Afleiðingar eldgossins áfram sýnilegar.

Öskurykið sem umlukti höfuðborgarsvæðið í dag var álíka því og kom hér í byrjun júní að mig minnir, þar sem ryk fór einnig yfir heilsuverndarmörk.

Ákveðin innilokunartilfinning, hitti mig fyrir nú eins og þá að horfa að sólina gegnum öskuskýið, hins vegar er það svo skrýtið að eins mikið og ég hefi fundið fyrir svifryksmengun af götum borgarinnar yfir vetrartímann þegar nagladekkin eru komin undir, þá vill svo til að ég finn ekki sömu heilsufarslegu einkenni asthmans með öskunni, enn sem komið er.

Kanski er það spurning um hvort ástandið varir dag og dag eða marga daga í einu, kann að vera ellegar þá að askan kunni að vera skárri en efnasamsetningin sem kemur upp af spændu malbiki.

Við ráðum ekki við að stjórna náttúruöflum svo sem eldgosum, en við getum stuðlað að því að minnka magn bifreiða er aka innanbæjar á auðum götum á nagladekkjum.

Mér varð nefnilega hugsað til þess í dag, hvernig það yrði ef öskurykið og nagladekkjasvifrykið kæmi saman hér í vetur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Svifrykið í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl það sem kemur frá eldstöðvunum er mun hættulegra en það ryk sem kemur frá nagladekkjum því að askan er ekki enn búin að slípast nema að litlu leiti kornin eru eins og glerbrot ör fín og smjúga allstaðar!

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband