Verður hægt að nýta og nytja land til fóðuröflunar ?

Bændur í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum hljóta að standa frammi fyrir ýmsum spurningum, varðandi heyöflun þetta árið, með viðvarandi öskufok á svæðinu.

Mikilvægt er að rannsóknir hvers konar eigi sér stað, en hins vegar er það ekki möguleiki að finna út strax,hvernig aska í grænu grasi á túnum, mun verkast í nútíma aðferðum við rúllubaggapakkningu.

Samvinna vísindamanna og bænda hlýtur því að verða náin um tíma á þessu svæði öllu, þar sem hvers konar upplýsingar eru spurning um ákvarðanatöku um framhaldið.

Ég vona innilega að landbúnaður á þessu svæði nái að halda velli þrátt fyrir þessi ósköp sem dunið hafa yfir, með hverju því móti sem verða má.

kv. Guðrún María.


mbl.is Vilja halda sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband