Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Afleiðingar eldgossins áfram sýnilegar.
Þriðjudagur, 7. september 2010
Öskurykið sem umlukti höfuðborgarsvæðið í dag var álíka því og kom hér í byrjun júní að mig minnir, þar sem ryk fór einnig yfir heilsuverndarmörk.
Ákveðin innilokunartilfinning, hitti mig fyrir nú eins og þá að horfa að sólina gegnum öskuskýið, hins vegar er það svo skrýtið að eins mikið og ég hefi fundið fyrir svifryksmengun af götum borgarinnar yfir vetrartímann þegar nagladekkin eru komin undir, þá vill svo til að ég finn ekki sömu heilsufarslegu einkenni asthmans með öskunni, enn sem komið er.
Kanski er það spurning um hvort ástandið varir dag og dag eða marga daga í einu, kann að vera ellegar þá að askan kunni að vera skárri en efnasamsetningin sem kemur upp af spændu malbiki.
Við ráðum ekki við að stjórna náttúruöflum svo sem eldgosum, en við getum stuðlað að því að minnka magn bifreiða er aka innanbæjar á auðum götum á nagladekkjum.
Mér varð nefnilega hugsað til þess í dag, hvernig það yrði ef öskurykið og nagladekkjasvifrykið kæmi saman hér í vetur.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svifrykið í rénun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síðan hvenær urðu " loforð kaupmanna " eitthvað sem Verkalýðshreyfingin gengur erinda um ?
Þriðjudagur, 7. september 2010
Hvernig væri að draga fram handabandayfirlýsingar allra handa gegnum tíðina við ríkisstjórnir þessa lands, þar sem ekki stendur steinn yfir steini í því hinu sama, hvað varðar eftirgöngu hinnar handónýtu verkalýðshreyfingar í landinu sem leggja mætti niður í heild að undanskildu Verkalýðsfélaginu á Akranesi.
Alþýðusamband Íslands er ónauðsynlegt miðstýringarapparat í nútíma þjóðfélagi, ekki hvað síst á vegum launamanna í landinu og þvi fyrr því betra sem nauðsynleg uppstökkun verður á þessu miðalda afdala fyrirkomulagi hér á landi, sem allra síst gagnast launamönnum sjálfum eins og það er.
Nú er það nýjasta í yfirlýsingum að " loforð kaupmanna " hafi ekki gengið eftir, og þess vegna hafi krónan ekki styrkst........osfrv.
Ef " loforð kaupmanna " eru allt í einu uppi á borði verkalýðshreyfingar sem atriði er menn hafa treyst á til þess að kjarasamningar og kaupmáttur haldi,
þá er það orðið einkennileg samningagerð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Matarverð lækkar ekki í takt við gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samtökum Atvinnulífsins hefur ekki verið falið að setja fram kröfur fyrir launþega !
Þriðjudagur, 7. september 2010
Það sem Vilhjálmur Egilsson telur eðlilegt sem prósentutölu hækkana til handa launamönnum, kann að stangast verulega á við þann raunveruleika sem launamenn upplifa varðandi kaupmátt launa í landinu.
Hinn alvanalegi hræðsluáróður vinnuveitenda varðandi verðhækkanir ef laun hækka, er hér einnig meðferðis að sjá má eins og verið hefur lengi.
Afnám verðtryggingar ætti að geta hent þeim hinum sama áróðri fyrir borð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óttast verðhækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar liggja mistökin ?
Þriðjudagur, 7. september 2010
EF það er svo að Eftirlitsnefnd sveitarfélaga sendir frá sér lista um sveitarfélög í vanda sem síðan kemur í ljós að er ekki réttur, þá hlýtur einhver að spyrja, hvar liggja þau hin sömu mistök ?
Hverjir sitja í nefndinni ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Vestmannaeyjabær ekki í fjárhagsvanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bakkafjara mun ekki umlykja Eyjar.
Þriðjudagur, 7. september 2010
Ég held að það sé afskaplega ólíklegt að Bakkafjara muni umlykja Eyjar, þar sem útburður ánna er fyrir það fyrsta ekki nægilegur til þess arna og í öðru lagi, eru straumar svo sterkir að sunnan að útburðurinn þvælist fram og til baka um strandlengjuna án þess þó að fjaran teygi sig út.
Því til viðbótar er mjög aðdjúpt við strandlengjuna undir Eyjafjöllum, og út í Landeyjar, mér best vitanlega.
kv.Guðrún María.
![]() |
Mun Bakkafjara umlykja Eyjar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðurkenna stjórnvöld mistök við stjórn efnahagsmála ?
Mánudagur, 6. september 2010
Var að hlusta á viðtal við Sigurð G. Guðjónsson, í Silfri Egils, og er sammála flestu sem kom fram hjá honum, varðandi það atriði að stjórnvöldum hefur verið gjörsamlega ómögulegt að eygja forsendubrest þann sem til varð um fjárskuldbindingar landsmanna.
Sé það svo að stjórnmálamenn í sitjandi ríkisstjórn landsins, geti ekki lengur tekið ákvarðanir á sviði efnahagsmála á eigin spýtur hér á landi, þá er illa komið.
Hin mikla tilhneyging þess efnis að koma sér frá ábyrgð á ákvarðanatöku, um mál sem þarf að taka ákvarðanir um hefur verið vel sýnileg í þessu stjórnarsamstarfi og svo sem áður en til hruns kom.
Þar firra menn sig ábyrgð skýla sér bak við embættismenn, sem er aumt.
Hlusta nú á Jón Baldvin fabúlera um stjórnmálin hjá Agli, en ég hef hlustað á Jón Baldvin áratugum saman í íslenskri pólítík og yfirleitt talið hann tækifærissinna þótt hitti naglann á höfuðið öðru hvoru.
Hann stendur vörð um sína menn með hinum venjulega skóflumokstri gagnrýni á aðra flokka í stað þess að hefja sig nú yfir flokkslínur er hann hefur gengið út úr pólitík.
Það fer Jóni illa nú að ræða um óréttlæti í kvótakerfinu, hafandi uppáskrifað það sjálfur á sínum tíma svo ekki sé minnst á það að hafa þá engu áorkað öll árin síðan til umbreytinga í stefnu jafnaðarmanna allra handa hér á landi sem lengst af höfðu enga einustu skoðun á málinu.
Þetta heitir tækifærismennska.
kv.Guðrún María.
Við lifum í blekkingaþjóðfélagi Íslendingar, þar sem fjarlægðin frá raunveruleikanum er alger.
Sunnudagur, 5. september 2010
Það þarf sterk bein til að þola góða tíma stendur í hinni helgu bók Biblíunni og það eru orð að sönnu, og sú hin mikla fjarlægð ráðamanna frá raunveruleika þeirra sem lifa og starfa í einu þjóðfélagi hefur ef til vill aldrei verið sýnilegri en nú sem og fyrir það hrun sem eitt þjóðfélag mátti meðtaka af misviturri fjármagnsumsýslu allra handa.
Ráðherrar ríkisstjórna hafa ekki minnstu hugmynd um það hverjar aðstæður fólksins í landinu eru við það að lifa eftir því fyrirkomulagi sem umgjörð skatta og launa í landinu skapar.
Ekki minnstu hugmynd, því miður og hvers vegna skyldi það vera ?
Jú viðkomandi hefur setið á þingi lengi og er þess vegna í ráðherrastóli þar sem laun eru langt, langt frá þeim launum sem almenningur í landinu tekur fyrir sína vinnu.
Fjarlægð launa alþingismanna hefur í áranna raðir fjarlægst launamenn í landinu svo ekki sé minnst á það atriði að laun í meintu frjálsu markaðssamfélagi hafi fjarlægst laun alþingismanna.
Þvílíkur og annars eins ruglukollaragangur sem þar er í gangi, mun vera hægt að skrifa á þá sem eiga að heita að hafi menntun til þess að reikna út kaup og kjör en eru ef til vill einnig með laun sem eru langt frá þeim er taka þarf laun af lægstu töxtum á vinnumarkaði.
Fjarlægðin frá þeim raunveruleika sem ráðstafanir hvers konar byggjast á sem og tillögugerð, er því fjarri þeim raunveruleika sem til staðar er, sem aftur gerir það að verkum að " jöfnuður þjóðfélagsþegna er hjómið eitt, og ekkert breytist alveg sama hvað flokkar heita er komast að valdataumum frá hægri til vinstri.
kv.Guðrún María.
Ekki mál af því tagi sem kemur íslenskum þingmönnum nokkurn skapaðan hlut við.
Sunnudagur, 5. september 2010
Það skal tekið fram að ég ber ágæta virðingu fyrir störfum Birgittu á þingi og tel hana almennt hafa staðið sig vel sem kjörinn fulltrúa þjóðarinnar, en þetta mál er mál sem er alveg utan þess að kjörnir fulltrúar þings eigi að vera gefa yfirlýsingar um yfir höfuð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Birgitta vill að Assange víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt með öfga ismaskilgreiningar í formi femínisma, kommúnisma, eða annars.
Laugardagur, 4. september 2010
Gallinn við öfgahyggju hvers konar er sá að sú hin sama tekur ekki mið af öðru en áhuga á einhliða framgöngu einstefnu sjónarmiða svo sem það atriði að gefið mál sé að, nógu margar konur í einni ríkisstjórn komi til með að þjóna markmiðum kvenna í samfélaginu, sem er sannarlega ekki gefið.
Það atriði að eitt samfélag þjóni konum eingöngu hlýtur einnig að þýða það að slíkt sé á kostnað hins kynsins, sem skekkir eðlilegt samhengi mála þar sem karl og kona byggja eitt samfélag saman.
Hér á landi er raunin því miður sú að þrátt fyrir Femínistafélag og alls konar kvennasamtök allra handa í hinum ýmsu málum hefur umbótum þess efnis að bæta launakjör hjá konum á almennum vinnumarkaði, ekki verið þokað nokkurn skapaðan hlut, nema síður sé.
Tilgangur öfgabaráttu skilgreininga hvers konar fellur því að hluta til um sjálft sig en vissulega finnast þar undantekningar á.
kv.Guðrún María.
![]() |
Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilvalinn tími til þess að taka vísitölutengingu launa og verðlags úr sambandi í eitt skipti fyrir öll.
Laugardagur, 4. september 2010
Þegar sú staða er uppi að engar " markaðsaðstæður " eru fyrir hendi í einu þjóðfélagi, til hvers í ósköpunum er vísitölutenging launa og verðlags til staðar ?
Gefur það ekki augaleið að skattar þeir sem stjórnvöld hafa nú þegar hækkað upp úr öllu valdi, valda samtímis hækkun verðlags í landinu, þar með talið á lánum þeim sem fjármálastofnanir í eigu ríkisins innheimta illa eða ekki nokkurn skapaðan hlut af er skattpíndir launamenn eiga í hlut ?
Hér er fáránleg rússnesk rúlletta i gangi, sem skilar engu þegar upp er staðið og mun nærtækari aðferð hefði verið fyrir sitjandi ráðamenn að lækka tekjuskatt til þess að örva hagkerfið, og draga samtímis saman í þjónustu hins opinbera.
kv.Guðrún María.
![]() |
Erfitt að spá um gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |