Hjartanlega sammála Björk Guðmundsdóttur.

Það er nokkuð ljóst að íslenska þjóðin sættir sig engan veginn við það atriði að skúffufyrirtæki í Svíþjóð með aðsetur annars staðar eignist 98,5% eignarhlut í orkufyrirtækjum.

Þar hljóta allir stjórnmálaflokkar að staldra við og spyrja um staðreyndir mála allra, eða hvað ?

Ætlar ríkisstjórn landsins að láta þetta hafa sinn gang eins og ekkert sé ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Björk: Rannsóknarnefnd um Magma málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ignito

Sæl Guðrún

Að mínum skilningi þá var stofnað skúffufyrirtæki vegna reglna innan Íslenska Ríkisins ásamt því að vegna ESB (eða EES) þá mátti auðvitað ekki mismuna innan þeirra ríkja sem eru innan þess.

Nefnda fyrirtæki hefur aldrei að mínu viti falið það að sé "skúffu-fyrirtæki" og var sú aðgerð ávallt gert vegna ofangreindra reglna.

Gætir einhvers miskilnings hjá þér vegna þessa ?  Ég spyr vegna þess að í þessu máli var verið að selja frá einkafyrirtæki til einkafyrirtækis.  Það var verið að selja tæki og tól.  Það var ekki verið að selja auðlindina.  Auðlindin var leigð.   Ísland og þá íslendingar eiga heita vatnið ennþá.

Hins vegar má auðvitað spyrja sig, er leigutíminn óeðlilega langur ?  35 ár (að mér skilst) og við endurskoðun þá er hægt að auka um helming.   Reyndar kemur þar inní rangfærsla sem ég varð vitni að þegar var reiknað í 65 ár og tvöföldun varð 130 ár.  En fyrrnefnd tala (65) var gjarnan notuð í kosningum sem þú og ég vitum gengur útá "popularisma" og er hent fram í þeirri von að fólk kynni sér ekki málin sem um ræðir.

En svona til að smella svari á spurningu þína. 

"Ætlar ríkisstjórn landsins að láta þetta hafa sinn gang eins og ekkert sé ? "

Ég sé ekki að stjórnvöld geti það.  Þau geta ekki sett reglur aftur í tímann.  Þau geta ekki hækkað skatta þína aftur til 1999.  Þú breytir ekki reglum eftirá. 

Með sumar og sólarkveðju.

Ignito, 20.7.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband