Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Til hvers, skráning í jólaaðstoð ?

Ástæða þess að óskað er eftir því að fólk hringi og skrái sig í jólaaðstoð er sú að það tekur lengri tíma að afgreiða slíka aðstoð, og reynt er að skipta því niður á daga, þannig að mögulegt sé að afgreiða þann fjölda sem skráir sig.

Upplýsingum um slíkt er dreift til fjölmiðla en því miður er það svo að ekki taka allir eftir því hinu sama er hyggjast leita sér slíkrar aðstoðar, og mæta á staðinn.

Við það skapast erfiðleikar úr að vinna nú sem áður, en þjóðfélagsástandið nú um stundir, er annað en við Íslendingar höfum áður upplifað, því miður, þar sem atvinnuleysi er tilkomið, og tekjurýrnun fjölskyldna samhliða.

Fleiri eru fátækir í voru samfélagi, og jólin eru sár tími í slíkum aðstæðum.

Vitundarleysi ráðamanna gagnvart ástandi mála var til staðar í fyrir hrun og er enn til staðar, en eitt stærsta vandamálið er láglaunastefnan, þar sem samningar á vinnumarkaði um laun, eru svo lélegir að ekki tekst að framfæra einstaklinga af í íslensku samfélagi og gildir einu hvort þar er um að ræða hinn almenna markað ellegar hið opinbera.

Skattlagning og alls konar tekjutenging sem mismunandi ráðamönnum dettur í hug að leggja ofan á þessi annars lúsarlaun sem greidd eru á lægstu töxtum á vinnumarkaði, hefur sjaldnast rímað saman við raunveruleikann.
Bætur öryrkja og aldraðra taka síðan mið af lægstu launum.

Hinar seinvirku aðgerðir stjórnvalda gagnvart afskriftum skulda heimila og fyrirtækja sem þurftu að koma til mun fyrr, hafa orsakað meiri vandræði en ella hefðu þurft að koma til sögu í voru samfélagi ef ákvarðanataka hefði verið fyrr á ferð.

Hvers konar umræða um það atriði að hægt sé að útrýma biðröðum með því að koma á fót kerfi þar sem fólk fær matarkort, er sérstök því það vill gleymast í fyrsta lagi, hver ætti að greiða fyrir þau hin sömu kort og í öðru lagi væri það afar líklegt að sömu biðraðir yrðu áfram til staðar eftir kortunum.

Því miður hafa hvorki ríki né sveitarfélög verið þess umkomin að uppfæra framfærsluviðmið í samræmi við neysluvísitölu á hverjum tíma og þannig hefur það verið í mörg herrans ár og enginn áorkað breytingum þrátt fyrir fjölda ráðstefna um málin.

Verkalýðshreyfingin hefur ekki áorkað breytingu með kjarasamningum, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kattadúett við fjárlagavinnu fyrir þjóðina ?

Ekki datt mér það í hug að þingmenn væru þess umkomnir að flokka menn, sem ketti hvað þá, sem heimilisketti annars vegar, og villiketti hins vegar.

En það er ekkert nýtt undir sólinni, og að sögn þingmannsins eru það heimiliskettir sem unnið hafa vinnu fyrir fjárlagafrumvarp 2011, til þriðju umræðu, en ekki villikettir.

Afar fróðlegt og kanski fáum við að vita að ær eða kýr hafi afgreitt nokkur frumvörp í einhverri annarri þingnefnd, hver veit ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Heimiliskettir“ á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti Alþingis getur samþykkt tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Eðlilegur framgangur þessa máls er sá að þjóðin fái að greiða atkvæði um nýjan samning, rétt eins og þjóðin greiddi atkvæði um að hafna fyrri samningi.

Hér er um sömu samninga að ræða.

Það datt hins vegar engum í hug að ég held að Steingrímur eða ríkisstjórnin legði það til að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu miðað við allt hið skammarlega tal gagnvart fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er vanvirðing við lýðræðið að vissu leyti, ásamt vanvirðingu gagnvart forsetaembættinu og lagalegu valdi þar að lútandi til þess að vísa máli til þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahreingerningarviðhorfið á kanski illa við verkhraða í fjárlagagerð.

Það hefur fremur verið venja, gegnum tíðina, að hamagangur við að koma þingmálum í gegn fyrir jól, hefur verið með eindæmum.

Fundir fram á nótt, þar sem nokkrir þingmenn taka þátt í þingsal, eru löstur á störfum þingsins og á ekki að eiga sér stað.

Gerð fjárlaga á að lúta góðum vinnubrögðum þar sem þingmenn er að málinu koma hafa yfirsýn yfir mál öll, og til þess þarf nægilegur tími að vera ráðstafaður til þess arna.

Það er gott hjá Pétri Blöndal að vekja athygli á hraða sem hann telur ekki eðlilegan, og hafi hann þakkir fyrir því það eitt er til þess fallið, vonandi að menn bæti slík vinnubrögð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óbærilegur hraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísum hugmyndum um vegtolla út í hafsauga.

Það er með ólíkindum að menn skuli láta sér detta það í hug á tímum sem þessum að leggja á vegtolla til vegaframkvæmda, þegar gjaldtaka af bifreiðum alls konar hefur hækkað um tugi prósenta um leið og þessi ríkisstjórn settist að völdum.

Ég ræddi einmitt um þá hina sömu gjaldtöku hér á mínu bloggi þar sem hækkun sú að mig minnir á bifreiðagjaldi var svo mikil, í einu lagi, að telja mátti til verulegs offars í skattheimtu á íbúa.

Þeir hinir sömu skattar hafa ekki skilað sér í vegagerð, því framkvæmdir hafa engar verið.

Olíugjaldið sem kom til sögu á sínum tíma hefur illa eða ekki skilað sér í framkvæmdir til vegamála.

Það var hins vegar kostulegt til þess að vita að fjármunum var varið í það á sínum tíma að mála grjót um allt land hvítt við útafakstursvegi af hringvegi vegna Evrópureglugerðar um slíkt, meðan ekki var hægt að hugsa um það að byggja upp varnargarða, eða halda þeim við, þar sem ár renna um lönd,svo sem undir Eyjafjöllum þar sem tjón varð er gaus á löndum bænda og reyndi á varnargarða þessa sem voru löngu orðnir ónýtir vegna viðhaldsleysis til langtíma.

Ég vísa hugmyndum um vegtolla út í hafsauga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tal um skuggagjöld óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki til greina, nema fella niður gjöld af olíu.

Ef ekki er hægt að framkvæma fyrir það skattfé sem nú þegar er innheimt með sköttum og renna SKAL, til samgöngumála, þá skulu menn gjöra svo vel að fresta framkvæmdum þangað til það er hægt.

Vegtollar á þessari leið ganga ekki, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Lífið gengur sinn gang á aðventunni en sjálf er ég upptekin við það öllum stundum, að ná aftur heilsu minni en ég losnaði við gifsið af handleggnum á mánudaginn var, mér til mikillar ánægju, en hendin er enn ekki til mikilla verka en það kemur smátt og smátt.

Fór tvisvar í sjúkraþjálfun í vikunni með bakið og æfingar smá aukast eftir því sem likaminn styrkist að nýju.

Fór í fyrsta skipti í smágöngutúr um Jólaþorpið í Firðinum í dag, án þess þó að vera of lengi, en verkir í rifjum frá bakvöðvum segja mér að hvíla mig með reglulegu millibili, ef ég er of lengi gangandi.

Að hanga einn yfir sjálfum sér dag eftir dag án félagslegra samskipta er eitthvað sem eru viðbrigði ekki hvað síst þar sem starf mitt inniheldur mikil mannleg samskipti, aðalstarfið jafnt sem aukastarf, en svo má illu venjast að gott þyki og annað er ekki í boði um tíma.

Jólatíminn er í mínum huga eigi að síður yndislegur timi kærleika meðal manna, þar sem svo auðvelt er að finna barnið í sjálfum sér, og frið í hjarta þegar klukkurnar klingja inn heilög jól.

kv.Guðrún María.


Einstefnusiðblinda stjórnmálamanna við stjórnvölinn.

Það var ekki klókt af Steingrími J.Sigfússyni að fela Svavari Gestssyni fyrrum formanni Alþýðubandalagsins að fara fyrir nefnd um samningagerð varðandi þetta mál.

Allt hans mikla orðaflóð um klíkuskap hægri manna hér á landi gegnum tíðina, gjaldféll um leið og þessi skipan var ljós.

Tilraunir vinstri stjórnar í landinu til þess að telja landsmönnum trú um það að svart væri hvítt og hvítt væri svart í þessu sambandi voru slíkar að fá dæmi eru um slíkt í stjórnmálasögu síðari tíma og hefur þó verið af nógu af taka í þvi efni.

Menn voru tilbúnir til þess að verja vinstri stjórnina alveg sama hvaða vitleysa væri á ferð sem borin væri fram fyrir þjóðina sem sýnir þá siðblindu sem verður til við það eitt að verja valdataumana persé...

kv.Guðrún María.


mbl.is Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna kemur þetta ekki fram í ríkisreikningnum ?

Hér er eitt dæmi um lausa enda sem sannarlega þarf að hnýta, áður en menn þykjast hafa bundið einhver bönd.

Skuldbindingar íslenska ríkisins eiga að sjálfsögðu að koma fram í ríkisreikningi og í raun ótrúlegur klaufaskapur sem hér á sér stað.

Fjármálaráðuneyti og þeir sem bera ábyrgð á reikningsskilum sem þessum, þurfa að koma fram með skýringar á þvi hinu sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is 141 milljarðs skuldbinding íslenska ríkisins utan efnahagsreiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er sjávarútvegsráðherra ?

Varla er það stórkostlegt vandamál að auka aflamark í ýsu, eða hvað ?

Við þurfum á þvi að halda Íslendingar að færa björg í bú og aukning ýsukvóta til handa sjómönnum á grunnslóð, hlýtur að koma til sögu af hálfu ráðherrans.

kv.Guðrún María.


mbl.is LS: Stöðvun veiða blasir víða við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband