Hvenær tilkynnir ríkisstjórnin hvað á að gera í framhaldinu ?

Ég hef enn ekki séð formlega tilkynningu sitjandi valdhafa um hvað skal gera í framhaldi þess að Hæstiréttur ógilti niðurstöðu stjórnlagaþingskosninganna.

Það verður mjög fróðlegt að vita hve lengi við þurfum að bíða eftir formlegri tilkynningu þess efnis.

Ráðherrar geta ekki beðist afsökunar, þótt Landskjörstjórn hafi sagt af sér og einhvern veginn læðist sú tilfinning að manni að menn viti ekki hvert ferðinni sé heitið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.

Geri þau það ekki  er allt þeirra tal og öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.

Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson o.fl

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 08:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek undir það Ólafur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband