.
Sjálfstæðismenn höfðu tækifæri sem þeir nýttu ekki þessu sinni, því miður fyrir þá.
kv.Guðrún María.
Mín pólitíska framtíð óráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru dýraverndunarsamtök ?
Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Hér er á ferðinni ómannúðleg ráðstöfun að mínu viti þar sem eitt merki á að nægja og nóg að særa dýr til merkingar einu sinni.
Því til viðbótar er hér tvöfaldur kostnaður sem verið er að innleiða í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Merki í bæði eyru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)