ER ekki greiðsluaðlögun í gangi ?

Hvað með þá sem nú eru að sækja um greiðsluaðlögun, eiga þeir að bíða eftir nýju frumvarpi frá Alþingi um slíkt, sem er öðruvísi en núverandi lagaframkvæmd ?

Raunin er sú að þessar tillögur sem hér koma fram líta vel út, en eru að minnsta kosti hálfu ári of seint á ferðinni, sem kann að þýða tekjutap fyrir ríkissjóð, alveg sama hvernig á það er litið.

Ég get ekki sætt mig við það að nýja stofnun skuli þurfa til að taka á þessum málum til viðbótar við Ráðgjafarstofu heimilanna, sem einungis þýðir aukin ríkisútgjöld eðli máls samkvæmt, mun nærtækara væri að efla þá stofnun til starfa að málum.

Því ber hins vegar að fagna að menn átti sig á verðtryggingunni sem bölvaldi efnahagsmála.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband