Um hvað eru menn að tala ?

Í fyrsta lagi er það svo að Alþingi hefur ekki formlegt umboð til nokkurs konar samningagerðar um mál sem vísað hefur verið í þjóðaratkvæði.
Skiptir þar engu máli hvort allir flokkar standi að fundum um slíkt.

Í öðru lagi að ræða um það að vísa " hagstæðara samkomulagi " í þjóðaratkvæði er afar furðulegt einkum og sér í lagi þar sem Alþingi getur ekki fjallað um neitt nýtt fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um sama mál og þá meirihlutasamþykkt sem Alþingi stóð að.

Í þriðja lagi er ágætt til umhugsunar að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef þjóðin segði já, en ekki nei við frumvarpi ríkisstjórnarflokkana, sem er þó afar ólíklegt.

Gæti þá verið að menn hafi hlaupið fram fyrir sig einhvers staðar á einhverjum tímapunkti í framkvæmd málatilbúnaðar, ef slík staða yrði uppi ?

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband