Vanvirðing ríkisstjórnarinnar á stjórnarskrá landsins og forsetaembættinu.

Það er hörmulegt að hlusta á þær yfirlýsingar sem forystumenn ríkisstjórnar senda frá sér varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem þeir hinir sömu eru að framkvæma, eftir að forseti hefur vísað máli til þjóðarinnar.

Tal um það að " nú séu á borðinu 70 milljarða betri samningar " en ríkisstjórnin sjálf gat framsett sem lög sem leiða átti yfir þjóðina af þeim sjálfum, og í ljósi þess sé atkvæðagreiðslan allt að því óþörf er tal sem engum einasta þáttakanda í íslenskum stjórnmálum er sæmandi.

Hver og einn sem reynir að viðhafa slíkan kattaþvott af eigin handvömm í máli þessu verður sér og sínum flokki til skammar, annað er ekki hægt að segja, þar sem raunin er sú að aðkoma forseta að máli þessu hefur umpólað almenningsáliti um veröld víða.

Það var ekki ríkisstjórninni að þakka svo mikið er víst, sem ætlaði að leiða allt annað í lög.

Hvers konar vanvirðingartal stjórnmálaflokka við stjórnvölinn gagnvart lýðræði landsins og stjórnarskrá sem og lagaheimildum forsetaembættis til þess að vísa máli til þjóðar, verður þeim hinum sömu til taps á komandi tímum.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarskrá lýðveldisins Ísland:

  26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það
lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en
tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin
því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar,
og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það
þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra
manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri
atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað,
en ella halda þau gildi sínu.

Þetta er ekkert flókið  "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar,
og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það
þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra
manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri
atkvæðagreiðslu."

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband