Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ekki er öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.

Ekki veit ég hvaða " snillingi " hefur dottið þetta í hug, en það var þá tíminn til þess að búa til tilgangslausan aukakostnað undir formerkjum eftirlits sem ætti að vera einfalt ef verkalýðsfélögin hafa virka trúnaðarmenn á vinnustöðum og skoða jafnframt greidd félagsgjöld.

Mér er einnig alveg ómögulegt að eygja samhengi hins meinta stöðugleikasáttmála og aðgerða sem þessara.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Vinnustaðaskírteini og eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Fyrir löngu síðan var kominn timi til þess að hér á landi kæmi til sögu einkasjúkrahús, einfaldlega sökum þess að það er ekkert eðlilegt að öll slík þjónusta sé einungis á vegum hins opinbera.

Hins vegar þarf sannarlega að fara varlega varðandi það atriði að tengja slíka þjónustu á ríkisspenann hvers eðlis sem er, en þar koma til sögu samningar sem hugsanlega myndu á dagskrá varðandi verkefni og skoða þarf gaumgæfilega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framkvæmdir við einkasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvaða flokk situr þessi kona í þessari nefnd ?

Leyfi mér að giska á að annað hvort sé þar um að ræða VG, eða Samfylkinguna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sibert undrast hörð viðbrögð Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta eftirlit ekki til staðar, s.s. varðandi skilanefndir bankanna ?

Ég hélt í fáfræði minni að stofnun eins og fjármálaeftirlitið væri nú þegar með það hlutverk á herðum að sjá til þess að hæfni manna væri ekki vafa undirorpin, og ekki þyrfti að setja á fót nefnd  sérfróðra einstaklinga til þess að meta það núna sérstaklega.

Nefnd á nefnd ofan er og hefur verið hin kostnaðarsama leið sem valin hefur verið til eins konar sýndarmennsku á sviði stjórnmála, þar sem eitt stykki ákvarðana hefði ef til vill hnykkt með sama móti á áherslum er þarf að iðka.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Herða eftirlit með hæfi stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hó, hó, hó, !!!

Nú er komið nóg.

" Af hverju eru í sífellu deilur manna á milli ?

  Vantar okkur virkilega meira vit og snilli ?

 Til þess að stjórna sjálfum oss og öllum vorum tólum,

 til þess að fela landið þeim börnum sem við ólum ? "

 

Ekki trúi ég öðru en þessir tveir annars ágætu menn muni ná sáttum, um mikilvægi umræðunnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðist á útvarpsmann Útvarps Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga þessi er skynsemi.

Það er fagnaðarefni þegar menn geta brotið sig út úr flokksviðjum til þess að styðja tillögugerð sem er einungis skynsemi sem um er að ræða í þessu efni og Ólafur F. Magnússon hefur oft borið fram sem fulltrúi almennings í borgarstjórn Reykjavíkur.

Jafnframt er það furðulegt að samflokksmaður skuli gera tilraun til þess að hafa áhrif á skoðanir manna við atkvæðagreiðslu um mál og segir meira en mörg orð um hið heimskulega flokksræði sem litar stjórnmálalíf okkar Íslendinga.

kv.Guðrún María. 


mbl.is Hermann studdi Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið, stórkostlegt !

Þvílikt orðskrúð.

Hefði nú ekki verið nær að setja fé í það að kynna hverjum einasta starfsmanni íslenskrar stjórnsýslu,  gildandi stjórnsýslu og upplýsingalög ?

Raunin er sú að hin siðferðilegu viðmið er nú þegar að finna í gildandi stjórnsýslulögum og einhver samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið er vægast sagt stórhlægilegt fyrirbæri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Siðareglur í Stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaralausa stjórnmálamenn úr tengslum við eigið regluverk, víðar að finna en hér á landi.

Það hlýtur að teljast stóralvarlegt að stórþjóð eins og Bretar skuli hafa hýst skattaskjól hins tryllta fjármálamarkaðar, en endurspeglar andvaraleysi sitjandi fulltrúa gagnvart þróun eigin regluverks.

Það er annars mjög fróðlegt að lesa þetta viðtal við Christiansen, sem greinilega hefur yfirsýn yfir sviðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bretar græða á skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halelúja...

Það verður að teljast sérkennilegt að ráðuneytið telji sig ekki þess umkomið að valda því verkefni að koma á framfæri hlutlausri kynningu varðandi þetta mál, til handa almenningi, og þurfi að fela Lagastofnun Háskólans slikt sem án efa kostar mun, meira.

Hafi einhvern tímann verið virkilega pólítiskan þef að finna varðandi hin ýmsu mál þá hefur það sannarlega verið úr herbúðum prófessora við Háskólann, þar sem búmerangskast allra handa hefur farið á milli varðandi hin ýmsu samfélagsmál, þar sem greina hefur mátt á hverjum bás, hver fyrir sig stendur hvar og hvenær nokkuð örugglega án fræðanna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lagastofun falið að semja kynningarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun til fyrirmyndar en hvað með aðra ?

Er þessi ákvörðun þessa banka ein á báti, eða fylgja hinir bankarnir sömu stefnu ?

Það væri mjög fróðlegt og ágætt verkefni fyrir fjölmiðla að kanna hvort slíka stefnu sé að finna annars staðar hjá kröfuhöfum fjármálagerninga ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Krefjast ekki uppboða vegna vangoldinna húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband