Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Ábyrgð stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórninni og vanhæfni flokka til umfjöllunnar um sig sjálfa.

Það er sérkennilegt að fulltrúar Samfylkingar sem sæti átti í ríkisstjórn þeirri sem mun þurfa að taka ábyrgð að sitja við hrunið, sé einnig með sína flokksmenn nú að skoða aðferðafræði eigin flokks um mál öll.

Flokks sem Vinstri Hreyfingin grænt framboð var tilbúin til þess að hoppa í ríkisstjórn með þrátt fyrir þáttöku við stjórnvöl hrunsins og má segja að verði einnig vanhæf við samstarfið eitt við annan hrunflokkinn.

Dettur einhverjum í hug að flokksmenn flokka finni eitthvað að hjá flokksmönnum hverjir svö sem þeir eru og hvað sem þeir heita ?

Það dreg ég mjög í efa í ljósi sögunnar, en verði það svo að nefndin hyggist draga ráðherra fyrir landsdóm, í ljósi ráðherraábyrgðar, þá er eins gott að þar sé ríkisstjórnin öll en ekki hluti hennar.

Samfylking er nú situr við völd ber þar jafna ábyrgð með Sjálfstæðisflokknum og síst af öllu átti Samfylking erindi við stjórnvöl landsins að nýju með óbreyttu ráðherravali að hluta úr hrunstjórninni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að verðlagshækkun komi til um framlög til stjórnmálaflokka, eða hvað ?

Að sjá má er hið aukna gagnsæi í því fólgið að sú upphæð sem upplýsa þarf um er lækkuð um 1oo þúsund, en verðlagshækkun frá 2007 verður þess valdandi að framlög lögaðila mega nú vera 100 þúsund krónum hærri en áður.

Mjög fróðlegt væri að fá forsendur verðlagsútreikninganna í þessu sambandi, einkum og sér í lagi í ljósi launa á vinnumarkaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lög um fjármál stjórnmálaflokka samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga fundasköp borgarstjórnar ekki við Samfylkinguna ?

Það er alveg ágætt hjá Sóleyju Tómasdóttur að draga það fram að Samfylking sem situr nú við stjórnvölinn í Reykjavík, sjái ekki ástæðu til þess að skipa fólk í nefndir og ráð, sem hefur umboð kjósenda til þess hins sama, sem samþykktir borgarinnar kveða þó á um að eigi að vera.

Þetta er nefnilega spurning um að virða vilja kjósenda, og fela þeim sem kosnir eru til þess að stjórna hlutverk, meðan hinir sem ekki fengu umboð eru þess utan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill skipta um formann mannréttindaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagabreytingar á tveggja mánaða fresti.

Það er ekki í fyrsta skipti í tíð þessarar ríkisstjórnar sem breyta þarf tiltölulega nýsamþykktum lögum frá Alþingi og spyrja má hvers konar hamagangur er í gangi við lagasetningu og undirbúning frumvarpa.

Ég á enn erfitt með að sjá framkvæmdina við kosningu á stjórnlagaþing varðandi það atriði að ekki verði til algjör ringulreið kring um slíkt, þar sem allir eru í framboði, en nauðsyn þessa þings til endurskoðunar stjórnarskrár er mér einnig hulin ráðgáta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þarf að breyta lögum um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Misjafnir sauðir i mörgu fé... "

Þar sem mér fannst frétt þessi sérstök, fór ég inn á vef Matvælastofnunar þar sem ég fann ögn meira efni um málið, en sérstakt eigi að síður.

" 8.9.2010
MEÐFERÐ SAUÐFJÁR Í RÉTTUM


Það er með ýmsu móti hvernig staðið er að sundurdrætti fjár eftir að það kemur úr sumarhögum. Víða er fé réttað í fjármörgum réttum þó að nú sé fjárfjöldinn ekki svipur hjá sjón hjá því sem var á síðustu öld. Í þessum réttum má ekki á milli sjá hvort er fleira fólk eða kindur. Óhjákvæmilega vill stundum verða heilmikill atgangur þegar verið er að reka kindurnar inn í almenninginn og handsama kindurnar. Þá er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum þeim yngri til fyrirmyndar og gerum þeim grein fyrir að lömbin eru lifandi og þau eru hræddari við okkur en við við þau. Þess vegna er mikilvægt að fara vel að fénu og gera börnunum grein fyrir því að kindurnar eru ekki reiðskjótar.

Það er einnig mikilvægt að fólkið sem er í almenningnum víki fyrir fénu í innrekstri og forðist að þrengja svo mikið að því að kindur troðist undir. Hundar eiga ekkert erindi í almenninginn og er varað sérstaklega við að farið sé með hunda hverrar tegundar eða stærðar sem er sem ekki eru vanir sauðfé inn í kindahóp. Góðir fjarhundar eru gulls ígildi, en það er á ábyrgð eiganda hundsins að hann bíti ekki kindur.

Á öðrum stöðum eru ekki réttir þar sem fé er réttað saman úr heilum sveitum, heldur er fé af takmörkuðu svæði dregið í sundur heima á bæjum. Þar sem þannig háttar eru talsverð brögð að því að fé sé dregið sundur inni í fjárhúsum. Það er afleit aðferð. Það er misjafn sauður í mörgu fé og hvar sem er á landinu geta verið kindur í fjársafni sem eru óvelkomnar af því að þær eru langt að komnar og geta borið með sér sjúkdóma sem sem ekki eru á þeim bæ sem dregið er sundur á eða á því svæði. Slíkar kindur geta hæglega smitað húsin þannig að erfitt getur orðið að losna við óþverann. Drykkjarílátin eru greið smitleið. Sýkingar eins og garnaveiki og pestarsýklar geta lifað lengi í húsunum.

Bændur eru hvattir þar sem sá siður hefur verið tekinn upp að draga í sundur inni í fjárhúsum að gera þá kröfu til samsveitunga sinna að gerð verði aðstaða úti með grindum til að drag fé í sundur. Þá hjálpar náttúran við að draga úr smitinu á milli rétta því sólskin og víxl frosts og þýðu hjálpar til við að fækka sýklum.

Ítarefni

Leiðbeiningar vegna smölunar og haustleita "

kv.Guðrún María.


mbl.is Dragi ekki sundur fé í fjárhúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvar veit hvað hann syngur.

Virðing mín fyrir Alvari Óskarssyni hefur vaxið við hverja innhringingu á Útvarp Sögu, þangað sem hann hringir oft fyrir hádegi.

Hann hefur glögga sýn á stjórnmál og samfélagið allt og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, og fer ekki í manngreinarálit millum stjórnmalaflokka með sína kröfu um réttlæti til handa öllum í einu þjóðfélagi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ögmundur sveik loforðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaraleysi verkalýðshreyfingar hefur verið algert frá hruni.

Af öllum tímum hefði forysta verkalýðshreyfingar í landinu gengið fram fyrir skjöldu og mótmælt í orði og á borði aðgerðum þeim sem rýrt hafa kaupmátt launa með því móti sem raunin er í þessu landi.

Það hefur ekki verið gert, heldur sest að borði með fulltrúum ríkisstjórnar og soðinn samann einhver málamyndagjörningur í formi " stöðugleikasáttmála " með vinnuveitendum einnig við það borð, plagg sem engan tilgang hafði og aðeins sjónleikjaspil eitt af mörgu.

Enda sennilega allir þeir sem þar að komu með um milljón í laun á mánuði sem er all mikill mismunur frá þeim sem mega hafa þurft að lifa á hundrað þúsund krónum milli mánuða.

Alvarlegasti hluturinn í okkar þjóðfélagi er gjáin milli launa manna, sem enn er gífurleg og er feimnismál að ræða um, en þarf að opna enn frekar.

Jafnframt er skattaka af launum sem lenda undir fátæktarmörkum eftir skattöku eitthvað sem er fádæmalegur klaufaskapur þeirra sem taka ákvarðanir í þessu þjóðfélagi og þurfa ekki að skoða þær hinar sömu til enda.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðför að þeim fátækustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enginn eignaréttur á aflaheimildum öðru nafni kvóta, sem er tímabundin heimild til veiða eitt ár í senn.

Úthlutun aflaheimilda millum fiskveiðiára sem er 1.sept ár hvert, er tímabundin og myndar því ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði yfir heimildum sem slíkum, enda um að ræða leyfi til fiskveiða á Íslandsmiðum eitt ár í senn.

Hver útgerð ávinnur sér veiðireynslu og skyldi áfram hafa forgang að áframhaldandi starfssemi í ljósi árangurs af slíku.

Óveiddur fiskur í sjó, hvað sem menn kalla hann, aflaheimild = kvóta getur ekki myndað eignarétt eðli máls samkvæmt.

kv.Guðrún María.


mbl.is LÍÚ mun vinna að útfærslu samningaleiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsun fyrir okkur Íslendinga ?

Þessi afstaða þingmannsins og hans flokks í Færeyjum er eitthvað sem við hljótum að virða í ljósi skoðanafrelsis og umburðarlyndis gagnvart ólíkum skoðunum manna í stað þess að ráðast á hann sem öfgamann fyrir sínar skoðanir, eða hvað ?

Ef til vill höfum við Íslendingar ekki áttað okkur á því að við kunnum að vera umburðarlyndari en aðrar þjóðir varðandi viðhorf til kynhneigðar og sérstakra réttinda þar að lútandi og það atriði að rekast á önnur viðhorf ætti einungis að auka okkur sýn, eða hvað ?

Hvers konar ákvarðanataka um mál, skyldi ætíð lúta meirihlutavilja þings og þjóðar sem hefur verið hér á landi, en þar með er ekki sú saga sögð að allir séu sammála um slíkt hið sama annars staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gegn vilja Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvers vegna er samdráttur hér á landi meiri ?

Jú það er vegna þess að þeim kjörnu ráðamönnum, er sitja í ríkisstjórn landsins nú um stundir, datt það " snjallræði " fyrst af öllu, í hug að hækka skatta, hægri vinstri úr samhengi við allan mögulegan raunveruleika, sem var þó lítill fyrir í skattaumhverfinu til handa hinum almenna launþega.

Þrátt fyrir tveggja starfa tölu atvinnuleysis.

Þrátt fyrir launalækkun og hækkun lána.

Þrátt fyrir hugmyndafátækt um atvinnusköpun.

Þrátt fyrir sínýjar stofnanir sem koma skal á fót með lagasetningu svo sem Fjölmiðlastofu, og nefndir á nefndir ofan sem rannsaka skulu allt mögulegt jafnt sem ómögulegt á launum frá skattgreiðendum.

Þrátt fyrir skilanefndir gömlu bankanna sem enn eru að störfum og sérstakan saksóknara í kjölfar hrunsins sem ekki hefur undan að bæta við fólki við rannsóknir mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meiri samdráttur hér en hjá kreppuþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband