Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Efnahagslegur ávinningur.

Það er afar ánægjulegt að tekist hafi að selja fjárfestingar þær sem ríkið veitti lán fyrir á erlendri grundu, til handa gömlu bönkunum, svo ekki sé minnst á upphæðir í þessu sambandi.

Þar eru líkur til að veðin standi fyrir sínu.

Það eru góð tíðindi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Seldur á allt að 103 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingismenn ALLRA flokka á Alþingi, axlið ábyrgð, eftir höfðinu dansa limirnir.

Mér þykir vænt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Geir Haarde, Árna Mathiesen og Björgvin Guðna, en það breytir því ekki að sæti ég sem alþingismaður á Alþingi Íslendinga i dag væri það skylda mín, að gjöra svo vel að afgreiða tillögu sem kosin þingnefnd hefur skilað, þess efnis að aðgerðir ellegar aðgerðaleysi viðkomandi í sinni ráðherratíð í aðdraganda hrunsins, komi fyrir Landsdóm.

Hafi það einhvern tímann verið mikilvægt öllum sitjandi flokkum á Alþingi Íslendinga að afgreiða eitthvað eitt mál fljótt og vel, þá er það þetta.

Hér er á ferð spurning um virðingu Alþingis, og stjórnmálastarfssemi og þess að menn séu þess umkomnir að axla ábyrgð þeirra álitaefna sem hugsanlega verða lögð fyrir Landsdóm, hér að lútandi.

kv.Guðrún María.


Forseti vor önnum kafinn, við að taka á móti gestum.

Ég hlýddi á viðtal við Ólaf Ragnar á Útvarpi Sögu í morgun, en þar kom meðal annars fram hjá honum að margir vildu heimsækja okkur Íslendinga nú um stundir, og embætti forseta væri önnum kafið, að skilja mátti, í þessu efni.

Það er afar ánægjulegt að aðrar þjóðir vilji sækja þekkingu til okkar á sviði jarðhita, og greinilegt að forsetaembættið gegnir mikilvægu hlutverki varðandi þessa þætti í þessari heimsálfu sem annarri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetar ræddu orkumálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringavitleysa.

Til hvers átti þingheimur allur að fá aðgang að göngum sem nefnd á vegum þingsins hafði þá þegar farið yfir, nefnd sem þingið kaus, og ætti að geta hafa komið skilaboðum um inn í sína flokka að loknum nefndarstörfum.

Hér er um að ræða pólítiska refskák til þess að drepa málum á dreif að mínu viti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þingmenn segja vanda vegna landsdóms slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

75% vinna sem skólaliði, þýðir 155,900, í laun fyrir skatta.

Ég starfa sem skólaliði í grunnskóla og launin eru þessi upphæð, sem eftir skatta og gjöld í verkalýðsfélag og lífeyrissjóð eru 117.194, gullkrónur, en því til viðbótar hefi ég nú nýlega sótt mér atvinnuleysisbætur þar sem 7500 gullkrónur koma eftir skatta sem ráðstöfunartekjur, mánuð hvern.

Ég hefi starfað hjá sama vinnuveitanda sl.12.ár.

Ég á ekki mann sem ég get óskað þess að aðstoði mig við róðurinn í lífsbaráttunni og verð því að gjöra svo vel að sníða mér stakk eftir vexti, þar sem kaupmáttur þessarra hinna sömu gullkróna er nú enn minni en áður, við stórfelldar skattahækkanir.

Ég er kona með 43 einingar í starfsmenntun á uppeldissviði sem metið var til eitt þúsund gullkróna hækkunar í mínu sveitarfélagi á sínum tíma, en metið var til sex þúsund króna hækkunar launa í öðru sveitarfélagi er starfsnámi lauk við leikskólastörf.

kv.Guðrún María.


Viðbragðsáætlun við eldgosum verði hluti af starfi Alþjóða flugmálastofnunar.

Aldrei hefði mér dottið í hug að jökullinn " minn " gæti átt eftir að valda þeim ósköpum sem raun bar vitni í veröldinni, en ég taldi satt best að segja að Alþjóðaflugmálayfirvöld hlytu að hafa til staðar viðbragðsáætlun við slíku að einhverju marki.

Samkvæmt því sem hér kemur fram í þessari frétt, virðist svo ekki hafa verið, en það hlýtur að verða hluti af starfi þeirrar hinnar sömu stofnunnar í komandi framtíð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gátu komið í veg fyrir að flugsamgöngur myndu lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að ganga svona göngu, en....

Hverjir misstu fyrst vinnu er skóinn kreppti á íslenskum vinnumarkaði ?

Hvað hafa verkalýðsfélögin gert í þvi ?

Hefur heyrst hósti eða stuna frá þeim hinum sömu varðandi að atriði, eða var það talið sjálfsagt ?

Ég hygg að ýmislegt varðandi kynþáttafordóma megi skoða í víðara samhengi, en hvað varðar eitt atvik hér að lútandi, þótt eitt atvik sé einu of mikið vissulega.

Ég álít kynþáttafordóma ekki ríkjandi í okkar samfélagi sem betur fer, en að sjálfsögðu er nauðsynlegt að standa vörð öllum stundum, um það, að hið sama er eitthvað sem við líðum ekki meðal okkar, nokkurn tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjöldi sýnir mannkærleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú má bara ráðast á Alþingi ?

Hér er um að ræða afar sérkennilega afstöðu hjá þingmanninum varðandi það atriði að sá hinn sami vilji fella niður ákærur á þá aðila er réðust inn á Alþingi.

Sat Mörður í þingsalnum þegar þetta átti sér stað ?

Vissu þingmenn hverju þeir áttu von á, þegar menn með grímur ruddust inn á þingpalla ?

Á bara að leyfa það ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð okkar landsmanna á hruninu.

Erum við Íslendingar einungis fórnarlömb þess að trúa því að eitt þjóðfélag gæti endalaust vaxið upp úr öllu valdi með endalausri loftbólufjármálastarfssemi ?

Vissulega var okkur talin trú um slíkt af fjármálamönnum og stjórnmálamönnum, en við höfðum okkar rétt til þess að gagnrýna skipulagið á hverjum tíma og við höfðum kosningarétt til þess að kjósa okkur flokka á þing.

Getur það verið að meðan allt lék í lyndi hafi stjórnmálaflokkar hér á landi gengið gagnrýnislausir gegnum árin kjörtímabil eftir kjörtímabil ?

Að hluta til held ég að svo sé, og merki það á þeim áhuga manna að taka þátt í stjórnmálum sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir og því ákvað sama fólkið á sömu stöðum í sömu flokkum sömu hlutina, ár eftir ár eftir ár, án umbreytinga.

Ef maður vill hafa áhrif á sitt samfélag þá er það einfalt, maður verður sjálfur að reyna að leggja lóð á vogarskálar til þess arna á hverjum tíma, en ekki bara eftir dúk og disk þegar allt er farið norður og niður.

kv.Guðrún María.


Ábyrgð ráðherra í ríkisstjórn Íslands hverju sinni, er lögum samkvæmt.

Mér kemur það ekki á óvart að meirihluti landsmanna vilji að mál ráðherra fari fyrir Landsdóm, eftir þau umskipti sem íslenskt þjóðfélag hefur orðið fyrir.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur sem situr á Alþingi Íslendinga hefur lýst því yfir frá hruni að vilji sé til þess að endurskoða hvað aflaga fór, og gera upp fortíðina til þess að læra af til framtíðar.

Það er því mikilvægt fyrir þá er koma til með að hafa með valdheimildir sem ráðherrar í ríkisstjórn landsins, i framtíð, að þau álitaefni sem uppi eru nú, komi fyrir Landsdóm og kveðið verði úr um ráðherraábyrgð samkvæmt lögum landsins varðandi þau hin sömu atriði sem þar er um að ræða.

Hver og einn einasti stjórnmálaflokkur þarf og verður að vera þess umkominn að ganga með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi hvarvetna, þar sem ekki er spurt um hver er vinur hvers, hvar og hvenær ellegar hvort menn eru í þessum flokki eða hinum, sitjandi sem ráðherra með vald um aðgerðir eða aðgerðaleysi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flestir fylgjandi málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband