Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Við höfum svo margt sem við hendum á glæ....

Við höfum svo margt sem við hendum á glæ,
í hugsunarleysi og spani.
Ef nýttum við hluti úr nógbrunnasæ,
þá væri ekki eins mikið af skrani.

kv.Guðrún María.


Við höfum svo margt sem við hendum á glæ....

Við höfum svo margt sem við hendum á glæ,
í hugsunarleysi og spani.
Ef nýttum við hluti úr nógbrunnasæ,
þá væri ekki eins mikið af skrani.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikið eftir af óskilamunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull, af hverju er ofnotkun sýklalyfja ekki skoðuð ofan í kjölinn fyrst.

Ekki líst mér á það að farið verði að bólusetja gegn pneumókokkasýkingum, því hugsanlega kann slíkt að vera afleiðing af ofnotkun sýklalyfja um tíma.

Það er nefnilega miklu meira en nóg sem verið er að bólusetja börn fyrir nú í dag hvað hina ýmsu sjúkdóma varðar.

Ég bíð eftir því að sjá rannsóknir og læknisfræðileg rök fyrir forsendum þessara bólusetniga sem ég hefi ekki enn rekist á.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Kanna með bólusetningar vegna eyrnabólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Askan er enn á ferðalagi um svæðið.

Satt best að segja finnst mér það nú fullfljótt að birta frumniðurstöður úr rannsókn sem slíkri, þar sem ekki er liðið hálft ár frá því að jökullinn hætti að spúa ösku, og askan er á stöðugu ferðalagi um svæðið er vind hreyfir.

Einnig vantar þarna upplýsingar um hve margir íbúar tóku þátt í þessari rannsókn og hve margir ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gosið hafði áhrif á líðan margra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt þjóðfélag skortir frumkvæði á stjórnmálasviðinu.

Alls konar innbyrðis deilumál hafa verið á sjónarsviði þeirra flokka sem nú sitja við stjórnvölinn, því miður fyrir land og þjóð.

Landið þarf sterka ríkisstjórn á erfiðum tímum svo mikið er víst, en menn verða að vita hvert ferðinni er heitið til þess að tala kjark í þjóðina sem ekki hefur verið hægt að ræða um í tíð núverandi stjórnvalda.

Sterk ríkisstjórn kemur sér saman um hvert skuli halda í stað þess að deila innbyrðis um hvert málið á fætur öðru.

Klaufaskapur Samfylkingar þess efnis að troða í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu í andstöðu við samstarfsflokkinn er ákvörðun sem kann að verða flokknum dýrkeypt á komandi tímum, þar sem einföld virðing við lýðræðið var að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkt áður.

Doði hugmynda á stjórnmálasviðinu mótast ekki hvað síst af þessu umsóknartilstandi sem ljóst er að nýtur þó ekki meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt könnunum.

Flestir stjórnmálaflokkar sundrast í fylkingar já og nei manna varðandi þetta umsóknarferli þar sem tíma hefði verið mun betur varið í að vinna saman að verkefni uppbyggingar eins hagkerfis á Íslandi eftir hrun.

Auðvitað getum við Íslendingar unnið okkur út úr vanda þeim sem við er að etja, en til þess þarf frumkvæði á sviði stjórnmálanna, þar sem hugmyndir til uppbyggingar í allri framtíð, eru ræddar.

Hugmyndir um endurskipulagningu og uppstokkun ýmis konar, sem þarf og má eiga sér stað í íslensku stjórnkerfi, er nauðsynleg og almenningi til hagsbóta.

Stærðarforsendur markaðsbúskapsins íslenska hvað varðar stærðareiningar hvers konar og mælikvarða þar að lútandi svo ekki sé minnst á samkeppnisumhverfi markaðs sem er stórfurðulegt á sumum sviðum, þarf að stokka upp á nýtt.

Sníða þarf stakk eftir vexti hverju sinni, og umbreyta aðstæðum í einu þjóðfélagi eftir því.

Frumkvæði er allt sem þarf.

kv.Guðrún María.


Hinar flokkspólítísku stöðuveitingar, sama gamla vandamálið.

Það virðist lítið breytast þrátt fyrir útkomu rannsóknarskýrslunnar sem allir mærðu fram og til baka, og hamagangurinn við að ráða flokksmenn stöður og embætti sem henta flokkum þeim er stjórna og stýra, er svo mikill að menn virðast ekki hafa fyrir því að skoða mál í kjölinn.

Yfirlýsingar allar um fögnuð yfir rannsóknarskýrslu falla því hver um aðra þvera.

kv.Guðrún María.


Skattamarkaðsþjóðfélagið Ísland, í boði sitjandi valdhafa.

Hugmyndir sitjandi ráðamanna þess eðlis að hægt sé með ákvörðunum að hækka skatta og gjöld, hægri vinstri svo og svo mikið og halda einu hagkerfi gangandi í leiðinni þar sem ríkisútgjöld eru nú þegar, nær fimmtíu prósent af fjárlögum hins opinbera eru fjarstæðukenndar.

Enginn sýnilegur niðurskurður hefur átt sér stað sem heitið geti í stofnanastarfssemi hins opinbera, á sviðum sem ekki ógna velferð til heilbrigðis og grunnmenntunar, engin.

Nær algjör stöðnun hefur ríkt á tíma þessarar ríkisstjórnar varðandi eflingu atvinnulifs, til sjávar og sveita með nýjungum þar að lútandi.

Á sama tíma er ríkið að viðhalda sama gamla markaðsþjóðfélagi fjármálastarfssemi og ríkti fyrir hrun hér á landi meira og minna, þótt atvinnuleysistalan sé tveggja stafa með stóraukinni gjaldtöku á almenning í landinu.

Það væri mjög fróðlegt að vita hvaða hagfræðiformúlur innihalda þessa aðferðafræði við stjórnun landsins.

kv.Guðrún María.


Molar um málfar manna.

Það er nokkuð ljóst að mönnum eru mislagðar hendur við að vinna skoðunum sínum brautargengi hvers eðlis sem er.

Einkum og sér í lagi er það áberandi í pólítískri umræðu hér á landi hve mjög og hve mikið menn reyna oft og iðulega að útbúa umræðu í alls konar umbúðir um eitthvað.

Umbúðir sem innihalda lítið annað en pólítískan áróður, annað hvort til varnar ríkisstjórn ellegar gagnrýni á þá hina sömu, allt eftir þvi hvaða flokkar stjórna.

Dylgjur fram og til baka þar sem fullyrðingar um eitthvað sem viðkomandi hafa
" heyrt " eru fram bornar sem hinn eini sannleikur mála og gífurleg umræða verður til um eitthvað sem einhver segir.

Sem aldrei fyrr hefur vinstri vængur stjórnmálanna verið undirorpin því hinu sama í hinni pólítísku umræðu, þótt þess finnist undantekningar um.

Menn víla ekki fyrir sér að höggva mann og annan með málæðinu, líkt og enginn sé morgundagurinn, og hægt er að hampa nægilega hentugum pólítískum sjónarmiðum sérstakra flokka og slá sjálfan sig til riddara á flokkstorginu.

Þekking á því hvort menn gangi yfir mörk velsæmis hvers konar er illa eða ekki sýnileg þeim er þar vaða fram völlinn.

Meðan svo er verður ekki til þróun þess að menn skiptist á skoðunum er innihalda rök fyrir málfari sínu og " sykurhjúpuð Gróa á Leiti " verður að
meintum sannleika mála.

kv.Guðrún María.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband