Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Fjölmennasta svæði landsins undir í tilraunaverkefni vísindamanna ?
Þriðjudagur, 18. október 2011
Mér er það óskiljanlegt að slíkar tilraunir fái framkvæmdaleyfi með tilliti til þess hvað þær hinar sömu geta orsakað í formi aukinnnar jarðskjálftavirkni á fjölmennasta byggða svæði landsins nú um stundir.
Er kanski búið að telja okkur trú um að vatnsaflsvirkjanir séu slæmar en jarðhitavirkjanir góðar, með tilliti til umhverfisáhrifa ?
Ég sé ekki betur en verulega skorti á fræðslu til almennings um nýtingu jarðhita og áhrif þess á svæði þau sem eru nýtt sem og mengun þar að lútandi, hvers eðlis sem er.
kv.Guðrún María.
Fjöldi á fundi í Hveragerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Algjör óþarfi að ganga í Evrópusambandið til þess að auka verðmæti íslenskra sjávarafurða.
Mánudagur, 17. október 2011
Málflutningur Þorsteins Pálssonar í Silfri Egils í dag, þess efnis að það sé nauðsyn fyrir okkur að ganga í Esb, til þess að auka verðmæti sjávarafurða, er eitthvað sem ég er einfaldlega ósammála honum um.
Þvert á móti er það þjóðhagslega hagkvæmt fyrir okkur að fullvinna sem mest af hverjum einasta fiski sem dreginn er upp úr sjó hér á landi hér innanlands og selja á okkar eigin forsendum sem fullunna vöru á markaði erlendis, með sjálfsákvörðunarvald yfir eigin fiskimiðum kring um landið.
Allir flokkar á þingi vita að nauðsynlegt er að breyta því markaðsbraskskerfi sem innleitt var í tíð Þorsteins Pálssonar sem sjávarútvegsráðherra, burtséð frá því hvort það heillar Evrópusambandið eða ekki.
kv.Guðrún María.
Rasismi vinstri manna gegn Páli Magnússyni.
Sunnudagur, 16. október 2011
Það hefur satt best að segja verið með ólíkindum að fylgjast með ádeilu um þá ákvörðun stjórnar Bankasýslu að ráða Pál Magnússon til starfa.
Ádeilu sem er ekkert annað en rasismi af verstu gerð, þar sem viðkomandi gagnrýnendur gætu eins komið grímulaust fram og afhjúpað eigin áráttu þess efnis að vilja ráða menn eftir flokksskírteinum í embætti, í þessu tilviki að virðist, átti þarna að koma vinstri maður sem annað hvort var í Samfylkingunni eða Vinstri Grænum.
Ég hafði ekki áttað mig á því að slíkir fordómar fyrirfyndust enn í íslenskum stjórnmálum eins og raun ber vitni.
kv.Guðrún María.
Þingmenn vilja ekki Pál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju voru ekki mótmæli í " góðærinu " ?
Sunnudagur, 16. október 2011
Voru Íslendingar ánægðir með skuldsetningu upp fyrir haus fyrir hrun, í því fyrirséða loftbóluþjóðfélagi sem þar var sýnilega á ferð ?
Voru menn ekki galeiðuþrælar bankanna á þeim tíma ?
Datt einhverjum í hug að endalaus vöxtur og uppsveifla gæti verið raunin, hér á landi sem annars staðar ?
Þeir sem ræddu þessa hluti á tímum " góðæris " voru hrópaðir niður sem úrtölumenn en skammt er stórra högga á milli og þegar allt hrundi, þá hófust mótmælin er allt var farið norður og niður og annar hver maður er sérfræðingur í efnahagsmálum einnar þjóðar.
Einn góður maður sagði við mig á sínum tíma, það er best að eiga ekki neitt hér á landi, þá tapar þú ekki neinu og það kann að vera að sú sé raunin.
Ofvaxið fjármálaumhverfi hjá smáþjóð er kapítuli út af fyrir sig og við Íslendingar aftarlega á merinni að aðlaga bankastarfssemi að þörfum miðað við stærð markaðar í einu landi.
Það er maðurinn sem býr til lagaumhverfi fjármálamarkaðar ekki fyrirtækin sem þar starfa, það er ágætt að halda því til haga til framtíðar.
kv.Guðrún María.
Mótmæli í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlum við að standa vörð um okkar heilbrigðisþjónustu ?
Laugardagur, 15. október 2011
Ég lít svo á að það sé miklu meira en kominn tími til þess að fólk taki sig saman um að stofna hópa er standa vörð um það atriði að sú þjónusta sem við skattgreiðendur höfum byggt upp sé ekki rifin niður með flötum niðurskurði á fjárlögum einnar ríkisstjórnar í landinu.
Það er auðvelt að rífa niður en erfiðara að byggja upp.
LSH, hefur unnið þrekvirki í því efni að hagræða og spara undir stjórn núverandi forstjóra stofnunarinnar, á tímum þrenginga og eðli máls samkvæmt ætti sú hin sama stofnun að njóta þess að hafa áorkað sliku við fjárlagagerð til næsta árs.
Það kemur ekki heim og saman að sjúkrahús er tekur fallið af flest öllum skerðingum annars staðar i heilbrigðiskerfi voru sé ekki varið hvað varðar útgjöld til starfssemi á fjárlögum.
Ég sakna þess að heyra eitthvað frá þingmönnum á þingi um þessa ráðstöfun mála.
kv.Guðrún María.
Breyttur Landspítali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilaboð til ráðherra og Alþingis um framkvæmd almannatrygginga.
Föstudagur, 14. október 2011
Sú er þetta ritar slasaðist í vinnuslysi í fyrra, þá í 75 prósent starfi og atvinnulaus sem nemur 25 prósentum, þar sem greidd voru iðgjöld af atvinnuleysisbótum í stéttarfélag.
Eftir langa leit þar sem mér hefur verið vísað frá Pontíusi til Pílatusar innan kerfisins, þ.e. ég látin afla gagna og sækja um en síðan vísað frá hjá TR, virðist það koma í ljós að TR, getur ekki skipt sundur slysadagpeningum í hlutföll, eins og hægt er með sjúkradagpeninga og stofnunin segir að sé lögum samkvæmt.
Það gerir það aftur að verkum að einstaklingur sem verður óvinnufær vegna slyss, má þola það að ENGINN bætir þennan mismun í formi lágmarksalmanntryggingaréttar þrátt fyrir greiðslur iðgjalda af atvinnuleysisbótum i sjóði félaga.
Vinnuveitandi launamanns sem slasast og er í 75 prósent starfi fær greidda 100 slysadagpeninga en ekki 75 prósent, meðan viðkomandi launamaður nýtur launaréttar samkvæmt samningum.
Rétt skal vera rétt og þótt hér sé um litlar upphæðir að ræða þá skipta þær máli fyrir þann sem ekki getur með nokkru móti umbreytt stöðu sinni og iðgjaldagreiðslur í verkalýðsfélög hverju sinni ættu að vera forsenda lágmarksalmannatrygginga í þessu sambandi, en þannig er það EKKI, og því vek ég hér með athygli á því hinu sama.
kv.Guðrún María.
Kveikti á kerti af gömlum vana.
Föstudagur, 14. október 2011
Þar sem rafmagnið blikkaði þá kveikti ég á kerti á sama tíma af gömlum vana sem er einfaldlega tilkominn vegna þess að rafmagnsleysi var alvanalegt í minni sveit undir Eyjafjöllum hér einu sinni, ef eitthvað var að veðri.
Einu sinni í þrumuveðri sprakk gamli sveitasíminn heima í orðsins fyllstu merkingu þar sem elding náði inn í tækið.
Í einu ofsaveðri undir Fjöllunum brotnuðu að mig minnir fjórtán staurar í rafmagnslínu á svæðinu, en oft var rafmagnslaust af samslætti í línum sem sló út spennistöðvum, en tíma tók fyrir menn að komast á staðinn og slá inn aftur.
Frá því ég flutti á höfuðborgarsvæðið man ég ekki eftir rafmagnsleysi sem varað hefur langan tíma.
kv.Guðrún María.
Rafmagn sló út vegna eldinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Vegagerðin með aðgerðir á prjónunum ?
Föstudagur, 14. október 2011
Menn hljóta að þurfa að fylgjast hvað er að gerast í Fljótshverfi varðandi framburð ösku í ám þar eins og undir Eyjafjöllum.
Sé það svo að ekki sé nú þegar til fjárveiting í þetta verkefni þá þarf að finna til þess fé og vinna í málinu áður en eyðilegging er komin til sögu og bóndinn þarf að bregða búi vegna náttúruhamfara.
kv.Guðrún María.
„Bærinn leggst af“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna þarf yfirregnhlífabandalög stéttarfélaga, hvað kostar það ?
Föstudagur, 14. október 2011
Ég hef ekki heyrt eitt orð um það að hagræðing hafi komið til sögu í starfssemi verkalýðsfélaga þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt í einu landi, og mér er nú sem fyrr óskiljanlegt hvers vegna þarf sérstök yfirregnhlífabandalög yfir einstök stéttarfélög launamanna.
Ef einhver getur svarað þeirri spurningu um hvers vegna slíkt þarf þá eru slík svör vel þegin.
kv.Guðrún María.
Samstaða mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreinskilin frásögn fyrrum heilbrigðisráðherra.
Föstudagur, 14. október 2011
Það er stundum hollt að skoða hin ýmsu mál í ögn víðara samhengi, þar sem sagan geymir oft fróðleik sem hefur heilmikið erindi við almenning eins og um er að ræða í þessu tilviki varðandi Sogn og réttargeðdeildina sem þar var sett á fót.
Sighvatur lýsti það aðstæðum sínum sem ráðherra og aðgerðum varðandi þessi mál, þ.e.hvar hann rak sig á veggi og hvernig hann vann úr því og hvernig hann tók ábyrgð á eigin athafnasemi í þvi efni.
Framganga hans sem ráðherra þessa málaflokks er öðrum til eftirbreytni að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Í einangrunarklefa í 27 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |