Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Núverandi stjórnvöld ekki þess umkominn að skera niður útgjöld hins opinbera.

Það er alveg sama hvernig á það er litið, varðandi efnahagsástand í einu þjóðfélagi að stjórnvöld hvoru tveggja þurfa og verða að gjöra svo vel að skera niður til þess að geta lækkað álögur á almenning í landinu sem aftur verður til þess að halda lágmarksgangverki eins hagkerfis gangandi.

Álögur í formi skatta áttu aldrei að hækka við slíkt ástand heldur þvert á móti skyldi hið opinbera hafa tekið á sig byrðar við slíkar aðstæður varðandi skuldastöðu til þess eins að gæta jafnræðis þegna sem kveður á um í stjórnarskrá og skyldi í heiðri haft, gagnvart skattgreiðendum á hverjum tíma.

Það er nokkuð sérstakt að svo virðist sem öfga hægri menn og öfga vinstri menn hafi sameinast í einhvers konar séríslensku kapítalismafyrirbæri þar sem  algjör rikisforsjá annars vegar og einkavinavæðing undir ríkisforsjá hins vegar, hefur fundið sömu kindagötur til að feta með tilheyrandi óhagkvæmni allra handa þegar upp er staðið.

Hvorugt hefur þjónað né mun þjóna öllum almenningi í landinu, þar sem það er einu sinni svo að öfgar hvers konar kunna sjaldan góðri lukku að stýra og til eru fleiri en tvær leiðir.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Því miður eins og vindhani og var þó nóg af slíkum.

Vindhana í íslenskri pólítik hefur ekki vantað á undanförnum árum, þar sem eitt í dag og annað á morgun er viðkvæðið, allt eftir þvi hvorum megin við borðið menn sitja það sinnið sem og hver möguleiki kann að vera að róa á tíðarandann í hagsmunabaráttu sinna eigin flokkshagsmuna.

Þráhyggjan við það atriði að hanga á sjónarmiðum sem samsoðin hafa verið til þess að hafa völd, hefur aldrei verið sýnilegri en fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til háborinnar skammar að skuli hafa verið hægt.

Það er og verður mikill áfellisdómur yfir leikreglum í einu samfélagi sem og þáttakendum í slíku, að möguleiki hafi verið að velta tæpum fimmtíu milljórðum króna, í félagi sem var eignalaust.

Þvílíkt rugl.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta Jöfnunarsjóður sveitarfélaga eða annar sjóður ?

Það er afskaplega ánægjulegt ef afkoma er góð en svo vill til að ég átta mig ekki á því hvaða sjóður er hér á ferð ?

Sjóður sem virðist hafa ávaxtast af verðbólgu meðal annars þ,e verðtryggðum skuldbindingum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Góð afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra sér einungis skötusel.

Miðað við umræður um sjávarútveg að undanförnu mætti halda að skötuselur væri helsti nytjastofn á Íslandsmiðum sem og sé tekið tillit til aðgerða ráðherra málaflokksins, en aukning í þorskveiðiheimildum hefur enn ekki litið dagsins ljós.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Dalvíkingar vilja meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obb bobb bobb, eru Vestmannaeyjar ekki stærsta verstöðin í kvótakerfinu ?

Það er gott að Vestmanneyingum gangi vel en hafa ber það í huga að núverandi kerfi undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar sjávarútvegs, hefur meira vægi í Eyjum en annars staðar, og afar hagstætt gengi krónu varðandi verðmæti útflutningsaafurða hefur verið til staðar.

Vonandi þurfa útgerðarmenn í Eyjum því ekki að kaupa sér þyrlur til ferðalaga þegar höfnin í Bakkafjöru verður komin til sögu.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ætla að framkvæma fyrir 1725 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ekki greiðsluaðlögun í gangi ?

Hvað með þá sem nú eru að sækja um greiðsluaðlögun, eiga þeir að bíða eftir nýju frumvarpi frá Alþingi um slíkt, sem er öðruvísi en núverandi lagaframkvæmd ?

Raunin er sú að þessar tillögur sem hér koma fram líta vel út, en eru að minnsta kosti hálfu ári of seint á ferðinni, sem kann að þýða tekjutap fyrir ríkissjóð, alveg sama hvernig á það er litið.

Ég get ekki sætt mig við það að nýja stofnun skuli þurfa til að taka á þessum málum til viðbótar við Ráðgjafarstofu heimilanna, sem einungis þýðir aukin ríkisútgjöld eðli máls samkvæmt, mun nærtækara væri að efla þá stofnun til starfa að málum.

Því ber hins vegar að fagna að menn átti sig á verðtryggingunni sem bölvaldi efnahagsmála.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðþrifamál að vönduð lagasetning sé til staðar frá Alþingi.

Sé eitthvað eitt þarft mál þá er það þetta sem ég tek heilshugar undir tillögur um.

Fyrir það fyrsta hefur tilhneigingin til þess að setja " allt í lög " verið of ríkjandi á Alþingi undanfarin ár og áratugi með þeim afleiðingum að lög á lög ofan hafa gert það að verkum að að senda misvísandi skilaboð, sem erfitt er að túlka fyrir framkvæmdaraðila svo ekki sé minnst á dómstóla að dæma eftir.

Jafnframt þarf að gæta að áhrifum annars vegar offarsframkvæmda sem ganga gegn stjórnarskrá, varðandi framkvæmd hvers eðlis sem er, og hins vegar lagasetningar í tíma og ótíma á skammtímavandamálum sem betur væru leyst með einfaldri stjórnvaldsákvörðun ráðherra málaflokks.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sigta gölluðu lögin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að borga umhverfismat skipulagstillagna við framkvæmdir ?

Hinn stórkostlegi kostnaður sem lagður var á sveitarfélög í formi þess að framkvæma umhverfismat í tíma og ótíma með lögum frá Alþingi um hvers konar framkvæmdir er eitthvað sem ég hefi áður rætt um að hefur verið vanmetið verulega, eins og ýmislegt í formi laga þar sem framkvæmdinni fylgir ekki ætíð fyrirhyggja um raunveruleg fjárútgjöld.

Sé það meiningin að færa þennan kostnað yfir á skattgreiðeindur líkt og allt annað þá hygg ég að kunni að hvella í bjöllum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Geri grein fyrir greiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpi oss allir heilagir !!!

Það verður nú þokkalegt ef menn hefjast handa við að kokka hinar ýmsu ályktanir hver með sínu nefi, samkvæmt flokkslínum að venju.

Vonandi er að hver skóli fyrir sig komist að sameiginlegri niðurstöðu sem þeir þrír gætu þá fundað um og kynnt almenningi sem örugglega mun fá matreiðslu fjölmiðlanna einnig.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fræðimenn verða á skýrsluvakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband