Ábyrgð stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórninni og vanhæfni flokka til umfjöllunnar um sig sjálfa.

Það er sérkennilegt að fulltrúar Samfylkingar sem sæti átti í ríkisstjórn þeirri sem mun þurfa að taka ábyrgð að sitja við hrunið, sé einnig með sína flokksmenn nú að skoða aðferðafræði eigin flokks um mál öll.

Flokks sem Vinstri Hreyfingin grænt framboð var tilbúin til þess að hoppa í ríkisstjórn með þrátt fyrir þáttöku við stjórnvöl hrunsins og má segja að verði einnig vanhæf við samstarfið eitt við annan hrunflokkinn.

Dettur einhverjum í hug að flokksmenn flokka finni eitthvað að hjá flokksmönnum hverjir svö sem þeir eru og hvað sem þeir heita ?

Það dreg ég mjög í efa í ljósi sögunnar, en verði það svo að nefndin hyggist draga ráðherra fyrir landsdóm, í ljósi ráðherraábyrgðar, þá er eins gott að þar sé ríkisstjórnin öll en ekki hluti hennar.

Samfylking er nú situr við völd ber þar jafna ábyrgð með Sjálfstæðisflokknum og síst af öllu átti Samfylking erindi við stjórnvöl landsins að nýju með óbreyttu ráðherravali að hluta úr hrunstjórninni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skýrslan prentuð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband