Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Hvað átti ríkisstjórnin að gera sem hún hefur ekki gert.
Sunnudagur, 4. júlí 2010
Í fyrsta lagi átti sú ríkisstjórn sem tók við eftir síðustu þingkosningar að hefjast handa við það að koma almennum aðgerðum í gang við stjórn efnahagsmála, varðandi það að taka fall krónunnar af almenningi að hluta til, meðan verið var að gera upp gömlu bankanna.
Í öðru lagi, skyldu stjórnvöld á sama tíma hafa haldið hvers konar skatta og gjaldahækkunum í hófi gagnvart almenningi í landinu, sem aftur hefði skilað hagkerfi í gangi í stað stöðnunar.
Í þriðja lagi skyldu hvers konar nauðsynleg þjónustuverkefni hins opinbera varðandi útboð framkvæmda hljóta flýtimeðferð í stað, aðgerðaleysis í því efni.
Í fjórða lagi átti ríkisstjórnin aldrei að láta sér detta í hug að þvinga aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegn um þjóðþingið í krafti meirihluta við þessar kringumstæður.
Í fimmta lagi, átti þessi ríkistjórn að koma fram sem aðili sem gerir sér far um að vera í góðu sambandi við fólkið í landinu með upplýsingum um hverjar þær ráðstafanir sem fyrir dyrum voru hverju sinni, með því að tala við fólkið af hálfu ráðherra viðkomandi málaflokka ekki hvað síst forsætisráðherra.
Við slíkar aðstæður þar sem ein þjóð má þola hrun eins efnahagskerfis er það eitt af því mikilvægasta sem um ræðir að stjórnvöld komi fram sem sá sterki en það hefur núverandi ríkisstjórn því miður ekki gert að mínu mati, heldur hafa erjur og deilur innbyrðis um ýmis mál einkennt stjórnarfarið sem og upplýsingaleysi sem og feluleikur varðandi icesavemálið verið olía á eld óánægju allra handa.
Til þess að bæta gráu ofan á svart eftir ákvörðun forseta um að vísa lögum um icesave í þjóðaratkvæði, hófu forkólfar ríkissttjórnar að tala niður það atriði að máli þessu væri vísað í dóm þjóðarinnar sem fyrir sitjandi stjórnvöld eins og að skjóta sig í fótinn í raun og jók ekki trú á getu stjórnvalda til að taka á málum nema síður væri.
Fleira mætti nefna en læt nægja í bili.
kv.Guðrún María.
Og hefst nú kjördæmapotið.
Sunnudagur, 4. júlí 2010
Það er sjálfsagt fyrir Ólínu að standa vörð um kjördæmapotið í þessu tilviki um strandveiðar í sínu kjördæmi.
Ég vona samt að mönnum detti ekki í hug að fara að færa aflamagn milli svæða sem mun einungis búa til, enn eitt argaþrasið í fiskveiðum hér á landi.
Það þarf að hafa heildarpott um veiðar sem þessar þar sem menn geta veitt þar sem þeir vilja uns hámarki er náð.
Menn munu þá gera út þar sem fiskurinn er hverju sinni, flóknara er það ekki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skipting aflans í strandveiðum verði endurskoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinn mikli skortur á aga í einu þjóðfélagi.
Laugardagur, 3. júlí 2010
Hvers vegna hefur allt farið úr böndunum hjá okkur Íslendingum varðandi það að byggja upp skilvirkt þjóðfélag þar sem hægt er að deila verðmætaöflun jafnt á þjóðfélagsþegna ?
Mín skoðun er sú að skortur á aga og aðhaldi sé að hluta til orsökin.
Menn hafa litið svo á að ríkið sé hít en ekki hluti af okkur sjálfum, og umfang hins opinbera, hafi ekkert að gera með lífskjör í landinu.
Framúrkeyrsla á fjárlögum ár eftir ár eftir ár og áratugi eftir áratugi ber ekki vott um aga, þvert á móti er þar um að ræða agaleysi, sem enn hefur ekki tekist að koma heim og saman.
Eftir höfðinu dansa limirnir og það atriði að reyna að vippa einu samfélagi yfir í meint markaðssamfélag, allt í einu, þar sem þrjú hundruð þúsund manns er sá markaður sem um er að ræða, með nær því sama umfangi hins opinbera samtímis, var afar sérstakt fyrirbæri sem gat illa eða ekki gengið upp.
Ef það hefði nú verið svo gott að lög og lagafyrirmæli settu ákveðin mörk þar sem ekki væri það atriði uppi að ýmislegt stangaðist á hvert annars horn, þá hefði niðurstaða ef til vill orðið ögn skárri.
Raunin er sú að mörkin voru um víðan völl og þar sem menn fundu glufur til þess að koma sínum hagsmunum til húsa, þá var hið sama nýtt til fullnustu i hvarvetna.
Ákveðin siðhningnum varð til það sem menn hættu að gagnrýna eitthvað sem þeim hinum sömu blöskraði og þeir sem áfram gagnrýndu voru úthrópaðir nöldurseggir og niðurrifsmenn.
Stjórnmálamenn þorðu ekki að segja já eða nei afar margir til þess að falla ekki í flokk nöldurseggja, og sú saga er svo sem gömul og ný enn þann dag í dag.
Nógu háværir hagsmunarhópar hinna ýmsu réttindabaráttu hvers konar fengu sínu framgengt í lögum frá Alþingi fram og til baka ár eftir ár, sumir til að standa vörð um breytingaleysi og sumir til þess að breyta.
Sívaxandi fjármagn í prófkjörstilstand og auglýsingaskrum gerði stjórnmálaflokkana þáttakanda í eins konar hirðfíflasamkomu hinna nýtilkomnu markaðsafla hér á landi.
Alþingi gat ekki sett lög um opið bókhald stjórnmálaflokka fyrr en eftir dúk og disk enda venja hér á landi að hefjast handa þegar vandamálin hafa vaxið mönnum upp fyrir axlir, ekki fyrr.
Skortur á aga er stórt atriði.
kv.Guðrún María.
Auðvitað vill Evrópusambandið fiskimiðin.
Laugardagur, 3. júlí 2010
Það hefur verið vitað mál frá upphafi að það eru hagsmunir Evrópusambandsins að komast að í íslenskri fiskveiðilögsögu eins og breski þingmaðurinn bendir á.
Þeir sem enn gera sér ekki grein fyrir því að sjálfstæði þjóðarinnar felst ekki hvað síst í því að hafa yfir að ráða efnahagslögu til fiskveiða, ættu að fara að kynna sér það hið sama.
Við Íslendingar GETUM sjálfir betrumbætt núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, sem er meingallað að mörgu leyti, en innganga í Esb þýðir það að við fáum engu ráðið um þær hinar sömu breytingar og við munum þurfa að undirgangast sameiginlega stefnu sambandsins...
Flóknara er það ekki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það átti að spyrja þjóðina um HVORT, fara ætti í viðræður.
Föstudagur, 2. júlí 2010
Fádæma vitundarskortur núverandi ráðamanna einkum í Samfylkingunni, varðandi það atriði að þvinga gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu, kann að kosta okkur fjármuni sem hent er á glæ.
Auðvitað átti að kanna vilja þjóðarinnar til þess að sækja um aðild, þar var og er hin lýðræðislega aðferð.
Einungis aðferðafræði stjórnvalda hefur kallað á andstöðu við málið, ein og sér.
kv.Guðrún María.
![]() |
Aðeins fjórðungur vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nöldurseggir hins gamla markaðskerfis sem hrundi hér á landi.
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Það er eins og hluti Sjálfstæðismanna hafi ekki áttað sig á þeim ágöllum sem hið íslenska markaðskerfi innihélt og telji að það atriði að ganga í Evrópusambandið muni opna markaði út og inn, þannig að dansa megi áfram Hrunadansinn inn í samband þjóða í Evrópu.
Í mínum huga eru þarna menn sérhagsmunavörslu hins gamla Íslands, sem hinir sömu telja möguleika á að sigla með út fyrir landsteina, þar sem fyrrum mistök hvers konar muni gleymd og grafin inn í stjórnsýsluapparati þvi sem þar um ræðir.
því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Harma samþykkt landsfundar um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgin líti fyrst í eigin barm.
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Ég legg til að Reykjavíkurborg skoði laun eigin starfsmanna, lægstu laun og meti hvort þau hin sömu laun einstaklinga nægi til þess að uppfylla framfærsluviðmið þau sem gilda í dag, að lokinni greiðslu skatta og gjalda til samfélagsins.
Það er auðvelt verkefni sem ætti að vera Exeldæmi í raun en ef slíkt kynni að leiða í ljós niðurstöðu þess efnis að lægstu laun væru undir framfærsluviðmiðum, þá er það nokkuð ljóst að ræða verður við verkalýðsfélögin og fá skýringar hvers vegna samið hafi verið um laun sem hugsanlega nægja ekki til þess að uppfylla viðmið skilgreindra framfærslumarka.
Jafnframt kynni að þurfa að ræða við stjórnvöld um skattana og reiknikúnstir hins opinbera almennt um meinta möguleika þess að leggja sínýja skatta á vinnandi fólk, án þess að kaupmáttur sé til staðar.
Ég óska sr.Bjarna góðs gengis í þessu efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Búa á betur að fátækum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrsta frjálsa fréttastofan á öldum ljósvakans hér á landi, Útvarp Saga.
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Það er framför að við skulum nú upplifa það að fá frjálsa fréttastofu þar sem hvorki er um að ræða eignarhald hins opinbera, ellegar markaðsrisa á íslenskum markaði.
Við stjórnvölinn er reynslumikill fréttamaður Haukur Hólm, sem hefur mikla yfirsýn yfir samfélagið frá sjónarhóli fréttamanna.
Það verður því mjög spennandi að fylgjast með hinni nýju fréttastofu fara í loftið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ný fréttastofa í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rétt Vigdís, slík " tilmæli " eru ómarktæk.
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Ég er innilega sammála Vigdísi Hauksdóttur, í þessu efni. Tilmæli þau sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafa sent frá sér eru í raun sérstakt rannsóknarefni undir þeim kringumstæðum sem uppi eru varðandi ógildingu laga um gengistryggingu.
Það atriði að senda frá sér " tilmæli " er í anda ráðstjórnartilburða og líkt og slíkt sé gert til þess að skýla ríkisstjórn landsins til þess að axla nauðsynlega ábyrgð í málinu og horfast í augu við dómaniðurstöðu þessa eins og hún liggur fyrir.
Án efa munu stjórnvöld koma fram og þvo hendur sínar fram og til baka af því að vita nokkuð um þessi tilmæli ef ég þekki rétt.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir tilmælin ómarktæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðlegt, eru ráðherrar ríkisstjórnar sammála um þetta atriði.
Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Ég man ekki betur en að félagsmálaráðherra hafi komi fram á völlinn og rætt um að taka þyrfti fyrir lánastarfssemi sem þessa.
Nú les maður upplýsingar frá öðru ráðuneyti í þessu tilviki viðskiptaráðuneyti, þess efnis að Evrópusambandinu sé um að kenna að ekki sé hægt að breyta nokkru í þessu efni.
Það er alltaf eitthvað nýtt.
kv.Guðrún María.
![]() |
ESB setur stjórnvöldum skorður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |