Sannarlega ámælisverð vinnubrögð stjórnvalda að vanvirða lýðræðið.

Á hverjum einasta tíma skyldi hver kjörinn stjórnmálamaður aldrei kasta steinum úr glerhúsi varðandi það atriði að vanvirða það sama lýðræði og viðkomandi hefur notið brautargengis af sem kjörinn fulltrúi á Alþingi Íslendinga, breytir þar engu hvort um er að ræða stjórn eða stjórnarandstöðu.

Forseti HEFUR HEIMILD SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁ að vísa málum til þjóðarinnar og viðkomandi ríkisstjórn hver sem hún er má gjöra svo vel að una því hinu sama, rétt eins og viðkomandi unir eigin kjöri til þings í umboði lýðræðis í landinu.

Að forsætisráðherra láti frá sér fara ummæli um það að þjóðaratkvæðagreiðsla sé " markleysa " er pólítískt mat viðkomandi sem ekkert erindi á til almennings sem ummæli í krafti stöðu viðkomandi sem forsætisráðherra er framkvæmir slíka atkvæðagreiðslu sem stjórnvald í landinu á þeim tímapunkti.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þú hittir naglann á höfuðið!

Kristinn Snævar Jónsson, 5.3.2010 kl. 01:29

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þú hittir naglann á höfuðið!

Flottar náttúrumyndir hjá þér, t.d. gulu blómin í nr. 13. Maður finnur sumarblæinn anda á vanga og hrossagauk í fjarska gera árás á vellandi spóa.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.3.2010 kl. 01:32

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir, það verður þeim Steingrími og Jóhönnu til ævarandi skammar að mæta ekki á kjörstað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2010 kl. 18:12

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir það Kristinn.

Rétt Þorsteinn Valur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband