Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Fullveldisafsal og áhrifaleysi ef gengið væri í Esb, orð að sönnu.

Í raun og veru er það stórundarlegt að ekki skuli vera búið að taka ákvörðun um að fresta aðildarumsókn að Evrópusambandinu nú þegar af hálfu stjórnvalda hér á landi, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvað þar er að gerast.

Það er fínt að fá skelegga blaðamenn sem Martin Wolf til þess að tala sig út um hlutina eins og þeir eru varðandi fullveldisafsal og áhrifaleysi við inngang í bandalag þetta.

Hinir þröngsýnu hagsmunir stefnu eins stjórnmálaflokks í máli þessu hér á landi, koma til með að verða að athlægi í alþjóðlegu samhengi er fram líða tímar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ er óþarft regnhlífabandalag og tímaskekkja í nútíma verkalýðsmálum.

Rétt einu sinni enn fer formaður ASÍ mikinn líkt og hann væri formaður í stjórnmálaflokki sem hann er ekki.

Hér misbýður hann hluta launamanna í landinu sem eru andvígir aðild að Evrópusambandinu og viðhefur áróður í krafti stöðu sinnar í þessu regnhlífabandalagi.

ASÍ er tímaskekkja og óþarfa kostnaður þar sem félögin geta samið hvert fyrir sig ellagar komið sér saman um samninganefndir við kjarasamningagerð hverju sinni.

Skipulag þessara mála hér á landi er því miður enn í ætt við ráðstjórnarríkin gömlu sbr, miðstjórn ASÍ, og hagfræðingadeild innan sambandsins svo ekki sé minnst á verðlagseftirlit.

Allt saman óþarfa kostnaður og eyðsla á fjármunum launamanna í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérþekking í stjórnmálum, endurreisir trúverðugleika.

Nákvæmlega rétt eins og það er út úr kú að tala niður embætti forseta Íslands af hálfu þeirra sem fara með stjórnvald sem meirihluti í landinu, þá er það einnig út úr kú, að Alþingi skipti sér af framkvæmdavaldi er falið hefur verið hlutverk í ráðningarmálum stjórnsýslu hins opinbera með lagasetningu þar að lútandi sem viðkomandi hafa sjálfsagt allir samþykkt.

Málið snýst því um sérþekkingu á stjórnmálasviðinu í raun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf að endurreisa trúverðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömu þjónustuúrræði séu í boði í hverju sveitarfélagi landsins.

Því miður hefur nokkuð á það skort að sömu úrræði séu til staðar fyrir einstaklinga burtséð frá því hvar þeir hinir sömu búa á landinu.

Ég lít svo á að mjög mikilvægur þáttur sé að hvert og eitt einasta sveitarfélag sinni skyldu sinni gagnvart fötluðum, með úrræðum að þörfum sem vissulega ætti að vera hægt að sníða stakk eftir vexti á hverjum stað fyrir sig.

Samræmis þarf að gæta varðandi það atriði að fjármagn til málaflokksins sé fyrir hendi í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meiri einmanaleiki með aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með kjarasamninga í vinnumarkaði ?

Munu kjarasamningar halda er gerðir hafa verið á vinnumarkaði samkvæmt þessarri spá ?

Ég sakna þess að sjá ekkert um það hið sama en aukin atvinnutækifæri skapa eðli máls samkvæmt hagvöxt, svo fremi skattlagning hins opinbera letji ekki til þess arna.

kv.Guðrún María.


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru góð ráð dýr í hinum pólítiska kattaþvotti.

Það vandast heldur betur málið varðandi Bankasýsluna, þar sem fulltrúar stjórnarflokkanna sem hrópað hafa úlfur úlfur, sitja nú eftir með fæturna ofan í hinum pólitíska pytti í raun, pólítiskum pytti þar sem afskipti þeirra hinna sömu urðu þess valdandi að gera stofnun þessa óstarfhæfa um sinn.

Mun meirihluti sitjandi stjórnarflokka þurfa að leggja blessun sína yfir ráðningu innan þessarar stofnunnar áður en ráðið er í framtíðinni og hvað gæti slíkt kallast ?

Pólítískar ráðningar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi formúlur vestrænna hagkerfa, hafa runnið sitt skeið.

Fjarlægð stjórnmálamanna frá vandamálum hagkerfa er ekki einsdæmi hér á landi, heldur er um að ræða ákveðinn fjarlægðarvanda um allan hinn vestræna heim, þar sem menn gera sér enn ekki grein fyrir því að nútíma aðferðir þarfnast endurskoðunnar við og nýrrar hugmyndafræði er þörf.

Hugmyndafræði þar sem fleira en stærðarformúlur einar og sér í samsöfnun þjóða sem markaðsbandalaga kunna að vera það sem seint verður kallað þróun.

Jafnframt þarf hvert einasta þjóðfélag að vinna niður þann vanda sem núverandi formúlur hafa skapað, og hugsa um eigin þjóðarhag og aðlaga aðstæður í eigin landi að þörfum landsmanna, þar sem viðurkenna þarf offjárfestingar þær sem formúlukerfið hefur orsakað og niðurfæra tölur sem aldrei munu koma til með að vera raunverulegar í neinu samhengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Plástur á deyjandi sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttvirtur forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, ég skora á þig að bjóða þig fram að nýju.

Í mínum huga er skýrt að óska eftir því að núverandi forseti bjóði sig fram að nýju, þar sem embætti forseta hefir verið öryggisventill almennings í landinu við misvitra ákvarðanatöku í tíð núverandi stjórnvalda.

Hin gífurlega vanvirðing sitjandi flokka í ríkisstjórn gagnvart forseta er eitthvað sem endurspeglar þá einföldu staðreynd að hvorugur þessarra flokka var eða er stjórntækur í raun.

Með öðrum orðum, fulltrúar sitjandi stjórnvalda virða ekki gildandi stjórnarskrá landsins og ákvarðanir forseta er hafa gengið gegn þeirra eigin hugmyndum um aðferðafræði, þar sem almenningi var falið vald til ákvarðana.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eigum kost á að skipta um forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarleg þróun.

Mér finnst þessar tölur háar, og um að ræða alvarlega þróun þar sem enginn á að þurfa að vera beittur ofbeldi í störfum sínum, þar sem til þess á að vera nægilegur mannafli að störfum við hinar ýmsu aðstæður.

Sérstök öryggisgæsla á að vera hluti af starfssemi sjúkrahúsa að mínu áliti en ég efa að slíkt sé til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Starfsfólk beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hefur lítið heyrst í Öryrkjabandalaginu undanfarið.

Stundum virðist það sem svo að hin ýmsu hagsmunafélög í landinu séu illa eða ekki sýnileg í baráttu fyrir hagsmunum sinna skjólstæðinga.

Sjaldan hefur hins vegar verið meiri þörf fyrir varðstöðu um hagsmuni þeirra sem í engu geta umbreytt tekjustöðu sinni vegna heilsutaps.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn þrengt að öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband