Já já, rétt er það en hver talaði gegn stjórnlagaþingskosningunum ?

Núverandi ríkisstjórn talaði gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni og má setja fram afsökunarbeiðni vegna þess en ekki væri verra að Sjálfstæðismenn væru samferða með afsökunarbeiðni fyrir því að tala gegn stjórnlagaþingskosningunni.

Síðan mætti heiðra þá þingmenn sem börðust mest gegn fyrri Icesavesamningi.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þurfa að svara fyrir fyrri samning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðrún María - reyndu nú að ná samhengi - Þú átt Sjálfstæðisflokknum mikið að þakka fyrir að koma í veg fyrir Svavarsníð ríkisstjórnarinnar -

Varðandi Stjórnlagaþingið þá var það tímasetningin sem var gagnrýnd og það með réttu - enda tímasetti lánlaus óstjórn landsins þetta þing í þeirri von að umræðan um það myndi skyggja á umræðu um úrræðaleysi og og helför ríkisstjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.12.2010 kl. 06:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Á ég Sjálfstæðisflokknum mikið að þakka, jæja.... það eru þín orð, en ekki sá ég marga Sjálfstæðismenn á Bessastöðum að mótmæla Icesave um áramótin síðustu, hins vegar finnst mér það að við skyldum hvetja menn til þáttöku í kosningum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.12.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband