Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Telja nýju þingmennirnir stjórnmálaflokka eins og fyrirtækin sem þeir störfuðu hjá ?
Miðvikudagur, 2. júní 2010
Fyrrum fréttastjóri Stöðvar 2 og pistlahöfundur Fréttablaðsins settust báðir á þíng eftir síðustu þingkosningar, og nú heimta þeir báðir að flokksforysta verði endurnýjuð, í kjölfar stórsigurs Besta flokksins í einu kjördæmi Reykjavík,í sveitarstjórnarkosningum, en hvorugur situr þó fyrir það hið sama kjördæmi.
Nokkuð sérkennilegt ekki hvað síst þar sem bæði SF og Framsókn endurnýjaði flokksforystu fyrir þingkosningarnar, og þeir hinir sömu hlutu þar brautargengi á þing.
Annar kom úr sama flokki og hinn starfar í núna en báðir störfuðu þeir hjá sama markaðsrisanum á fjölmiðlamarkaði, sem einnig átti megineignarhald í matvöruverslun hér á landi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samfylking finni nýja forystu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varla eru bílalánin eina dæmið um forsenduskort á veðhæfni til útlána ?
Miðvikudagur, 2. júní 2010
Mér er spurn í huga varðandi sértæka lagasetningu af hálfu félagsmálaráðherra, varðandi gengistryggð bílalán, hvort þar sé um að ræða eitthvað einstakt dæmi í íslensku fjármálaumhverfi fyrir hrun eða hvort víðar megi leita dæma um skort á forsendum til útlána ?
Ég tel að því miður sé þar ekki um eitthvað einstakt fyrirbæri að ræða og sökum þess, er sértæk lagasetning um bílalán eingöngu eins og dýfa fingri í vandamálið að mínu viti.
Það atriði að félagsmálaráðuneyti setji fram frumvarp um fjármálaumhverfið, sem ég hélt að væri frekar á borði viðskiptaráðuneytis eða fjármálaráðuneytis, finnst mér sérstakt.
Tilfinningin fyrir þvi að stjórnvöld skorti heildarsýn er fyrir hendi.
kv.Guðrún María.
![]() |
18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er lán í óláni að bílaeign skulu hafa minnkað þegar aska fýkur um allt.
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Við fengum öskurigningarskúrir hér í Hafnarfirði, í dag, sem minnir á það atriði að aska fýkur um allt land áfram.
Þessi aska þornar hins vegar á milli skúra og fýkur um, eins og veður hefur verið í dag.
Sem betur fer er nagladekkjatímabilið úti og sú hin sama hundleiðinlega mengum af völdum þess á höfuðborgarsvæðinu, því ekki til viðbótar.
Færri bílar í akstri eru einnig lán í óláni í þessu efni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svifryk yfir mörkum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óskin um breytingar var einnig hér í Hafnarfirði.
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort samstarf sömu flokka og nú ráða í ríkisstjórn hafi áhrif á það atriði að einn bæjarfulltrúi VG, velur Samfylkingu sem áður var í meirihluta til viðræðna um stjórn bæjarins ?
Eru það klíkustjórnmál eða eitthvað annað ?
Var fólk ekki að senda skilaboð um breytingar hér sem annars staðar.
Það var mín upplifun hafandi tekið þátt í þessum kosningum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Formlegar viðræður í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besti flokkurinn sigraði Einar eins og aðra í borginni.
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Mér finnst það sérkennilegt að sjá menn fara að túlka kosningaósigur í Reykjavík, á þann veg sem viðkomandi gerir hér, varðandi þá sérstöku stöðu að nýr flokkur Besti flokkurinn, sópar til sín meirihlutafylgi í borginni.
Það bitnar á öllum öðrum hlutfallslega, flóknara er það ekki og að Einar þurfi að taka það til sín persónulega getur varla verið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir trúnaðarmenn framsóknarmanna hafi kosið Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samningslausir að vinna alla daga, hvað eru stjórnvöld að hugsa ?
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Getur það verið að lögregla í nágrannalöndum okkar sé samningslaus að vinna vegna þess að stjórnvöld þar láti slíkt reka á reiðanum ?
Í mínum huga er þetta óásættanlegt, og ber vott um virðingarleysi fyrir grundvelli laga í landinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lögreglumenn mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |