Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ég sótti í fyrsta skipti um styrk úr sjóði verkalýðsfélagsins míns eftr 34 ára greiðslur í sjóði, og var synjað.

Vegna mikilla útgjalda er varða heilsufar á mínu heimili sótti ég í fyrsta skipti á ævinni um styrk úr sjóði verkalýðsfélags þess sem ég tilheyri nú á vinnumarkaði og heimilt er að sækja um styrk úr.

Ósk minni þess efnis var synjað en rökstuðning fyrir þeirri hinni sömu ákvörðun fæ ég ekki að sjá, þannig eru reglur þær sem gilda um starfssemi þessa.

Gegnum tíðina hefi ég gagnrýnt verkalýðshreyfinguna harðlega fyrir aulahátt við það að standa vörð um kaupmátt launþega á vinnumarkaði og kanski var mér hafnað vegna þess, það mun ég ekki fá að vita um.

Aumt er það eigi að síður að sækja um slikt eftir þetta langan tíma á vinnumarkaði með stöðugum greiðslum í sjóðina, og fá synjun við slíku.

kv.Guðrún María.


Verkalýðshreyfingin taki til í eigin ranni.

Hvaða heil brú er í því að eitthvað yfirregnhlífabandalag verkalýðsfélaga ASÍ sé með kostnaðarsaman rekstur þar sem sérstakur formaður þiggur laun sem eru hærri en laun alþingismanna, og einnig sérstakan hagfræðing, og verðlagseftirlit ?

Með öðrum orðum búið að búa til aukakostnað sem launþegar í landinu greiða fyrst og síðast.

Eftir því sem apparat þetta hefur vafið upp á sig því lélegri hafa samningar um kaup og kjör orðið, því miður.

Það hið sama átti sér stað áður en hrunið kom til sögu hér á landi.

Hvar eru siðareglur verkalýðshreyfingar varðandi það atriði að sýna það og sanna að hreyfingin gangi ekki erinda ákveðinna pólítískra sjónarmiða ?

Færa þarf umsýslu fjármuna lífeyrisjóðanna langt frá þeim er semja um kaup og kjör í landinu sem allra fyrst, og vinnuveitendur hafa ekkert að gera í stjórnir sjóða þessara, ekkert eðli máls samkvæmt.

Verkalýðshreyfingin á ekki að skipta sér af pólítik í landinu, frekar en stjórnvöld af kjarasamningum á vinnumarkaði, nema þegar stjórnvöld eru viðsemjendur.

Uppstokkunnar er þörf.

kv.Guðrún María.


mbl.is Krónan þarf að styrkjast meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sameiginlegt fjármálaeftirlit var til staðar í Evrópu, fyrir hrun....

Þetta er það sem maður vissi að auðvitað opnuðu menn landamæri fjármagnsflutninga út og suður án þess að nokkuð einasta sameiginlegt eftirlit væri til staðar af hálfu Evrópusambandsins sérstaklega sem þessi frétt segir til um því nú fyrst eru menn að dröslast við að taka ákvarðanir um að koma slíku á fót.

Ég efa ekki að almenningur í Evrópu hafi talið að slíkt væri fyrir hendi, en þessi ákvörðun segir okkur Íslendingum það að ábyrgðin á Icesave er ekki frekar okkar en annarra þjóða er opnuðu landamæri sín fyrir fjármagnsstarfssemi hvers konar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Evrópskt fjármálaeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þessi ríkisstjórn breytt einhverju varðandi einkahlutafélögin og skatta til sveitarfélaga ?

Ég verð að játa það að ég hefi ekki fylgst nógu vel með til þess að skoða hvort einhverjar breytingar hafi komið til sögu hjá þessari stjórn, varðandi það atriði að einkahlutafélög greiði annað en 10 prósent fjármagnstekjuskatt.

Sveitarfélög þau er hýsa þau hin sömu einkahlutafélög sjá til þess að kosta alla utanumgjörð þeirrar hinnar sömu starfssemi hvers eðlis sem er, án þess þó að hafa haft nokkra tryggða tekjustofna til þess arna og margsinnis hafa forsvarsmenn Sambands sveitarfélaga bent á hið sama, er skerðir tekjur sveitarfélaga vissulega all mikið.

Væntanlega hefur félögum þessum fækkað eitthvað en eigi að síður hlýtur að þurfa að skapa tekjustofn til handa sveitarfélögum af starfssemi sem þessari, ef það hefur ekki nú þegar verið gert.

kv.Guðrún María.


mbl.is Alvarleg staða sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf bein í nefinu til að vera heilbrigðisráðherra.

Ég óska Guðbjarti alls góðs í hinu nýja starfi sem ráðherra, en það þarf að hafa bein í nefinu til að stjórna umfangsmesta málaflokki þjóðarinnar af kostnaði talið á fjárlögum ár hvert.

Vonandi er það að finna hjá Guðbjarti, þvi verkefnin framundan til viðbótar við sameiningu félagsmálaráðuneytis eru umfangsmikil vægast sagt.

Ég skora hér með á nýjan ráðherra að koma á fót embætti Umboðsmanns sjúklinga í landinu sem hvoru tveggja getur staðið vörð um réttindi sjúklinga í flóknu kerfi sem og létt stjórnvöldum það verk að koma auga á ágalla kerfisins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lyklaskipti í heilbrigðisráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og nú verður Ögmundur aftur rólegur.

Væntanlega verður ekki eins mikið um gagnrýni á ríkisstjórnina af hálfu Ögmundar Jónassonar eftir að sá hinn sami er aftur kominn í ráðherrastól.

EF til vill tekur einhver annar við varðandi gagnrýni á ríkisstjórnina,
hver veit ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögmundur tekur við dómsmálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kosta þessar ráðherrahrókeringar ?

Voru gerðir starfslokasamningar við utanþingsráðherrana ?

Fara fyrrverandi ráðherrar á biðlaun eða beint á þingmannalaun ?

Yfirlýsingar Steingríms um " hreina vinstri stjórn " eru hálf hlægilegar einkum og sér í lagi þar sem línan milli kaptítalisma og kommúnisma er ekkert sérstaklega sýnileg og stjórnin gæti allt eins verið lengst til hægri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hrein pólitísk vinstristjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn mun reynast kjölfesta til framtíðar.

Framsóknarflokkurinn lagði til einn flokka fyrir síðustu þingkosningar niðurfærsluleið varðandi fjárskuldbindingar landsmanna sem flest allir sjá nú í dag að var fyrirhyggja sem betur hefði verið fyrsta aðgerð nýrrar ríkisstjórnar í landinu.

Á þeim tíma hafði ég sjálf ekki gengið til liðs við flokkinn, en varð fljótlega að viðurkenna að þessi leið var sú eina færa leið sem hægt var að fara til að forða algeru hruni heimila og atvinnulífs í landinu.

Því miður var sú leið ekki valin af þeim er settust við valdatauma, en ég er sannfærð um það að því fyrr sem Framsóknarflokkurinn kemur að valdataumum að nýju því betra fyrir íslenskt samfélag, því reynsla fortíðar og sýn á framtíðina er eitthvað sem núverandi kjörnum fulltrúum Framsóknarflokksins, sem eru af yngri kynslóð þessa lands hefur öðlast að eygja.

Framsóknarflokkur hefur oftar en ekki staðið á bremsunni hvað varðar félagshyggju og jöfnuð í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, það sést í söguskoðun mála allra og ég efa ekki að kjarkur sá og dugur sem finna má hjá þeim fulltrúum flokkins er sitja nú á þingi mun nýtast þjóðinni til framfara.

kv.Guðrún María.


mbl.is 16% myndu skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þér er fyrirgefið Þórunn.

Það mætti sjá meira af þvi sem hér kemur fram hjá viðkomandi þingmanni, þ.e að menn kunni að biðjast afsökunar á því sem miður fer.

Raunin er sú að hið sama skiptir máli, alltaf á öllum tímum.

Hver einn og einasti maður hvar í flokki sem stendur er maður að meiri fyrir að kunna að biðjast afsökunar.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ég biðst innilega afsökunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaflaraleikhúsið á fjalirnar.

Það er afar ánægjulegt að sjá að tekist hefur að semja um menningarstarfssemi í bænum, og að sjá má frábærir listamenn á ferð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið við Gaflaraleikhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband