Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
Guði sé lof fyrir skóla og frístundasvið í Reykjavík.
Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Ég fagna þvi mjög að blessuð börnin fái að taka þátt í jólahaldi eins og verið hefur í sínum skólum í Reykjavík.
Raunin er sú að mannréttindaráð hefur búið til úlfalda úr mýflugu varðandi meint trúboð í skólum, þar sem reglur um hvernig prestur eigi að fara með faðirvorið má segja að séu hámark dellugangsins í þvi efni.
Bréf skóla og frístundasviðs í dag, um óbreytta þáttöku skóla í helgihaldi tekur af skarið og er það vel.
kv.Guðrún María.
Með sama sniði og fyrr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sterkasti maður ríkisstjórnarinnar er Jón Bjarnason.
Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með ummælum af ríkistjórnarbænum varðandi
ráðherrann Jón Bjarnason, þar sem flest allir nema hann sjálfur hafa tjáð sig um málið, sem aftur gerir stöðu hans all sterka fyrir vikið.
Hamagangurinn kring um þetta mál er eins og sápuópera og var þó nóg fyrir kring um annan ráðherra VG, Ögmund Jónasson í kjölfar ákvörðunar hans.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
Hefði mátt fara öðruvísi að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ævarandi skömm fyrir ráðamenn Reykjavíkurborgar núverandi.
Mánudagur, 28. nóvember 2011
Það er mikið rétt hjá Sr.Karli að ráðamenn í Reykjavík hafa gengið langt í forræðishyggju varðandi það atriði að ráðast að siðum og venjum einnar þjóðar, undir formerkjum þess að virða rétt minnihlutahópa í landinu.
Slíkar tilraunir dæma sig sjálfar og hver sá sem kýs að ganga slikra erinda á ekki erindi við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga í komandi framtíð.
Virðing ráðamanna í Reykjavík gagnvart kristinni trú er í raun ekki fyrir hendi, varðandi þær stjórnskipulegu framkvæmdir sem þar hafa fengið brautargöngu, en höfuðborgin sker sig þar frá öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi.
Þar er þvi um að ræða ævarandi skömm þeirra sem komið hafa að málum.
kv.Guðrún María.
Ganga langt í forræðishyggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veit forsætisráðherra ekkert í þrjá mánuði um verk samstarfsráðherra ?
Mánudagur, 28. nóvember 2011
Það er með hreinum ólíkindum að heyra forsætisráðherra kvarta yfir því opinberlega, að vita ekkert um mál samstarfsráðherra síns í þrjá mánuði
Hvers konar verksstjórn er ríkjandi í þessari ríkisstjórn sem nú situr ?
Veit forsætisráðherra hvað fjármálaráðherra hefur verið að gera síðustu þrjá mánuði eða aðrir ráðherrar ???
Það er illa boðlegt að slík skilaboð komi frá sitjandi stjórnvöldum landsins.
kv.Guðrún María.
Þetta er ekki stjórnarfrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mátti almenningur í landinu ekki sjá frumvarpsdrögin fyrst ?
Mánudagur, 28. nóvember 2011
Það er hrópað hátt að Jóni Bjarnasyni nú um stundir en sá hinn sami segir að tillögugerð sú sem hann hafi látið vinna sé í samræmi við gagnsæi og opin vinnubrögð stjórnvalda en minnisblað hafi verið lagt fram í ríkisstjórn þess efnis.
......
" Sú ákvörðun að kynna þær almenningi var kynnt í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórn og er í anda opinnar stjórnsýslu og þess gagnsæis sem mælt er fyrir um í yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar. " ....
segir Jón Bjarnason.
þá vitum við það.
kv.Guðrún María.
Hlýtur að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólin koma.
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Jólin koma hvort sem um er að ræða slæmt efnahagsástand einnar þjóðar og þar með heimila í landinu.
Umgjörð jólanna er það sem við sköpum sjálf eftir efnum og ástæðum og jólin eru "hangikjöt", kartöflur, grænar baunir og malt og appelsín og kerti til að kveikja ljós.
Jólin eru líka skata á Þorláksmessu sem undanfari aðfangadags en afganginn af skötunni er yndislegt að narta í á annan dag jóla.
Kærleikur jólanna í formi gjafa fer eftir mati hvers og eins á efnishyggju samtímans en í raun er eins hægt að setja nokkur orð í jólapakka þar sem maður segir einfaldlega,
" mér þykir vænt um þig og ég vildi segja þér það á jólunum."
Samvera fjölskyldna um jólahátiðina er kærleikur í sinni mynd hins vegar eiga alltaf einhverjir um sárt að binda og þar kemur til sögu að vernda minningar um það góða sem hver gaf af sér hér á jörð.
kv.Guðrún María.
Gleymdist nýliðun í atvinnugreininni ?
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Ekki gat ég komið auga á það atriði hvað á að verða til þess að nýjir aðilar geti komið að þessarri atvinnugrein.
Eitt helsta vandamálið í núverandi kerfi hefur verið það gegnum tíðina að möguleikar nýrra aðila til þess að hasla sér völl hafa illa eða ekki verið fyrir hendi.
kv.Guðrún María.
Kvótafrumvarpið mikið breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkistjórnin er rúin trausti, forsætisráðherra treystir ekki samráðherrum sínum.
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Átti að breyta ákvörðun innanríkisráðherra á fundi í ríkisstjórn, eða hvað ?
Vantraust milli annars vegar forsætisráðherra og innanríkisráðherra er eitthvað sem engin venjuleg ríkisstjórn lætur frá sér fara.
Samfylkingin í heild virðist ekki geta tekið óvinsælar ákvarðanir og upphlaup þingmanna þar á bæ gagnvart þessu máli og ákvörðun ráðherrans er eitt stykki sjónarspil tækifærismennskunnar að sjá má.
kv.Guðrún María.
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun leitin að sökudólgum bankahrunsins , byrgja sýn á framtíðina ?
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Hér er banki um banka frá banka til banka.... og milljarður um milljarð frá milljörðum til milljarða... sem þennan eða hinn er hægt að tengja við.
Þessi umræða dynur enn í eyrum vorum dag eftir dag og stundum dettur manni það í hug að fjölmiðlar séu svo pikkfastir á málamyndatilraunum til þess að gera upp hrunið að það hið sama kunni að vara næstu áratugina, miðað við áherslupunktana í umræðunnni á stundum.
Raunin er nú sú að annar stjórnarflokkurinn sem situr nú við valdataumana í landinu sat í hrunstjórninni og þar áður var stjórn sem landsmenn allir kusu til valda, á þeim stjórnartíma.
Með öðrum orðum við vorum andvaralaus um stjórnarfarið og dönsuðum með þar til dansleiknum lauk, en það er ekki nóg að koma síðar og heimta nýjan dansleik þegar hljómsveitin er hætt og enginn nennir að spila á hlutabréfamarkaði ofursettra yfirvæntinga allra handa.
Það er hins vegar slæmt ef leitin að sökudólgum til að skella skuldinni á, kann að byrgja okkur sýn á framtíðina.
kv.Guðrún María.
Endurreisn hlutabréfamarkaðar með handafli Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna ?
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Hef gagnrýnt það áður og gagnrýni enn að fé í lifeyrissjóðum launþega í landinu sé notað til þess kaupa upp fyrirtæki í erfiðleikum og reka sem aftur hlýtur að skekkja mögulegar markaðsforsendur til skráningar á hlutabréfamarkað.
Hlutabréfamarkað sem meintur tilgangur er að endurreisa af hálfu Framtakssjóðs lífeyrissjóða launþeganna í landinu.
Hversu heilbrigðar markaðsforsendur er þá að finna í þessu sambandi ?
Spyr sú sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
90% eigna á markað innan þriggja ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |