Hinn mikli skortur á aga í einu þjóðfélagi.

Hvers vegna hefur allt farið úr böndunum hjá okkur Íslendingum varðandi það að byggja upp skilvirkt þjóðfélag þar sem hægt er að deila verðmætaöflun jafnt á þjóðfélagsþegna ?

Mín skoðun er sú að skortur á aga og aðhaldi sé að hluta til orsökin.

Menn hafa litið svo á að ríkið sé hít en ekki hluti af okkur sjálfum, og umfang hins opinbera, hafi ekkert að gera með lífskjör í landinu.

Framúrkeyrsla á fjárlögum ár eftir ár eftir ár og áratugi eftir áratugi ber ekki vott um aga, þvert á móti er þar um að ræða agaleysi, sem enn hefur ekki tekist að koma heim og saman.

Eftir höfðinu dansa limirnir og það atriði að reyna að vippa einu samfélagi yfir í meint markaðssamfélag, allt í einu, þar sem þrjú hundruð þúsund manns er sá markaður sem um er að ræða, með nær því sama umfangi hins opinbera samtímis, var afar sérstakt fyrirbæri sem gat illa eða ekki gengið upp.

Ef það hefði nú verið svo gott að lög og lagafyrirmæli settu ákveðin mörk þar sem ekki væri það atriði uppi að ýmislegt stangaðist á hvert annars horn, þá hefði niðurstaða ef til vill orðið ögn skárri.

Raunin er sú að mörkin voru um víðan völl og þar sem menn fundu glufur til þess að koma sínum hagsmunum til húsa, þá var hið sama nýtt til fullnustu i hvarvetna.

Ákveðin siðhningnum varð til það sem menn hættu að gagnrýna eitthvað sem þeim hinum sömu blöskraði og þeir sem áfram gagnrýndu voru úthrópaðir nöldurseggir og niðurrifsmenn.

Stjórnmálamenn þorðu ekki að segja já eða nei afar margir til þess að falla ekki í flokk nöldurseggja, og sú saga er svo sem gömul og ný enn þann dag í dag.

Nógu háværir hagsmunarhópar hinna ýmsu réttindabaráttu hvers konar fengu sínu framgengt í lögum frá Alþingi fram og til baka ár eftir ár, sumir til að standa vörð um breytingaleysi og sumir til þess að breyta.

Sívaxandi fjármagn í prófkjörstilstand og auglýsingaskrum gerði stjórnmálaflokkana þáttakanda í eins konar hirðfíflasamkomu hinna nýtilkomnu markaðsafla hér á landi.

Alþingi gat ekki sett lög um opið bókhald stjórnmálaflokka fyrr en eftir dúk og disk enda venja hér á landi að hefjast handa þegar vandamálin hafa vaxið mönnum upp fyrir axlir, ekki fyrr.

Skortur á aga er stórt atriði.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband