Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Lagahyggja og andi laga= löglegt og ólöglegt.

Þær gerast ekki öllu skrautlegri útskýringarnar sem koma fram í þessu Magmamáli, af hálfu ráðherra stjórnarflokkanna, en svo virðist sem nefndin sem skipuð var hafi fundið út þessa stórkostlegu niðurstöðu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lögmæti Magmasölu túlkunaratriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins helmingur þingflokks Samfylkingar mætti á fundinn, afar athyglisvert.

Það skyldi þó aldrei vera að menn hafi áttað sig á því að þeir gætu orðið vanhæfir til þess að greiða atkvæði um tillöguna með því að mæta á fund þennan, og ekki viljað láta draga sig til ábyrgðar varðandi það hið sama.

Það sætir tíðindum að allir þingmenn mæti ekki á fund sem þingflokkur hefur boðað til, og forvitnilegt verður að fylgjast með framgöngu mála í þíngi á morgun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundað með Ingibjörgu Sólrúnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt ný lagasetning um áður ónýt lög sem gildir frá því þau eru samþykkt.

Ég hygg að hinn nýji viðskiptaráðherra hafi ef til vill ekki komið því nægilega skýrt frá sér í Kastljósi kvöldsins að lög þau sem hann ræðir hér um að setja munu ekki gilda aftur í tímann, telji einhver að svo sé, heldur framvegis.

Aldrei þessu vant virtust stjórnvöld þar með talið bankastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins undirbúin undir dóminn, þar sem yfirlýsingar allra handa komu á færibandi að sjá má í fréttasafni.

Vonandi tekst mönnum að vinna hratt og vel úr niðurstöðu þeirri sem nú er tilkomin en hins vegar sé ég ekki að dómur þessi breyti nokkru um þann forsendubrest sem til varð og er sá veruleiki sem allir lántakendur hafa mátt meðtaka, ekki bara þeir sem voru með gengistryggð bílalán.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin mun þurfa að segja sig frá þáttöku í ríkisstjórn, verði þessi fundur haldinn.

Að mínu viti jafngilda þessi fundahöld þingflokks Samfylkingar með aðilum sem, áður kjörin þingnefnd hefur lagt til að kallaðir verði fyrir Landsdóm , því að viðkomandi flokkur er vanhæfur við stjórnvöl landsins, sökum dómgreindaleysis við ákvarðanatöku sem slíka, í því ferli sem mál þetta var sett í.

Flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik, hvað með störf nefndarinnar og rannsóknarskýrsluna ?

Ég er svo aldeilis hissa, ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að hefja rannsókn að nýju með beinum viðtölum við hlutaðeigandi ráðherra, þrátt fyrir að hafa skipað óháða rannsóknarnefnd sem skilaði skýrslu, og þingmannanefnd sem einnig skilaði niðurstöðu ?

Gæti það verið að málið væri komið heilan hring ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfylkingin frestar þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn vill nýja rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Það er fínt að formaður Framsóknarflokksins gangi fram og leggi til að rannsókn skuli hafin að nýju á einkavæðingu bankanna, þar sem þingheimur mun þá fá möguleika til þess að greiða atkvæði um slíkt, samhliða niðurstöðu þingmannanefndarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tillaga um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat Jón ekki eins skvett vatni á gæs ?

Jón Gnarr fetar hér í fótspor hinna venjulegu stjórnmálamanna og afhendir mótmælabréf, sem Kinverjar hljóta að eiga nóg af en enginn hefur séð breyta neinu um ákvarðanir þeirra til eða frá.

Þess vegna má spyrja hvort hann hafi ekki eins getað skett vatni á gæs ?

Hinn góða vilja hans skal hins vegar virða í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, heilbrigðari matvörumarkaður ?

Í raun og veru er það með ólíkindum að það samkeppnisumhverfi sem til staðar var hafi verið leyfilegt hér á landi, þ.e að sama fyrirtækið væri með eignarhald á svo miklu magni verslanna, þar sem hvoru tveggja lágvörumarkaður og dýrari verslanir væru á sömu hendi.

Þessar dýrari verslanir hafa síðan einnig verið einu verslanir sem þjónustað hafa heilu hverfin víða á höfuðborgarsvæðinu.

Vonandi er hér um ræða jákvætt skref til heilbrigðari smásölusverslunnar á matvörumarkaði hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is 10-11 til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina verkalýðsfélagið á Íslandi sem hefur þorað að fara í verkfall.

Hver veit nema kennarasambandið komi til með að vera það afl sem þarf til þess að knýja á um þá hagsmuni launþega sem hafa verið fyrir borð bornir, alla vega er þetta eina verkalýðsfélagið sem hefur þorað að fara í verkfall til þess að sækja réttindi sinna félagsmanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kennarar taka ekki „uppskrift" SA og ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarskýrsla þingmannanefndar vel unnið verk.

Það verður að segja að það eykur virðingu Alþingis að nefnd á vegum þingsins sé þess umkomin að rýna ofan í kjölinn á hinni óháðu rannsóknarskýrslu, í ljósi þess að hér eru menn að fjalla að hluta til um eigin störf.

Tillaga þess efnis að rannsökuð verði starfssemi lífeyrissjóðanna er atriði sem skiptir máli í mínum huga, og því fyrr sem sú hin sama rannsókn hefst þvi betra.

Á heildina litið er hér um vel unnið verk að ræða, sem eins og áður sagði eykur virðingu Alþingis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vanvirðing fyrir reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband