Samfylkingin mun þurfa að segja sig frá þáttöku í ríkisstjórn, verði þessi fundur haldinn.

Að mínu viti jafngilda þessi fundahöld þingflokks Samfylkingar með aðilum sem, áður kjörin þingnefnd hefur lagt til að kallaðir verði fyrir Landsdóm , því að viðkomandi flokkur er vanhæfur við stjórnvöl landsins, sökum dómgreindaleysis við ákvarðanatöku sem slíka, í því ferli sem mál þetta var sett í.

Flóknara er það ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún mín.

 Mér finnst Samfylkingin eiginlega alltaf vera vanhæf.

Það væri annars gaman að fá þig einhvertíma í kaffi á nýja staðinn minn í Borgartúni 20

kk

Sigurður Þórðarson, 16.9.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er það ekki einmitt meiningin með þessu....? Þá þarf sá flokkur ekki að taka afstöðu og málið er dautt.

Auðvitað bar enginn ábyrgð á því að efnahagur heillar þjóðar hrundi og fjöldi einstaklinga og heimila varð gjaldþrota.

Er ekki rétt að Landsdómur verðlauni alla þá ráðherra sem sátu í ríkisstjórnum og gerðu sitt besta, og rúmlega það, með því að veita þeir góðar stöður og loforð til aukinna eftirlauna.....

Landsdómur og Hæstiréttur gætu þá í sameiningu og í samstarfi við "auðvisana" sem leiddu þjóðina í glötun, dæmt þjóðina til eilífrar fátæktar og lagt blessun sína yfir áframhaldandi og eilífan aumingjaskap ráðherra og annarra valdastétta þessa blessaða lands.....

Kannski lagast þetta allt þegar Jón Gnarr eða hugsanlega Sigurjón Kjartansson, snúa sér í alvöru að landsmálapólitíkinni..... fyrr gerist líklega lítið!

Ómar Bjarki Smárason, 16.9.2010 kl. 21:37

3 identicon

Heil og sæl Guðrún María - sem og, þið Sigurður og Ómar Bjarki !

Fyrr; færi hitastigið, niður fyrir - 293° (alkul; misminni mig ekki), áður en ''Samfylkingin'' gengi úr stjórn sjálfviljug, gott fólk.

Með beztu kveðjum; æfinlega /

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 23:59

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir það Siggi.

Mér datt það nú í hug Ómar Bjarki, að tilraun til vanhæfni kynni að vera ástæðan, en svo virðist að ekki nema helmingur þingflokksins hafi mætt á fundinn.

Rétt Óskar, passar í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.9.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband