Viðbragðsáætlun við eldgosum verði hluti af starfi Alþjóða flugmálastofnunar.

Aldrei hefði mér dottið í hug að jökullinn " minn " gæti átt eftir að valda þeim ósköpum sem raun bar vitni í veröldinni, en ég taldi satt best að segja að Alþjóðaflugmálayfirvöld hlytu að hafa til staðar viðbragðsáætlun við slíku að einhverju marki.

Samkvæmt því sem hér kemur fram í þessari frétt, virðist svo ekki hafa verið, en það hlýtur að verða hluti af starfi þeirrar hinnar sömu stofnunnar í komandi framtíð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gátu komið í veg fyrir að flugsamgöngur myndu lamast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhrif eldgosa og viðbrögð við þeim hefur verið hluti af starfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) um langa hríð. Hins vegar er að nýleg þekking um fyrirbærið hefur ekki komist inn í staðla, tilmæli og leiðbeiningarefni stofnunarinnar. Þannig var farið í allt of viðamiklar lokanir loftrýma heldur en þörf var á.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband