Rannsóknir um eignarhald eftir dúk og disk.

Það atriði að eitt ráðuneyti skuli spyrja annað um hvort eignarhald aðila er ólöglegt fyrir opnum tjöldum ber ekki vott um mikið samstarf innan ríkisstjórnar.

Að viðskiptaráðherra setji síðan slíka beiðni í nefnd um erlenda fjárfestingu, minnir á köttinn á gönguferðinni kringum heita grautinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mál Storms í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er bara í stíl við allt annað á þessum bæ, Guðrún.  Nefnd um erlenda fjárfestingu er nefnd sem ríkisstjórnin ákvað fyrir nærri hálfum mánuði, að stofna nefnd til þess að rannsaka, verk hennar.

Samt er nefnd um erlenda fjárfestingu, ætlað að taka afstöðu varðandi Storm, óbreytt.  

 Reyndar er "upphlaupið" varðandi þessa nefnd og Magmamálið, í besta falli hlægileg.  Nefndin komst að sömu niðurstöðu fyrir ári, varðandi kaup Magma á hlutum Hafnarfjarðarbæjar og OR í HS- Orku.  Það var því borðleggjandi að niðurstaða hennar yrði sú sama núna, enda lögum varðandi málið ekki breytt í millitíðinni.  Hafi stjórnvöld í alvörunni, viljað aðra niðurstöðu, nú vegna Magma, þá hefði lögum um erlenda fjárfestingu verið breytt á því þingi sem starfaði sl. vetur.  Reyndar vildu Vinstri grænir lagabreytingar, en Samfylkingin sagði nei.  Vinstri grænir létu það gott heita, eða í það minnsta hreyfðu ekki miklum mótmælum, á meðan hægt var að koma í veg fyrir málið, með eðlilegum leiðum.  Ekkert breytir niðurstöðum nefndarinnar, vegna Magma héðan af, nema dómsúrskurður.  Hvernig kæmu stjórnvöld út fyrir dómstólum, talandi gegn eigin samþykktum? 

 Það væri jú hægt að setja lög sem fella þessa úrskurði úr gildi, en slíkt yrði alls ekki ókeypis. 

 Þessari ríkisstjórn er haldið saman með nefndarskipunum út og suður.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 00:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála Kristinn Karl.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.8.2010 kl. 01:08

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er talað um stöðugar "leiksýningar" borgarstjórans í Reykjavík.  Gnarrinn kemst ekki með tærnar þar sem Skjaldborgarleikhúsið, hefur hælana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband