Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Lýðræðið og notkun þess.

Upplýsingabyltingin er vissulega það sem við lifum okkar kynslóð og gerir það að verkum að við getum vitað það sem við viljum vita um framgang mála um víða veröld sem og látið okkar skoðun í ljós.

Bein þáttaka okkar í því að taka ákvarðanir um okkar framtíð þarf hins vegar að koma til sögu í okkar nærumhverfi þrátt fyrir þróun hvers konar í miðlun upplýsinga um víða veröld.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfélagsmiðlar mikilvægari en ríkisstjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun fjármuna í verkefni hins opinbera hjá ríki og sveitarfélögum.

Einu sinni enn vil ég minna á nauðsyn þess að skilgreindur mælikvarði sé til á þjónustustigi, millum sveitarfélaga, í lögbundnum þjónustuverkefnum.

Til dæmis má taka fyrir niðurgreiðslu varðandi mat í skólum, sem og gjöld fyrir leikskóla, þar sem lág gjaldtaka á íbúa, þýddi hærra þjónustustig þess hins sama sveitarfélags.

Sama máli ætti að gegna um alla aðra þjónustu svo sem öldrunarmál, og félagsþjónustu hvers konar.

Sé heimild til útsvarsprósentu sveitarfélaga nýtt til fullnustu ætti ekki að vera mismunur á þjónustu þessari millum sveitarfélaga, en hins vegar hefur það verið raunin og á því þarf að taka.

Mælikvarði á þjónustustig ætti einnig að vera til staðar millum allra opinberra stofnanna, sem aftur þýddi hvata að gæðastjórnun hvers konar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæla árásum á velferðarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver veitti lánshæfismatsfyrirtækjum starfsleyfi ?

Mér segir nú svo hugur um að sama samband og hyggst nú banna birtingar á mati lánshæfismatsfyrirtækja í ríkjum Esb, kunni einmitt að hafa veitt hinum sömu fyrirtækjum brautargöngu hvað varðar hið óhefta markaðsfrelsi allra handa sem átti að skapa hina endalausu velsæld ekki hvað sist í fjármálageiranum.

Hver veit, kanski er þetta tilraun til þess að koma böndum á fjármálageirann sem sleppt var lausum eins og nautum í flagi sem stangað hafa flest undan sér.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar úti í móa í endurvinnslu á sorpi.

Ég vil þakka fyrir afskaplega góða umfjöllun Kastljóss um endurvinnslu á sorpi nú í kvöld þar sem dregið var fram það stefnuleysi og í raun vitundarleysi sem ríkir á fjölmennasta svæði landsins um þessi mál þar sem urðun sorps á án flokkunnar er fyrir hendi þar sem ekkert nákvæmlega ekkert hefur þróast í afar langan tíma.

Þetta er dæmi um mál sem þar sem forsjárhyggja yfirvalda er föst í ákveðnu fari sem menn virðast ekki geta vikið af, þótt allar forsendur liggi til þess að endurvinna allt sem endurvinna má hér innanlands, hver svo sem gerir það, sem ekki skiptir meginmáli.

kv.Guðrún María.


Nær væri að ræða nútíðina í fjármálakerfi landsins.

Get ekki betur séð en þetta nýstofnaða félag sem hér um ræðir sé upprunnið úr Samfylkingunni með það að markmiði að víkka sjóndeildarhring á Evrópusambandsaðild, alltént hafa einungis Samfylkingarmenn komið þar til sögu enn sem komið er.

Aðildarumsókn að Esb, þarf að fresta og hvort þessi ríkisstjórn verður þess umkomin skal ég ekki um segja, en ágætt væri að ræða stöðu hins íslenska fjármálakerfis í nútimanum sem og alþjóðasýn í því sambandi áður en framtíðin er tekin fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ræðir framtíð fjármálakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi gegn konum og úrræði.

Ofbeldi gegn konum er þjóðfélagsmein, og Kastljósið tók það fyrir í gærkveldi, sem er fínt því það er umræða sem skiptir máli í þessu sambandi.

Til þess að vinna á þessu meini í nærumhverfi þarf sú kona sem í slíku lendir að segja nógu mörgum í kring um sig frá meininu í stað þess að fela það sem aftur felur í sér hjálp nærumhverfis sem oftar en ekki getur skipt sköpum í málum sem þessum.

Stuðningur til þess að vinna sig út úr þessum vanda er fyrir hendi af hálfu Kvennathvarfsins, og þangað skyldu konur leita í viðtöl til þess arna.

Líkamlegt ofbeldi er saknæmt athæfi gagnvart einstaklingi hvors kyns sem er, en hvað konur varðar sem beittar eru ofbeldi af karlmönnum þá er þar aflsmunur og kona alla jafna minnimáttar í því sambandi.

Áhorf barna á athafnasemi sem slíka, er eitthvað sem ekkert barn skyldi þurfa að alast upp við, nokkurn tíma.

kv.Guðrún María.


Siðbóta er þörf, óásættanlegt að þingmenn vanvirði forseta Íslands.

Í mínum huga er það sama hvort um er að ræða ráðherra í forsæti fyrir ríkisstjórn landsins, eða ráðherra annars staðar, ellegar óbreytta þingmenn hvar í flokkum sem standa.

Þeim hinum sömu BER að virða forseta landsins í ræðu og riti, hvar og hvenær sem er.

Það er borin von að almenningur geti aukið trú á Alþingi og stjórnkerfi landsins er þeir er þar starfa sýna af sér vanvirðingu sem slika og komast upp með það án þess að á því sé tekið innan flokka ellegar af þingforseta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bréf valda þingmönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaðurinn segi af sér.

Enn heggur þingmaðurinn í sama knérunn hvað varðar vanvirðingu við forseta landsins, og spurning hvort sá hinn sami hafi þar með rofið þann eiðstaf er sá hinn sami sór við stjórnarskrá, við það að setjast sem þingmaður á Alþingi.

Vantraust á þingmanninn væri afar eðlilegt undir þessum kringumstæðum, þar sem sá hinn sami yrði knúinn til að segja af sér.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn friðarspillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfnast frekari útskýringa við.

Það er all undarlegt ef fimmta hvert fyrirtæki innan SA, vantar ófaglært fólk til starfa, á sama tíma og atvinnuleysi er í nýjum hæðum hér á landi.

Fróðlegt væri að fá frekari útskýringar á því hinu sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantar fólk í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er vænt sem vel er grænt.

Grasrótarhreyfingar hafa sprottið upp hér á landi eftir að að allt hrundi úr hinum ýmsu áttum, með mismunandi áherslu á atriði sem berjast skal fyrir til breytinga.

Ekki virðist þó enn komið fram á sjónarsviðið sérstakt stjórnmálaafl kring um þessi grasrótarsamtök, hvað sem verður.

Grasrótin ber hins vegar grasið græna og þar sem margar grasrætur koma saman verða til mörg grös, til vaxtar voru lýðræði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn ræðir við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband