Þjóðþrifamál að vönduð lagasetning sé til staðar frá Alþingi.

Sé eitthvað eitt þarft mál þá er það þetta sem ég tek heilshugar undir tillögur um.

Fyrir það fyrsta hefur tilhneigingin til þess að setja " allt í lög " verið of ríkjandi á Alþingi undanfarin ár og áratugi með þeim afleiðingum að lög á lög ofan hafa gert það að verkum að að senda misvísandi skilaboð, sem erfitt er að túlka fyrir framkvæmdaraðila svo ekki sé minnst á dómstóla að dæma eftir.

Jafnframt þarf að gæta að áhrifum annars vegar offarsframkvæmda sem ganga gegn stjórnarskrá, varðandi framkvæmd hvers eðlis sem er, og hins vegar lagasetningar í tíma og ótíma á skammtímavandamálum sem betur væru leyst með einfaldri stjórnvaldsákvörðun ráðherra málaflokks.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja sigta gölluðu lögin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband