Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Góð spurning hins norska þingmanns.
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að samstarf sé til staðar milli heilbrigðisyfirvalda allra á Norðurlöndum um faglegan þátt, sem þennan þ.e. áminningar í starfi lækna.
Fyrir löngu síðan hefði slikt samstarf átt að vera til staðar.
Sama máli gegnir reyndar um það atriði að yfirvöld í hverju landi fyrir sig veiti upplýsingar um slíkt til handa sjúklingum, en mér best vitanlega hafa heilbrigðisyfirvöld í Noregi valið þá leið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Upplýst um lækna sem fá áminningu í starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kom þetta úr hugmyndabanka ríkisstjórnarinnar ?
Þriðjudagur, 4. maí 2010
Það er nokkuð sérkennilegt að Seðlabankastjóri skuli koma af fjöllum og þurfa að vera á flótta undan meintri launahækkun, sem bankaráð virðist hafa verið með á prjónunum.
Eitthvað er þetta í sjónleikjastíl satt best að segja.
kv.Guðrún María.
![]() |
Már myndi ekki þiggja launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hið íslenska stjórnmálalandslag eftir hrunskýrsluna.
Mánudagur, 3. maí 2010
Ef til vill má líkja íslensku stjórnmálaumhverfi við Markarfljótsaurana eftir flóðið úr jöklinum, varðandi það að endurmat á endurmat ofan hlýtur að fylgja í kjölfarið af skýrslu um illa virkt kerfisfyrirkomulag, og skort á vitund um siðferði ýmis konar.
Ég trúi því að mönnum takist að endurmeta gildi eins samfélags og finna leiðir til aukinnar samvinnu þar sem málefni eru ofar mönnum.
Það er hins vegar skammt öfganna á milli og menn keppast nú við að stimpla hrunið á einstaka flokka eða einstaka menn, yfirleitt ekki þá flokka sem viðkomandi tilheyrir heldur " hina " flokkana, sem segir það að enn þurfa menn að hífa sig upp úr skotgröfunum, svo hefja megi framsókn í stað þess að festast í Hrunapyttinum.
Lykilorðið er samvinna um málefni ofar mönnum, sem alltaf skyldi verið hafa en hið pólítíska sjónarsvið hefur oftar en ekki verið litað af því að einstakir menn s.s Davíð Oddson væru þrándur í götu þróunar stjórnmála, eins fáránlegt og það nú er að einn maður hafi slík áhrif að orka heilu flokkanna beinist að einum einstaklingi sérstaklega, þótt verið hafi ráðherra lengi.
Sama máli gegnir um Ingibjörgu Sólrúnu, og fleiri.
Styrkveitingar til stjórnmálastarfssemi voru löngu úr böndunum, og opið bókhald flokka átti fyrir löngu að vera komið á koppinn.
Það gefur augaleið að hver sá einstaklingur sem þiggur styrki frá fyrirtækjum er óhjákvæmilega búin að setja sig í slæma stöðu, þar veldur hver á heldur og menn hljóta að átta sig á því.
kv.Guðrún María.
Góð þjónusta símafyrirtækjanna, með vefmyndavélar af eldgosinu.
Mánudagur, 3. maí 2010
Það ber að þakka sem vel er gert og nútíma tækni gerir kleift að inna af hendi.
Það atriði að geta séð á mynd í beinni útsendingu þær miklu hamfarir sem eldgos í Eyjafjallajökli er, veitir upplýsingar á stað og stund, en gerir það einnig að auka skilning okkar á eðli náttúrunnar í allri sinni mögulegu mynd.
Hafi Míla og Vodafone, þakkir fyrir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hraunið rennur fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og tók það fimm ár að fatta þetta ?
Sunnudagur, 2. maí 2010
EF arður hefur verið greiddur ólöglega á síðustu FIMM árum og menn eru að komast að þvi núna, þá er það afar sérkennilegt og bendir ekki til þess að eftirlit sé í lagi.
Væntanlega hefði það tekið styttri tíma að finna það út ef Jón Jónsson verkamaður hefði ekki innt af hendi útsvarsgreiðslur.
kv.Guðrún María.
![]() |
200 greiddu arð án heimildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi maður ætti að vera forseti ASÍ.
Sunnudagur, 2. maí 2010
Vilhjálmur Birgisson á Akranesi er einn fárra sem barist hefur með oddi og egg fyrir hagsmunum launamanna í landinu, varðandi tilgang þann og markmið sem verkalýðshreyfing þessa lands stendur fyrir, sem er að semja um kaup og kjör í landinu.
Það er mikið rétt hjá honum að meginkrafan er að hækka lágmarkslaun umtalsvert.
Þessi maður ætti að gegna formennsku í ASÍ.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hækkun lágmarkslauna í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver fjárfesti í sparifötunum ?
Sunnudagur, 2. maí 2010
Það er áleitin spurning hver hefur haft fyrir því að kaupa spariföt á " bankaræningja " og fróðlegt að fá um það upplýsingar hver fjárfesti í þeim hinum sömu sparifötum.
Ef til vill getur Gylfi gefið eitthvað nánari upplýsingar um það er fram líða tímar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gylfi: Bankaræningjar í sparifötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óðs manns æði að opna veg í Þórsmörk meðan gýs í jöklinum.
Laugardagur, 1. maí 2010
Alveg hreint er mér ómögulegt að sjá menn fara að ferja fólk á trukkum yfir Markarfljót til þess að komast í Þórsmörk með sífelldar umbreytingar á árfarvegi dag hvern meðan gýs og vatnsframrás er sífelld úr jöklinum.
Ég held að menn ættu að halda að sér höndum og virða þau öfl sem fylgja eldgosum af því tagi sem þarna er á ferð, og loka á áhættusöm ferðalög hvers konar frekar en hitt meðan gos varir.
kv.Guðrún María.
![]() |
Erfitt að opna í Þórsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hinar heilögu kýr verkalýðsfélögin og lífeyrissjóðirnir þurfa rannsóknar við.
Laugardagur, 1. maí 2010
Það er ótrúlegt að kjörnir fulltrúar almennings á Alþingi, skuli hafa lagt blessun sína yfir óbreytta skipan mála verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða áratugum saman án umbreytinga.
Getur það verið að menn hafi ekki þorað að gagnrýna skipan mála af hræðslu við
það tapa kjöri til þings ?
Hvað var sjálfsagt við það, að lífeyrissjóðum væri heimilt að fjárfesta í hinum ýmsu áhættufjárfestingum, við stofnun hlutabréfamarkaðar hér á landi ?
Í mínum huga átti slíkt aldrei að koma til sögu, sökum þess að hér er um lögbundin sparnað að ræða sem safnað er í sjóði þessa, af launum manna á vinnumarkaði.
Ég myndi vilja fá að vita hvaða snillingur beitti sér fyrir því að þingi að koma inn ákvæði í lög þess efnis að sjóðunum væri heimilt að skerða greiðslur ef tap sjóðanna næmi 10 % árlega.
Nákvæmlega þetta ákvæði kemur ekki heim og saman við það sem launþegi hefur áður hefur fengið tilkynningu um, varðandi ávinning iðgjalda samkvæmt inngreiðslum í sjóðina.
Getur það verið að kjörnum fulltrúum almennings sé alveg sama hvernig þessum málum er háttað og ég spyr aftur þora þeir ekki að anda á hina heilögu kú verkalýðsfélaganna, sem skipa að sjálfdæmi i stjórnir lífeyrissjóða ?
Lýðræðisleysi við skipan í stjórnir lífeyrissjóða og þáttaka sjóðanna á hlutabréfamarkaði hérlendis.
Því miður er hér alltof stór sjóðasöfnun í gangi þar sem örfáir menn í stjórnum verkalýðsfélaga í landinu hafa haft flest öll ráð um, án aðkomu launþega að ákvarðanatöku um eigin hagsmuni fjármuna í sjóðunum.
Svo sérkennilega vildi til að um leið og sjóðir þessir hófu þáttöku á hlutabréfamarkaði hér innanlands, hófst samsöngur verkalýðsleiðtoga um að tryggja stöðugleikann þar sem ekki mátti hækka lægstu laun um krónur eða eyri, samninga eftir samninga ásamt því að tekið var þátt í því að frysta skattleysismörk, þannig að skatttaka af launum undir fátæktarmörkum setti hinn almenna verkamann í verri stöðu en ella, og latti frekar en hvatti til frekari vinnu.
Launin fylgdu því ekki verðlagsþróun í landinu án þess að verkalýðshreyfingin sjálf gæti áttað sig á því heilan áratug að minnsta kosti.
Einum og hálfum áratug síðar hækkaði Alþingi persónuafslátt örlítið svona eins og til þess að reyna bera sól í húfum í gluggalausan kofa verkalýðshreyfingarinnar í þessu efni.
Láglaunapólítik markaðssamfélags.
Þvílík og önnur eins handarbakarvinnubrögð eru vandfundin, en því miður í ætt við annað sem þróast hefur í voru þjóðfélagi og dregið var fram í rannsóknarskýrslu um bankahrunið meðal annars.
Hið guðdómlega markaðsþjóðfélag virtist byggjast á því að arðræna alþýðuna og flytja til fjármagn til nokkurra auðmanna sem síðan spiluðu rassinn úr buxunum í útrás allra handa, með íslenskum markaðsreglum í sambland við Evrópureglugerðarflóðið.
Einkavæddir auðmenn léku sig greifa með gull og græna skóga og gættu þess að styrkja stjórnmálamenn á réttum stöðum, og menningu við hæfi þar sem þeim hinum sömu var komið á stall sem góðgerðamönnunum miklu við hvert tækifæri og vinum litla mannsins eftir hentugleikum ímyndarfyrirtækjanna. Einokunarbissness varð til á matvörumarkaði þar sem sama fyrirtækið þóttist keppa við sjálft sig með hæsta og lægsta vöruverðinu í sitt hvorri búðinni.
Á sama tíma var erlent vinnuafl boðið velkomið til vinnu á lúsarlaunum, undir formerkjum alþjóðahyggju og alþjóðavæðingar, en svo þurfti að frysta skattleysismörkin við láglaunapólítíkina til þess að skattar næðust inn. Kjör erlendra verkamanna við samdrátt í íslensku samfélagi og atvinnuleysi hefur enn ekki verið sérstakt verkefni stjórnvalda eða verkalýðshreyfingar, þótt ljóst megi vera að fullt af fólki hefur lítil réttindi á vinnumarkaði, og takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta og lifi við vægast sagt kröpp kjör til afkomu í voru samfélagi.
Sannleikurinn er sagna bestur, hvernig svo sem hann er og það er löngu komin tími til þess að draga hann fram í dagsljósið á þessu sviði sem öðrum.
Andvaraleysi alþingismanna um starfsemi verkalýðshreyfingarinnar hefur verið algert, og sumir þeirra koma reyndar þar úr röðum og þykjast því ekki þurfa að skoða neitt í því sambandi sem aftur gerir þetta apparat að eins konar heilagri kú, því miður.
Það er slæmt og þarf að breyta, því á hverjum tíma þurfa kjörnir fulltrúar að vera þess umkomnir að gagnrýna og endurskoða hverja þá starfssemi sem lýtur að lagasetningu í landinu.
kv.Guðrún María.
Baráttudagur verkalýðsins ?
Laugardagur, 1. maí 2010
Þegar svo er komið að verkalýðsbarátta er stöðnuð á þann veg að menn fari inn í skáp að sækja fána og stöðluð verkalýðsspjöld með aldagömlum slagorðum þann fyrsta maí, til þess að labba með smá spöl, með vinnuveitendum sem komnir eru í stjórn lifeyrissjóðanna, þá hvað ?
Hefur ekki eitthvað tapast af hugsjónum um mannsæmandi laun fyrir fulla vinnu svo ekki sé minnst á það atriði að verklýðshreyfing láti sig það varða að verkamaðurinn sé skattpíndur sem galeiðuþræll, áratugum saman ?
Því miður hefur barátta fyrir hagsmunum launamanna á almennum vinnumarkaði varla verið sýnileg allt of lengi.
Ástæðan er í mínum huga sú að samkrull vinnuveitanda og verkalýðshreyfingar hefur komið til sögu, ásamt því að meira og minna eru félögin tengd inn í stjórnmálaflokkanna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hefðbundin dagskrá á 1. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |