Alþingismenn ALLRA flokka á Alþingi, axlið ábyrgð, eftir höfðinu dansa limirnir.

Mér þykir vænt um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Geir Haarde, Árna Mathiesen og Björgvin Guðna, en það breytir því ekki að sæti ég sem alþingismaður á Alþingi Íslendinga i dag væri það skylda mín, að gjöra svo vel að afgreiða tillögu sem kosin þingnefnd hefur skilað, þess efnis að aðgerðir ellegar aðgerðaleysi viðkomandi í sinni ráðherratíð í aðdraganda hrunsins, komi fyrir Landsdóm.

Hafi það einhvern tímann verið mikilvægt öllum sitjandi flokkum á Alþingi Íslendinga að afgreiða eitthvað eitt mál fljótt og vel, þá er það þetta.

Hér er á ferð spurning um virðingu Alþingis, og stjórnmálastarfssemi og þess að menn séu þess umkomnir að axla ábyrgð þeirra álitaefna sem hugsanlega verða lögð fyrir Landsdóm, hér að lútandi.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ALLIR Hrunráðherrarnir eiga að fara fyrir Landsdóm Guðrún, sbr. blogg mitt
í dag. EKKI bara 3-4!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2010 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek alveg undir það Guðmundur, hins vegar liggur sú niðurstaða fyrir þingi að af hálfu kjörinnar nefndar að sækja mál gegn nokkrum og Alþingi á ekki að þurfa að hiksta við afgreiðslu sem slíka, heldur afgreiða málið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.9.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara endurtek. ALLIR Hrunráðherrar fyrir Landsdóm. Allt annað ávísun
á pólitíska syndarmennsku. Minni á að HÆGRI GRÆNIR vilja ALLA Hrunráðherra fyrir Landsdóm!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María, ég er þér sammála að þetta eru örugglega allt góðir einstaklingar, en spurningin er hvernig á að taka á þessu máli öllu saman. Maður botnar ekkert í þessu rugli,  eitt er víst að ekki mun þessi umræða á alþingi auka álit almennings á Alþingismönnum ef þessu máli verður klúðrað þar eins og allt stefna í. Góður pistill hjá þér Guðrun.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.9.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband