Hver veitti lánshæfismatsfyrirtækjum starfsleyfi ?

Mér segir nú svo hugur um að sama samband og hyggst nú banna birtingar á mati lánshæfismatsfyrirtækja í ríkjum Esb, kunni einmitt að hafa veitt hinum sömu fyrirtækjum brautargöngu hvað varðar hið óhefta markaðsfrelsi allra handa sem átti að skapa hina endalausu velsæld ekki hvað sist í fjármálageiranum.

Hver veit, kanski er þetta tilraun til þess að koma böndum á fjármálageirann sem sleppt var lausum eins og nautum í flagi sem stangað hafa flest undan sér.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í Kína er líka bannað að fjalla um það sem stjórnvöldum finnst óþægilegt.

En matsfyrirtækin hafa engin starfsleyfi, þau þrjú stóru sem ráða 90% af markaðnum eru búsett í Bandaríkjunum og í yfirheyrslum frammi fyrir þarlendum þingnefndum hafa þau ávallt borið fyrir sig stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi. Ráðleggingar þeirra séu ekki settar fram sem fjármálaráðgjöf, heldur almenn álitsgjöf. Forstjórarnir segja fyrirtækin hafa rétt á að tjá sig án þess að taka sérstaka ábyrgð á afleiðingunum, alveg eins og næsti maður. Það er líklega eitthvað til í því en þá hlýtur maður að spyrja hversu trúverðugt slík álitsgjöf er, ef hún er algerlega ábyrgðarlaus?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 23:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það má segja að það sé annað hvort í ökkla eða eyra, þ.e þegar vel gengur bera stjórnmálamenn fyrir sig mat þessara fyrirtækja en vísa því í bug, þegar illa árar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.10.2011 kl. 00:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa skal það sem betur hljómar...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2011 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband