Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Fjölmiðlarnir og fjármagnið.

Í hamagangi góðæristímabilsins, og einnig enn þann dag dag, var það og er all vel sýnilegt hvar hver og hverjir gengu erinda hvers.

Ekki þarf annað en að rýna í frásagnir og magn frétta þar að lútandi.

Svo sem sérstaks áhuga á aðildar að Evrópusambandinu, þar sem val á hinum ýmsu einstaklingum i spjallþætti hefur endurspeglað viðhorf og vilja einstakra aðila hvað það varðar ekki hvað síst á Ríkissjónvarpinu og Fréttablaðinu.

Það atriði að ein verslunarkeðja í landinu eigi einnig fjölmiðla svo sem dagblað sem dreift er ókeypis, sem þeir hinir sömu nota og nýta til markaðsyfirráða er og verður óheilbrigt markaðsumhverfi, slíkt gefur augaleið.

Það er ánægjulegt að vita að engir blaðamenn á Pressunni séu kostaðir af stórfyrirtækjum, en einhverra hluta vegna hafa menn séð ástæðu til þess að taka það fram.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engir blaðamenn í boði Baugs á Pressunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þótt allur tími Alþingis næsta þing færi í leiðrétta þetta óréttlæti, væri þeim tíma vel varið.

Það er gjörsamlega óviðunandi að horfa þegjandi á þessa þróun mála til handa þeim sem hafa lokið ævistarfi ellegar eru á bótum vegna heilsutaps sem öryrkjar.

Endurskoðun almannatryggingalaga svo ekki sé minnst á tekjutengingavitleysu þá sem við lýði hefur verið, er brýnasta verkefni Alþingismanna.

Ég skora á núverandi ríkisstjórn að bretta upp ermarnar og taka til við það að stemma stigu við þeirri endaleysu sem hér á sér stað í þessu efni.

Ein kynslóð á ekki að bera byrðar sem slíkar vegna klaufaskaps við skipan mála er valda miklu tjóni fyrir hlutaðeigandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skerðing lífeyris vegna verðbóta er keðjuverkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósköp er það aumt ef ein ríkisstjórn treystir á dómsstóla.

Það skyldi þó aldrei vera að fjármálaráðherra væri nær að skoða eigið skattkerfi þar sem þar sem hið gamla ráð að ef beygja á ökutækinu sé gott að snúa stýrinu, væri fyrir það fyrsta viðfangsefnið.

Núverandi ríkisstjórn getur ekki haldið uppi einu stykki hagkerfi með því að stöðva hjól atvinulífs og heimila með ofurskattlagningu í atvinnuleysi eins og raun ber vitni.

Það er aumt til þess að vita að sjá yfirlýsingu sem slíka út fyrir landsteina frá fjármálaráðherra landsins að treyst sé á niðurstöðu dómsstóla varðandi gengislánin, án aðgerða annarra af hálfu einnar ríkisstjórnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Staðfesting héraðsdóms mun eyða óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð Vestmannaeyja er einstök.

Faðir minn heitinn var löngum með hugann út í Eyjum, og sem aldrei fyrr er þjóðhátíð var, og hann sá um að uppfræða um þessa miklu skemmtun áður en ég sjálf var komin á þann aldur að fara og upplifa þennan atburð.

Brekkusöngurinn, brennan og flugeldasýningin er eitthvað sem reynt hefur verið að flytja út frá Eyjum upp á land, en það er bara ekki eins og vera í Eyjum, því það er bara einn brekkusöngvari Árni Johnsen og hann er í Eyjum þessa helgi.

Hann tók við af Ása heitnum i Bæ, sem var einstakur lifskúnster eins og Árni, en stemmingin í brekkunni í Herjólfsdal við söng þúsunda manna er eitthvað sem varla verður með orðum lýst.

Lífsgleði Vestmanneyinga og húmor fyrir mannlífinu almennt, birtist ekki hvað síst í textum Ása heitins í Bæ en pabbi sá um það að kenna mér Sæsavalsinn löngu áður en ég fór sjálf á þjóðhátíð.

Set hér með það sem ég man úr

Sæsavalsinum.

" Er kvöldskuggar læðast um tinda og tjöld,
þá tökum við upp einn hnall.
Því þetta er skrykkjótt og undarleg öld,
með eitt hundrað prósent spjall.
Gott er í Gírkassahreppi, að gleðjast við mænuval.
Svo syngjum við valsinn hans Sæsa í kvöld,
og svífum í Herjólfsdal.

Bróðir minn Sveinn og Baldur,
Bjarni sá andskoti.
Jakob og Jón Ástvaldur
og hann Jósef í Smittkoti."

eftir Ása í Bæ."

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert jafnast á við þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjaiðnaðurinn hefur okkur að fíflum.

Mig minnir að það hafi verið í fyrra sem allt í einu vildi svo til að blóðþrýstingslyf það sem ég hafði haft í nokkur ár Hydramil mite, var ekki til þótt ég hefði ávísun um það frá lækni.

Útskýringin var sú að einhver mistök hefðu orðið í framleiðsluferli og lyfið kæmi innan skamms, en á meðan var boðið lyf í staðinn sem heitir Miloride mite,
sem var mun dýrara lyf. Mér leist ekki á það að skipta um lyf þótt samheitalyf væri og ráðfærði mig við læknavakt um það að reyna að vera án þess lyfs þar til það kæmi. Það tókst ekki og ég þurfti að taka samheitalyfið og borga mun meira fyrir það.

Nú þetta ár þá er Hydramil horfið af markaði án þess að læknir láti sjúkling vita, og í staðinn er komið þetta dýrara lyf Miloride mite.

Kostnaðarþáttaka sjúklings hefur því aukist til muna.

Sjálfsagt er að læknir tilkynni sjúklingi um breytt lyf þótt samheitalyf sé því dæmi eru um að samheitalyf virki ekki eins, það þekki ég sjálf að lyf sem heitir Voltaern við bakverkjum, og lyf sem heitir Vóstar sem mér var ávísað á sínum tíma, virkuðu vægast sagt misjafnt. Voltaren hjálpaði mér við þursabiti sem ég fékk um tíma endurtekið ár eftir ár, en þegar ég fékk Vóstar þá fékk ég svo ofboðslegt ofnæmi að hendur mína beinlínis loguðu og ég byrjaði að roðna í andliti einnig. Ég bjargaði mér á því að drekka stöðugt vatn í hálftíma.
Læknar þorðu hins vegar ekki að ávísa mér Voltaren eftir þetta, við þessum kvilla.

Þessi lyfjamál þarfnast sannarlega skoðunar við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikill verðmunur á lyfum Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt er ekki tilefni til yfirlýsinga forseta Alþýðusambands Íslands.

Tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar er að semja um kaup og kjör hins vinnandi manns, ekki það atriði að velta sér upp úr lánshæfismati og fjárfestingum.

Það færi betur að Alþýðusambandið léti það forystumönnum lífeyrissjóða hvers fyrir sig það eftir.

Á stundum hefur manni dottið í hug að Alþýðusambandið telji sig þurfa að vera í hlutverki aðstoðarríkisstjórnar í landinu eins vitlaust og það er, því hlutverk verkalýðshreyfingar er eins og áður sagði fyrst og síðast að semja um kaup og kjör.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mjög vond tíðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað inniheldur hæfnismatið ?

Mikið væri það nú fróðlegt að fá að vita hvað hæfnismat Capacent inniheldur í þessu sambandi ?

Er það ef til vill mismunandi millum sveitarfélaga eða eins ?

Hvað er lagt til grundvallar ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fimm talin hæfust í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærismennska VG, í stjórnmálum nær nýjum hæðum.

Og allt skal gera til þess að hanga á völdunum, og tækifærismennskan nær hér nýjum hæðum í stjórnmálum hér á landi.

Þrátt fyrir tal um ný vinnubrögð er sama gamla aðferðin að setja málið í nefnd eitthvað sem menn telja að enn gangi í voru þjóðfélagi, með tilheyrandi niðurstöðuleysi þar að lútandi.

Til hvers í ósköpunum voru menn að gagnrýna eitthvað í upphafi ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Grasrótin í VG ánægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar ríkisstjórnin að " vinda ofan af " eigin einkavæðingu í orkugeiranum, með rannsókn ?

Hefði ekki verið nær að koma hreint fram og segjast ætla að salta málið, en blaðamannafundur sem þessi er í raun hjákátlegt fyrirbæri og halda mætti að menn telji það ganga endalaust að skipa rannsóknarnefndir á rannsóknarnefndir ofan.

Þessi ríkisstjórn er nálægt því að setja heimsmet í bullukollaragangi allra handa, innanlands sem erlendis.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill vinda ofan af Magma máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna þessa getur Ísland ekki gengið í Evrópusambandið.

Þetta mál er mjög einfalt, því vitað hefur verið allan tímann að Esb, veiti ekki varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni, og sökum þess brýtur á því hinu sama atriði hvað okkur varðar.

Alveg sama hvað núverandi handhafar stjórnvalda reyna að veifa til og frá í orðahjali hér og þar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband