Orðagjálfur annað ekki.

Það er ekki nóg að það sé skoðun eins Vestfjarðaþingmanns Samfylkingar úr ríkisstjórnarflokkum að afnema eigi kvótakerfið, ef orðum þeim fylgja engar athafnir og ekki hefur verið hægt að vinna því máli brautargöngu á þingi.

Flokkur sem vill koma fiskveiðistjórninni undir yfirráð í Brussel, og hefur lengst af verið skoðanalaus um málefni þessi, er harla marklaus með gífuryrði hvers konar.

Samstarfsflokkurinn og sá ráðherra sem fer með málaflokkinn sendir bréf til stjórnlagaþings þar sem sá hinn sami, óskar eftir þvi að sett verði ákvæði um auðlindir í stjórnarskrá, líkt og það sé á hans verkssviði að skipta sér af því hvað þar fer fram, hvað þá að það muni breyta einhverju um aðgerðir þeirrar stjórnar er nú situr.

Þessi ríkisstjórn treystir sér ekki til þess að breyta miklu í þessu máli, þótt látið sé í veðri vaka, enda líður á seinni hluta kjörtímabils.

kv.Guðrún María.


mbl.is Afnemi kvótakerfið strax í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband