Búsáhaldabylting gegn vinstri stjórn í landinu.

Það voru mistök að senda út þessi tilmæli og ekki hafa ráðherrar ríkisstjórnar haft mikið fyrir því að tjá sig síðustu daga, og ræða málin við almenning í landinu.

Fundur efnahags og viðskiptanefndar leiddi í ljós að menn virðast ekki einu sinni hafa fundað með lykilstofnunum, þótt ekki væri svo mikið sem til þess að samræma aðgerðir.

Reiði almennings er skiljanleg, svo mikið er vist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áfram mótmælt í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Orð mistök er ekki rétt.  Allir notfæra sér þetta orð til að afsaka eigin gerðir.  En það nægir ekki að alltaf upp á ný koma MISTÖK en ekki VANRÆKSLA, SPILLING ofl.

Andrés.si, 6.7.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

það er vegna þess að sömu spilltu stórnendurnir eru í mörgum valdastöðum þessu verðum við að breita!

Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stjórnvöld voru vissulega meðvituð um tilmæli FME og SÍ áður en þau voru sett fram.  Fyrirmælin voru gefin út kl 9 að morgni og rétt fyrir 9.30 þegar fjármála og viðskiptaráðherra, voru á leið á ríkisstjórnarfund, þá voru þeir spurðir út í tilmælin.  Þeir gáfu sig upp, sem hlynnta tilmælunum og vitnuðu í rauninni í sömu rök og lagagreinar og FME og SÍ.

 Það vakti víða þónokkrar efasemdir þegar Steingrímur J. var allt í einu, búinn að einkavæða tvo banka, fyrir ca. ári, á mjög "farsælan og hagstæðan" hátt fyrir ríkissjóð.  Þá var reyndar Steingrímur nýbúinn einnig að leggja fyrir þingið "Svavarssaminginn" í Icesavedeilunni, sem "farsæla" lausn, þannig að vissulega voru nægar innistæður fyrir þeim vafa á því að þessi einkavæðing hefði farið fram með eðlilegum hætti.

 Það er nú alls ekki svo, að þingmenn og þá sér í lagi stjórnarandstöðu þingmenn hafi ekki lagt fram fyrirspurnir, bæði munnlegar og skriflegar, við frekar dræmar undirtektir stjórnvalda og enn dræmari svör. Auk þess sem að fulltrúar stjórnvalda og stjórnendur bankanna hafa oftar en ekki verið kallaðir, fyrir nefndir þingsins, svo þingheimur mætti betur glöggva sig á þeim "gjörningi" sem þessi einkavæðing var.  En árangur þeirrar viðleitni allrar var minni en enginn.

 Fyrstu viðbrögð stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar voru, að þau ætluðu ekkert að aðhafast.  En það leið ekki á löngu þangað til að Gylfi viðskiptaráðherra og Steingrímur, fóru að tala um stóran bakreikning á skattgreiðendur, ef að dómurinn yrði látinn standa.

 Við þessi viðbrögð stjórnvalda vöknuðu grunsemdir, um að við einkavæðingu bankanna, hafi verið gerðir leynilegir baksamningar, vegna myntkörfulánanna.  Samningar sem hljóðuðu upp á það að ríkissjóður tæki á sig skellinn, yrðu myntkörfulánin dæmd ólögleg.  Með slíkum samningi, hafa þá stjórnvöld þverbrotið lög um fjárreiður ríkisins, þar sem meðal annars stendur að ríkisábyrgð megi eigi veita, nema að Alþingi fjalli áður um málið efnislega og samþykki ábyrgðina.  Eins jaðrar þetta við að vera brot á 91. grein Hegningarlaganna, hafi slíkir samningar verið gerðir, en 91. greinin hljómar svona:

" Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."

 Hvað sem því líður, hvaða lög hafi verið brotin eða ekki, þá er það að verða ljósara með hverjum deginum sem líður, að rannsaka þarf, einkavæðingu bankanna, "hina síðari" ekki seinna en strax.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.7.2010 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband