Um daginn og veginn.

Þetta sumar hefur fyrir mig ekki verið eitthvað frí frá þeim viðfangsefnum við að fást í eigin lifí hvað það varðar að berjast fyrir því að reyna að ná barni mínu út úr viðjum fíkniefna.

Um nokkurn tíma hef ég og Lögreglan verið nær einu samsstarfsaðilar þar að lútandi uns kom loks til ráðlegging lækna um langtímameðferð sem ekki hefur verið í boði fyrr en loksins nú og ég óskaði eftir að fá um staðfestingu á blaði um slíkt sem ég fékk.

Það er hins vegar ekki sopið kálið fyrr en í ausuna er komið og þótt maður sjálfur gangi veg þann sem ganga þarf með erfiðum ákvörðunum s.s sviptingu sjálfræðis til meðferðar í eitt ár og loforðum um pláss í meðferð strax að því loknu, þá má maður meðtaka það að EINU SINNI ENN ER VIÐKOMANDI EINSTAKLINGUR AÐ VIRÐIST AFGANGSSTÆRÐ, þvi þeim hinum sama er gert að bíða, þótt dómur hafi gengið og tíminn telji í því efni að kröfum meðferðaraðila hins opinbera.

Ég efa, að ef þeim er taka þurfa réttarákvarðanir sem slíkar væri, ljóst það atriði að kerfisfyrikomulagið innihéldi ekki endilega framgang þess sem réttarákvörðun sem slík þýddi, myndu dómaniðurstöður ef til vill verða vafamál í ljósi þess.

Hér er því miður um alvarlegt brot að ræða er varðar kröfu heilbrigðisaðila um forsendur meðferðarúrræða hvað varðar skilyrði með tilkomu dómsstóla um sjálfræðissviptingu, þótt meðferð hefjist ekki að því loknu eins og til stóð, og viðkomandi sjúklingur megi áfram bíða ,er aftur framlengir tíma meðferðar hvað varðar forsendu krafna þess efnis um sviptingu sjálfræðis i eitt ár.

Í raun er hver og ein einasta mínúta sem líður frá þvi að svipting sjálfræðis eins einstaklings sem kröfu um meðferð sem sá hinn sami ekki fær, og átti að vera til staðar, tími sem skrifa skal á kostnað þess hins sama í raun.

Nægilegt verkefni er það fyrir mig sem eitt foreldri barns, þar sem faðir er farinn yfir móðuna miklu að taka ákvarðanir um það sem þarf, þótt ekki þurfi einnig til að koma, að berjast fyrir framkvæmd þeirri sem dómssniðurstöður kveða á um í kerfisfyrirkomulagi og framkvæmd mála.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Merkizkvendi ert þú nú mæta vina mín.

Þarna kom nú á þér flötur zem ég kenndi ekki fyrr frá þér.

Þó framzóknarkona zért, þá er ég zammála þér þarna.

þetta velferðarþjóðfélag er ferkar í orði en borði.

Steingrímur Helgason, 15.8.2010 kl. 02:43

2 identicon

Ég skil ekki hvað heilbrigðisráðherra fær mikinn frið fyrir fjölmiðlum. Hún er að rústa heilbrigðiskerfinu. Fullt af starfsfólki hætt eða er að hætta á Landakoti og fara til starfa erlendis. Þekki persónulega til nokkra sem hafa orðið mjög veikir vegna samheitalyfja og haf þurft margar vikur til að ná sér úr því. Fólk veður að fara að lata heyra í sér með pistlum og bloggi eins og þú Guðrún mín. Að svona veikur einstaklingur eins og sonur inn skuli ekki fá þá hjálp sem hann þarf er ekki liðandi í okkar samfélagi.

Þórey A. Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir Steingrímur og Þórey.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband