Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Umræða um Evrópusambandið má bíða fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave.

Vonandi er það tilviljun að þessi samþykkt sambandsins á aðildarviðræðum skuli fréttaefni, nú nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesaveklúður stjórnvalda hér á landi.

Það kæmi hins vegar ekki á óvart í hinni pólítisku refskák að reynt yrði að breiða yfir icesaveklúðrið með umræðu um Evrópusambandið, svona til þess að drepa málum á dreif, til hagsbóta þeim er þar hafa staðið að málum.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla stjórnvöld að stuðla að þjóðfélagi einstæðra foreldra ?

Hvar í ósköpunum er vitund fyrir því að börnin eigi rétt á þvi að umgangast báða foreldra í þessu sambandi ?

Hvar er fjölskyldustefnan ?

Hafa menn hugsað þetta mál til enda eða ráða patentlausnir tækninnar ferðinni ?

Væri ekki ráð að kíkja í skýrslur og upplýsingar í þessu sambandi ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Einhleypar megi fá gjafaegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök greiðsluaðlögun fyrir Jóhannes ?

Skyldi einhvern undra að menn sem hafa komið að því að tapa milljörðum á milljörðum ofan í hinu ýmsa Matadorfyrirtækjabraski í voru samfélagi skuli ekki eiga náð fyrir sjónum manna, með fyllstu virðingu fyrir þeim hinum sömu varðandi það atriði að koma á fót lágvöruverslun á matvörumarkaði hér á landi.

Þegar upphafleg markmið og tilgangur heilbrigðar samkeppni umsnúast í einokun og fákepprni er illa komið og það atriði að sama fyrirtækjagrúppa geti hvoru tveggja drottnað og dýrkað á fjölmiðlamarkaði til viðbótar matvörumarkaði með rándýrum verslunum í sambland við lágvöruverslun þá er og var löngu kominn tími til þess að skoða samkeppnisformúlureglugerðarverkið og framkvæmd þess hér á landi.

Burtséð frá því hvað menn hafa grætt um tíma á tilstandinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þjóðin ósátt við Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hve mikið tekur ríkið til sín í formi skatta af tekjum þessum ?

Hafi vinnandi fólk einhvern tímann getað talist þrælar á skattagaleiðunni þá er sá tími sannarlega nú um stundir þar sem vinstri stjórnin hefur yfirtoppað öll skattalandamæri með offari allra handa.

Hin fáránlega ráðstöfun virðist sú, að fara leið núllþráhyggjunnar í ríkisbúskapnum , líkt og var við lýði í hinu meinta góðæri, með ofurálögum og tilheyrandi skuldsetningu á skuldsetningu ofan til handa almenningi í stað þess að lækka álögur nú í samdrætti og draga saman ríkisumsvif á sama tíma,  til að örva hagkerfið.

Það væri verðugt verkefni fyrir fjölmiðla að rýna í skattahækkanir þessarar ríkisstjórnar og bera saman við þær ráðstöfunartekjur sem einstaklingum í landinu eru áætlaðar af hálfu sitjandi stjórnvalda.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Helmingur með undir 200.000 kr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað eru menn að tala ?

Í fyrsta lagi er það svo að Alþingi hefur ekki formlegt umboð til nokkurs konar samningagerðar um mál sem vísað hefur verið í þjóðaratkvæði.
Skiptir þar engu máli hvort allir flokkar standi að fundum um slíkt.

Í öðru lagi að ræða um það að vísa " hagstæðara samkomulagi " í þjóðaratkvæði er afar furðulegt einkum og sér í lagi þar sem Alþingi getur ekki fjallað um neitt nýtt fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um sama mál og þá meirihlutasamþykkt sem Alþingi stóð að.

Í þriðja lagi er ágætt til umhugsunar að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef þjóðin segði já, en ekki nei við frumvarpi ríkisstjórnarflokkana, sem er þó afar ólíklegt.

Gæti þá verið að menn hafi hlaupið fram fyrir sig einhvers staðar á einhverjum tímapunkti í framkvæmd málatilbúnaðar, ef slík staða yrði uppi ?

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Og hugmyndir vantar, með eins manns anda, ávannst verkið, þúsund handa.. "

Þegar svo er komið að þjóðin situr í skuldafeni efnahagshruns, þá verður að gera þá kröfu til sitjandi ráðamanna að lágmarki að þeir hinir sömu tali kjark í þjóðina og komi fram með hugmyndir til handa fólkinu í landinu, hvernig vinna skuli úr vandanum.

Við þurfum ekki rifrildi millum stjórnmálaflokka um hver sé bestur eða mestur.

Við þurfum leiðtoga sem eygja tækifærin og tala fyrir þeim.

Við þurfum ekki fleiri frásagnir fjölmiðla af fjármálaskandölum, við þurfum fréttir um hvað er hægt að gera til framtíðar í stað þess að velta sér upp úr fortíðarpyttinum.

Við þurfum að horfast í augu við vandamálin og vinna úr þeim, hvers eðlis sem eru.

Við kjósum okkur fulltrúa á þjóðþing til þess hins sama og frá okkur kemur hið lýðræðislega umboð til handa kjörnum fulltrúum hverju sinni, og við gerum eðli máls samkvæmt þá kröfu að hinir sömu standi undir því hinu sama hlutverki við stjórn landsins.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Fróðlegt verður að fylgjast með breytingum á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.

Mun Obama takast að koma í gegn breytingum á heilbrigðiskerfinu heima fyrir ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hinu sama, en raunin er sú að Evrópubúar geta lært margt af Bandaríkjamönnum varðandi skipan mála í heilbrigðismálum, og Bandaríkjamenn einnig af okkur Evrópubúum.

Það væri afskaplega ánægjulegt ef takast mætti að samræma að einhverju leyti skipan mála annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar í Evrópu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Obama kynnir nýja áætlun í heilbrigðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra talar gegn stjórnarskránni.

Hvað ætli sé langt síðan að núverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson sór eið að stjórnarskránni ?

Hér talar hann gegn framkvæmd hennar, öðru vísi er ekki hægt að túlka þessi orð ráðherrans, varðandi það að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um mál er forseti hefur vísað til þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja ráðherrarnir já eða nei?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðstaða um hagsmuni íslenzku þjóðarinnar af hálfu InDefence.

Öll sjö atriðin sem hópurinn bendir á í þessu sambandi eru hlutir sem taka þarf mið af varðandi hvers konar skuldbindingu einnar þjóðar, til framtíðar.

Hafi samtökin þakkir fyrir sína varðstöðu til handa landi og þjóð í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breytt vaxtakjör nægja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver gaf ríkisstjórninni leyfi til að semja um mál sem er að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Það er sérkennilegt að sjá hér rætt um að að " ná samkomulagi " um mál sem er á leið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lög frá Alþingi, af hálfu stjórnarmeirihlutans.

Geta stjórnvöld ef til vill komið fram með yfirlýsingar um það að þau hin sömu hafi náð " samkomulagi " um eitthvað og ef til vill undirritað það si svona, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram ?

Það er mér mjög til efs.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband