Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Sunnudagspistill.
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Veturinn minnti á sig á fimmtudaginn og laugardag hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt fer þvers og kruss þegar snjókoma og bylur er til staðar nokkra klukkutíma samfellt.
Ég brölti við það að moka hér á planinu á fimmtudag, svo ég kæmist í stæði, en hér dregur ætíð í hundleiðinlega skafla svo alveg verður ófært að húsinu. Hingað til höfum við annars haft afar þægilega færð umleikis hér á Reykjanesskaganum alltént allan janúarmánuð svo ekki er hægt að kvarta mikið í raun.
Óhjákvæmilega er maður upptekin af þjóðfélagsþróun og stöðu mála í voru samfélagi og í morgun eins og aðra laugardaga ók hér bíll um hverfið sem hvatti menn til þess að fara á mótmælafund.
Hvað mig varðar þá vinn ég alla laugardaga ásamt öðrum vikudögum og hefi því ekki aðstæður til þess að sækja slíka fundi, en að vissu leyti finnst mér vanta eitthvað í þær baráttuaðferðir sem við erum að beita þ.e að halda ræður á Austurvelli .... og safnast saman ....
Hvað með hin formlegu mótmæli þ.e bréf til ráðamanna og stofnanna þar sem svara er óskað um einstök mál og mál heildarhagsmuna þjóðfélagsþegna sem ekki sjá fram úr vanda þeim er að steðjar fjármálalega ?
Slíkum bréfum BER að svara.
Enn sem komið er, virðist það eitt sýnilegt af hálfu ráðamanna að hagsmunavarsla fjármagnseigenda sé ofar hagsmunum heimila í landinu í heildina tekið og ráðaleysið algert í raun.
Vinstri flokkarnir hafa því yfirtoppað meinta hægri menn í því hinu sama og eru þá góð ráð dýr.
Eitt er ljóst að þjóðin verður að fá að greiða atkvæði um þau lög sem sitjandi ríkisstjórn samþykkti til handa landi og þjóð fyrir áramót, til þess að fella þau hin sömu ólög.
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
kv.Guðrún María.
Þingið þar með talin ríkisstjórn hefur ekki umboð til samninga fyrr en að lokinni þjóðaraatkvæðagreiðslu.
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Stjórnskipulega er þingið umboðslaust að semja um mál sem forseti hefur vísað í þjóðaratkvæði, fyrr en sú hin sama atkvæðagreiðsla hefur farið fram.
Breytir þar engu um hvort um ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu er að ræða.
Óformlegar þreifingar geta átt sér stað en annað ekki, og sökum þess er þetta fundaflakk sjálfsagt meira og minna kostnaður á kostnað ofan.
kv.Guðrún María.
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Handónýt verkalýðshreyfing þessa lands í Matadorleik með lífeyrissjóðina.
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Það er til skammar að ekki skuli hafa tekist í áratugi að endurskoða skipulag og framkvæmd mála varðandi vörslu fjármuna launþega í lífeyrissjóðum.
Það er fáránlegt að fimm manna stjórn eins verkalýðsfélags hafi um það sjálfdæmi að velja í stjórnir lífeyrissjóða, sem fara þar með umsýslu stórra fjármuna sem innheimtar eru samkvæmt lögum af launum launþega.
Aldrei skyldi það hafa komið til sögu að áhættufjárfestingar væru svo mikið sem á dagskrá að hálfu þeirra sem sýslað hafa með þessa fjármuni ALDREI......
Að þessir sömu aðilar skuli síðan helstu talsmenn þess að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu í einu samfélagi vegna vörslu fjármuna í lífeyrissjóðum, sem tekið hafa þátt í áhættusömum fjárfestingum allra handa hægri vinstri með tilheyrandi tapi á markaðstorgi hlutabréfamarkaðar, meðan samið er um lúsarlaun fyrir launþega, það er sérstakt rannsóknarefni.
Margsinnis hefi ég til langtíma gagnrýnt andvaraleysi stjórnmálamanna um þessi mál, og geri enn, þar sem sannarlega er það þeirra að breyta lagaumgjörð um þessa starfshætti.
kv.Guðrún María.
Menntun og atvinnulíf haldist í hendur.
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Að mínu viti þarf menntakerfið að fara í naflaskoðun rétt eins og ýmislegt annað í voru samfélagi.
Menntun er af hinu góða en þarf ætíð að haldast í hendur við þarfir eins þjóðfélags og aðlaga sig þeim raunveruleika sem þar er fyrir hendi.
Það hlýtur að vera Háskólasamfélagi hollt að fara í naflaskoðun, og ég álít að hvers konar kröfur um óbreytta fjármuni, án endurskoðunar eigi ekki að gilda frekar þar en í til dæmis kerfi heilbrigðismála sem og grunnþjónustuþáttum eins samfélags.
kv.Guðrún María.
Háskólar lykill að lausn vandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar í þessu sambandi ?
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Stjórnir verkalýðsfélaga skipa í stjórnir lífeyrissjóða, svo auðvelt ætti að vera að rekja ákvarðanatöku um " milljarðafjárfestingar " þær sem sjóðir hafa tapað af fjármunum launþega í landinu.
Hér er um að ræða hneyksli að mínu viti, því svo vill til að sjóðir þessir innheimta lögum samkvæmt iðgjöld af launum okkar mánuð fyrir mánuð ár eftir ár, áratug eftir áratug.
Sökum þess að innheimta þessi er lögbundin, ætti hið opinbera að vera skaðabótaskylt gagnvart launþeganum eðli máls samkvæmt, annað er hreinn og beinn þjófnaður.
kv.Guðrún María.
Lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða á Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólítísk matsfyrirtæki ?
Laugardagur, 27. febrúar 2010
Hve lengi ætla stjórnmálamenn að dansa eins og leikbrúður fyrir meintum sérfræðingum fjármálalifs sem dansa Hrunadans fjármagnseigenda fram og til baka um veröld víða þar sem hinar ýmsu yfirlýsingar eru sendar út og suður á ákveðnum tímapunkti.
Raunin er sú að þessu matsfyrirtæki kemur ekki nokkurn skapaðan hlut við hvar einhverjar viðræður standa hvers eðlis sem eru, sökum þess að faglegt mat þessa fyrirtækis skyldi einungis byggja á teknum ákvörðunum ekki öðru.
kv.Guðrún María.
Ísland á leið í ruslflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Boðsferðir eru hvað ?
Laugardagur, 27. febrúar 2010
Hvað skyldu margir íslenskir læknar, opinberir starfsmenn, hafa fengið boð, frá lyfjafyrirtækjum um boðsferðir og hvað margir hafa þegið slíkar ferðir ?
Sjálfsagt og eðliegt væri að upplýst væri um slíkt, en það er auðvitað ekki fyrir hendi í hinu " gegnsæa samfélagi " ......
Það er hins vegar til framfara að Bændablaðið segi frá þvi að hafnar séu boðsferðir af hálfu Evrópusambandsins á kostnað skattgreiðenda sambandsþjóða væntanlega.
kv.Guðrún María.
Í boðsferð ESB til Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf ekki að æfa Almannavarnaáætlun á svæðinu ?
Laugardagur, 27. febrúar 2010
Gos í Eyjafjallajökli gæti valdið vandræðum í Bakkafjöru, þar sem framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja eru í lokaundirbúningi, þ.e ef hlaup úr jöklinum færi um Emstrur.
Í mínum uppvexti undir Eyjafjöllum var óttinn við jökulgos alltaf fyrir hendi hjá mér, eftir að ég vissi að hann væri virkt eldfjall, og draum eftir draum sá ég jökulinn gjósa en án efa hafa þeir draumar verið hluti af óttanum við slíkt.
Mér rann það hins vegar til rifja fyrir um það bil áratug, er skjálftavirkni hófst, að ekki örlaði þá að almannavarnaáætlun á svæðinu svo ég spurðist fyrir um slíkt hjá þeirri stofnun sem því tilheyrir og fékk ágæt svör við mínum spurningum þá.
Nokkru síðar var komin almannavarnaáætlun sem var kynnt íbúum, en allur er varinn góður og ef eitthvað er í gangi núna sérstaklega þá væri ekki úr vegi að æfa þá áætlun sem til er, sem vonandi tekur mið af framkvæmdum við Bakkafjöru.
kv.Guðrún María.
Innskot undir Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óskaplega tók það langan tíma að koma á samstarfi Vinnumálastofnunar við stéttarfélög.
Laugardagur, 27. febrúar 2010
Stóraukið samstarf Vinnumálastofnunar við stéttarfélög, segir í fréttinni ! Af hverju var það sama samstarf ekki til staðar fyrr ?
Einnig væri fróðlegt að vita hvað sveitarfélagið ætlar að leggja af mörkum í þessu efni, sem og ráðuneyti félagsmála, en það kemur ekki fram í fréttinni, en væri þó ágætt til upplýsingar.
kv.Guðrún María.
Samið um atvinnumiðstöð í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður Evran lélegasti gjaldmiðillinn ?
Föstudagur, 26. febrúar 2010
Svo virðist sem menn séu að gera sér væntingar um eitthvað sem ekki fer í sama far og áður, eftir hrun fjármálamarkaða á alþjóðavísu.
Gefur það ekki augaleið að sams konar fjármálaumsýsla þar með talið lántökur, verða ekki á dagskrá í bili ?
Hin mikla efnahagslega samtenging sem orðið hefur til í Evrópu þar sem ólíkar forsendur hinna ýmsu þjóða eru til staðar, kunna að vera fjötur um fót til þess að treysta sama gjaldmiðil á svæðinu öllu.
kv.Guðrún María.
Hættumerki á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |