Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Unglingar vilja samveru með fjölskyldunni.

Unga fólkið er framtíðin, og það er athyglisvert að sjá það að ungmenni vilja borða oftar með fjölskyldu sinni samkvæmt þessari könnun, sem aftur segir okkur nokkuð um það að fjölskyldan hittist ekki of oft við matarborðið.

Ef til vill kemur þar við sögu vinnuþáttaka beggja foreldra á vinnumarkaði, og ýmis konar breytingar sem orðið hafa til á samfélagsgerðinni undanfarin ár og áratugi sem og launa og verðlagsþróun ýmis konar í voru samfélagi.

Það er fínt að fá svona könnun sem er vísbending.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja efla fjölskyldutengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og tjaldið fellur.

Sjónleikjaspil forkólfa ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna virðist komið að lokaþætti, þar sem menn hafa farið marga hringi í yfirlýsingum allra handa hér og þar, um samningagerð sem viðkomandi eru í raun umboðslausir um, uns þjóðin hefur greitt atkvæði um lögin sem þeir sjálfir settu.

Ólög sem gætu leitt til þess að gera landið gjaldþrota með þeim fyrirvaralausu skuldbindingum sem þar var meiningin að leggja á íslensku þjóðina, skuldbindingum sem færðar voru yfir á hið pólítíska svið þótt verulegur vafi leiki á lögvörðum atriðum þar að lútandi.

Að sjálfsögðu segjum við NEI við slíkum skuldbindingum.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Frestun kosningarinnar ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin ekki stjórnmálaflokkur, með skoðun á landbúnaðarmálum ?

Það hlýtur að verða ritað í sögubækurnar að flokkur sem fer með forsvar í ríkisstjórn landsins, taki ekki þátt í því að senda fulltrúa á búnaðarþing, í þessu tilviki Evrópunefnd þingsins.

Stórundarlegt.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Samfylkingin hunsaði fund Evrópunefndar Búnaðarþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita Bretar að stjórnvöld eru umboðslaus fram yfir atkvæðagreiðslu ?

Það er lágmarksvirðing við almenning í landinu að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í friði án sjónleikjasýningar um meinta samningagerð án umboðs þjóðar, af hálfu sitjandi ráðamanna.

Það sér hver heilvita maður að þetta samningatilstand er einungis til þess að reyna að bjarga andliti ríkisstjórnarflokka sem undirgengu óásættanlegar kröfur, til handa landi og þjóð, sem settar voru fram í lögum frá þinginu um áramótin síðustu.

Þjóðin mun segja sína skoðun á þeim hinum sömu ólögum á laugardaginn.

lifi lýðræðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta íslenzka þjóðaratkvæðagreiðslan um lög frá Alþingi, fyrstu skrefin að virku lýðræði.

Fyrir okkur Íslendinga er það stór stund á laugardaginn að fá í fyrsta skipti að segja skoðun okkar á lögum sem almenningur í landinu er mótfallin og forseti hefur vísað í þjóðaratkvæði.

Því meiri sem þáttaka almennings verður í þessari atkvæðagreiðslu því betra.

Lifi lýðræðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umboðsmenn já- og nei-fylkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun forseta landsins er í gildi, ríkisstjórn hefur ekki leyfi til þess að breyta þar nokkru um.

Einu sinni enn les maður um fáránlega hluti, af hálfu sitjandi ráðamanna.

Stjórnvöld hafa ekkert umboð til samninga um mál sem þau hin sömu hafa sett gegn um þingið fyrr en þjóðin hefur greitt atkvæði, ekkert.

Svo virðist sem ríkisstjórn sé mikið í mun að reyna að tala niður atkvæðagreiðsluna með öllu því móti sem mögulegt er, þeim hinum sömu til mikils vansa.

Ef til vill þarf að kveikja á blysum við stjórnarráðið til að minna á það atriði að almenningur í landinu skoraði á forsetann að hafna lögunum um icesave !

kv.Guðrún María.


mbl.is Kann að frestast um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanvirðing ríkisstjórnarinnar á stjórnarskrá landsins og forsetaembættinu.

Það er hörmulegt að hlusta á þær yfirlýsingar sem forystumenn ríkisstjórnar senda frá sér varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem þeir hinir sömu eru að framkvæma, eftir að forseti hefur vísað máli til þjóðarinnar.

Tal um það að " nú séu á borðinu 70 milljarða betri samningar " en ríkisstjórnin sjálf gat framsett sem lög sem leiða átti yfir þjóðina af þeim sjálfum, og í ljósi þess sé atkvæðagreiðslan allt að því óþörf er tal sem engum einasta þáttakanda í íslenskum stjórnmálum er sæmandi.

Hver og einn sem reynir að viðhafa slíkan kattaþvott af eigin handvömm í máli þessu verður sér og sínum flokki til skammar, annað er ekki hægt að segja, þar sem raunin er sú að aðkoma forseta að máli þessu hefur umpólað almenningsáliti um veröld víða.

Það var ekki ríkisstjórninni að þakka svo mikið er víst, sem ætlaði að leiða allt annað í lög.

Hvers konar vanvirðingartal stjórnmálaflokka við stjórnvölinn gagnvart lýðræði landsins og stjórnarskrá sem og lagaheimildum forsetaembættis til þess að vísa máli til þjóðar, verður þeim hinum sömu til taps á komandi tímum.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband