Það hefur lítið heyrst í Öryrkjabandalaginu undanfarið.

Stundum virðist það sem svo að hin ýmsu hagsmunafélög í landinu séu illa eða ekki sýnileg í baráttu fyrir hagsmunum sinna skjólstæðinga.

Sjaldan hefur hins vegar verið meiri þörf fyrir varðstöðu um hagsmuni þeirra sem í engu geta umbreytt tekjustöðu sinni vegna heilsutaps.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn þrengt að öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÖBÍ er eins máttlaust og bankaeftirlitið. Hagsmunasamtök, sem virðast vera í eigu Ríkisins, því ekki berjast þau fyrir öryrkjana; ropa aðeins út úr sér heitu lofti af og til, til að viðhalda ímyndinni.

Skorrdal (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 03:55

2 Smámynd: Sandy

   Ef ég man rétt þá duga ekki einu sinni Hæstaréttadómar til að leiðrétta stöðu öryrkja, ég man ekki betur en að Davíð Oddson hafi hunsað niðurstöður dómsins þó ríkið hafi tapað.  En það er alveg rétt hjá þér Guðrún María þetta er alveg voðalegt ástand, því ekki einu sinni tekur ASÍ upp baráttu fyrir öryrkja, jafnvel þó mikið af öryrkjum hafi áunnið sér rétt innan verkalýðshreyfingarinnar.

  Þegar bankarnir hrundu, var Árni Páll Árnason sem þá var Félagsmálaráðherra, spurður í þætti hjá Ingva Hrafni á ÍNN hvers vegna ríkisstjórnin hefði byrjað á að skerða hjá öryrkjum og eldriborgurum,var svar hans það,(kannski ekki haft orðrétt eftir,en meiningin var þessi) að auðveldast væri að fara í þann málaflokk til skerðinga, þar sem ríkinu vantaði peninga strax. Á þessu svari getur maður séð hverslags fólk það er sem gengur í forystu fyrir þjóðina.

Sandy, 23.10.2011 kl. 06:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur það haft áhrif að formaður Öryrkjabandalagsins er flokksbundinn í VG og vilji ekki "styggja" flokksforystuna???

Jóhann Elíasson, 23.10.2011 kl. 08:51

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Þetta er óttalega lélegt annað verður ekki sagt.

Já Jóhann það kynni nú að hafa áhrif í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband