Tilkynningarskylda barnaverndarlaga gildir um alla opinbera starfsmenn og er ofar þagnarskyldu.

Það er alveg sama hvaða opinber starfsmaður kann að verða áskynja um eitthvað er mögulega getur brotið á velferð barna, þeim hinum sama er skylt að tilkynna slíkt, til þess bærra aðila innan kerfisins.

Að öðru leyti eru viðkomandi bundnir þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem er hluti af starfinu.

Skiptir þar engu máli hvort viðkomandi er lögreglumaður, læknir, eða prestur, hjúkrunarfræðingur, eða sjúkraliði, kennari eða skólaliði, eða starfar á einhverjum þeim vettvangi að hafa aðkomu að málefnum barna.

Öllum þeim aðilum á að vera gjörkunnugt um það að þeir starfi undir barnaverndarlögum hér að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Velferð barnsins hefur forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðrún María. Vandinn er bara sá að einstaklings-"dómar" án réttarhalda geta leitt til þess að starfsmenn hinna ýmsu stétta gera meiri skaða en gagn ef þeir hafa ekki réttaláta dómgreind til að meta/dæma réttlátt?

Ef einhverjum er illa við einhvern getur hann í skjóli þagnarskyldu logið ýmsu um fólk til að ná sér niðri á viðkomandi sem er ólíðandi og sjúkt siðleysi. það viðgengst hindrunarlaust hér á landi? 

Ég er ekki að tala um Geir Waage því ég hef ekkert út á hann að setja og er þessi aðför að honum kallað: einelti (í skjóli pólitískra fjölmiðla)!!!

Ef eitthvað er þá treysti ég honum betur fyrir að þora að taka umræðuna á rökstyðjandi hátt!

Myndum við vilja lenda í svona aftöku í beinni útsendingu? Trúlega ekki.

Ef við ætlum að taka einhverjar starfstéttir fyrir án löglegra réttarhalda, eigum við að taka allar.

Og ekki síst barnaverndar-yfirvöld sem hafa misnotað og svikið börn á ólíðandi og óbætandi hátt í mörgum tilfellum án þess að þurfa að taka út refsingar og víkja úr starfi vegna dómgreindar-skorts og vítaverða vanrækslu í starfi? Hvers vegna hefur enginn verið settur af vegna Breiðavíkur-málsins? Hver verndar svona ofbeldis-fólk og kemst upp með  það?

Afbrot barnaverndar-yfirvalda eru alvarlegri en annarra að því leytinu til að þeim ber að vernda börn sérstaklega umfram aðra fyrir illri meðferð og svíkja það svo í sumum tilfellum og þurfa ekki að svara til saka hjá dómsstólum réttlætis? þetta er kallað að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur á ólöglegan hátt!!!

Lúalegra og sjúkara getur það tæpast orðið???

Lögreglan hefur ekki leyfi til að grípa inn í vegna þess að barnaverndar-yfirvöld hafa meiri rétt en lögreglan, og án lagalegra réttar-halda? er einhver sem skilur svona réttar-far?

Ekki ég!!! Og örugglega enginn heiðarlegur prestur heldur? 

Ég vil ekki frekar en aðrir að okkar barnabörn lendi í klóm slíkrar aftökusveitar vegna geðþótta-ákvörðunar óréttlátra og dómgreindar-lausra embættis-svikara (fjarstýrðum af embættis-mafíu) án sannana með réttlátum réttarhöldum!!! Svona villimanna-vinnubrögð eru á leið út og ekki seinna vænna.

Ekki má samt alhæfa í þessum málum frekar en öðrum. Margir reyna sitt besta en lenda í óvæginni gagnrýni án þess að eiga það skilið og er það vegna óhæfra,pólitískra og spilltra dómara á Íslandi. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband