Augnablik, hvað með störf nefndarinnar og rannsóknarskýrsluna ?

Ég er svo aldeilis hissa, ætlar þingflokkur Samfylkingarinnar að hefja rannsókn að nýju með beinum viðtölum við hlutaðeigandi ráðherra, þrátt fyrir að hafa skipað óháða rannsóknarnefnd sem skilaði skýrslu, og þingmannanefnd sem einnig skilaði niðurstöðu ?

Gæti það verið að málið væri komið heilan hring ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Samfylkingin frestar þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Málið er bara komið í hefðbundinn Samfylkingar farveg. Innbyrðis valdabaráttu og bakstungur.

Líklega hefur Atli Gíslason, sýnt af sér mikið dómgreindarleysi að hleypa Landsdómi úr þingmannanefndinni  í ósætti, þannig að út úr nefndinni komu þrenn álit.  Þetta er það stórt mál að hann mátti aldrei bjóða upp á það að þessar ályktanir leiddu af sér öll þessi pólitísku hrossakaup og pólitískan loddaraskap, sem nú er í gangi.  Atli mátti alveg segja sér það, að kæmi ekki frá nefndinni tillaga með þingmeirihluta, þá yrði fjandinn laus.

 Þetta er eiginlega ljótur blettur á annars góðu starfi sem að nefndin viðist hafa unnið að öðru leyti.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.9.2010 kl. 00:59

2 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, æfinlega !

Það er ekki, öll vitleysan eins, svo sem kerlingin kvað, forðum.

Haldi fram; sem horfir, getum við verið tiltölulega bjartsýn,, eftir svona 1400 - 1500 ár, með stöðu mála, í fyrsta lagi, Guðrún mín.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 01:01

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Brynjar. Það á ekki að vera neitt vandamál að greiða atkvæði á þingi um tillögur þær sem komu frá nefndinni, þótt ekki hafi náðst samstaða, en það atriði að þingflokkur SF ætli nú að fara að kalla hlutaðeigandi fyrir til eigin rannsóknar að skilja má er hámark vitleysunnar og á skjön við það allt sem áður hefur farið fram í þinglegri meðferð mála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2010 kl. 01:07

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar.

Já ein og hálf öld gæti hugsanlega dugað til umbreytinga... eins og þú segir, miðað við aðferðarfræðina nú.

góð kveðja.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2010 kl. 01:10

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er samt vandamál þó svo að það eigi ekki að vera það.  En þessi fíflagangur Samfylkingar, getur örugglega hjálpað þeim sem fyrir dóminn verða kallaðir, verði hann virkjaður, fái málinu vísað frá.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.9.2010 kl. 01:14

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég tel að Samfylkingin sé með þessum fundahöldum að gera sig vanhæfa til að sitja við stjórn landsins.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband